Útivist

Ölfusið er kjörið til útivistar. Landslagið er mjög fjölbreytt; fjalllendi inn til landsins þar sem Hengilinn ber hæst, fallegt hraunlendi, svört sandströnd og bjargið vestan Þorlákshafnar.

Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt gönguleiðir um Hengilssvæðið og er hægt að nálgast gönguleiðakort á upplýsingamiðstöðvum á svæðinu. Þá hefur Ferðamálafélag Ölfuss gefið út kort yfir gönguleiðir í nágrenni Þorlákshafnar sem einnig er hægt að nálgast á upplýsingarmiðstöðvum.

Stafræn kort má finna á: /gestir-og-gangandi/utivist/gongukort/

Skipulagðar göngurferðir

Ferðamálafélag Ölfuss efnir til skipulagðra gönguferða á sumrin. Hægt er að skoða ferðirnar í viðburðadagatali á vef Ölfuss. Einnig er hægt að skoða dagskrá sumarsins og upplýsingar um félagið á vefslóðinni: http://ferdamalafelagid.blog.is/blog/ferdamalafelagid/

Heilsustígur og gönguleiðir í Þorlákshöfn

Í Þorlákshöfn er búið að setja upp heilsustíg. Um er að ræða heilsustíg með samtals 15 æfingastöðvum og 10 æfingatækjum. Opnun heilsustígs 2014Upphafsstöð Heilusstíga í Þorlákshöfn er við íþróttamiðstöðina. Þaðan liggur heilsustígurinn eftir gönguleiðinni framhjá Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Leikskólanum Bergheimum og um stíginn sem umlykur íbúðahverfin Berg og Hraun. Framhjá Ráðhúsinu, Skrúðgarðinum, framhjá grunnskólanum á ný, að Dvalarheimili aldraðra og suður fyrir sundlaugina aftur að íþróttamiðstöðinni.

Sjá yfirlitsmynd


Golf og veiði

Í Þorlákshöfn er sérlega góður en krefjandi 18 holu golfvöllur. Umsjón með vellinum hefur Golfklúbbur Þorlákshafnar.

Veiði er t.d. á Tannstaðatanga við ármót Hvítár og Sogs og er það þekkt stórlaxasvæði.  Þá er veiði við Laugabakka sem er næst fyrir neðan Tannastaðatanga og einnig fyrir landi Árbæjar.  Þá er Sogið ein af frægustu laxveiðiám landsins og vatnsmesta bergvatnsáin.  Við Alviðru er afburða góð bleikjuveiði.  Þá er góð veiði í Varmá/Þorleifslæk og í Ölfusá við Hraun. 

. Grændalur og TindarTungumálÚtivist í Ölfusi

Útlit síðu: