Menningarnefnd

 

126. fundur menningar- og markaðsnefndar

haldinn  í ráðhúsi, 10. febrúar 2017 og hófst hann kl. 08:00.

 

 

Fundinn sátu:

Ágústa Ragnarsdóttir formaður, Baldur Þór Ragnarsson aðalmaður, Valgerður Guðmundsdóttir aðalmaður, Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður, Elsa Gunnarsdóttir aðalmaður og Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir menningarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi.

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.   Menningarminjar: Skipið Gautaborg - 1702022
Óskað var eftir aðkomu sveitarfélagsins og Byggðasafns Ölfuss í að vera aðili að styrkumsókn til fornleifadeildar danska ríkisins til að leita að munum á hafsbotni úr herskipinu Gautaborg sem talið er hafa strandað undan Hafnarskeiði.
Nefndin samþykkir að taka þátt í styrkumsókninni að því gefnu að það feli ekki í sér kostnað fyrir sveitarfélagið.
 
2.   Menningarmál: Málverk af gamla Þorlákshafnarbænum - 1612022
Sveitarfélaginu var boðið að kaupa vatnslitamynd af gamla Þorlákshafnarbænum eftir Höskuld Björnsson.
Samþykkt var að kaupa ekki myndina en bjóða eigendum að taka hana til varðveislu.
 
4.   Menningarmál: Viðburðir 2017 - 1702023
Stefnt er að stórviðburði í lok apríl sem verður auglýstur innan skamms.
 
3.   Menningarmál: Beiðni um styrk til uppsetningar upplýsingaskilta í Arnarbæli - 1612024
Óskað er eftir styrk til að reisa tvö fræðsluskilti í Arnarbæli.
Nefndin tók vel í erindið en óskar eftir sundurliðaðri kostnaðaráætlun og að leitað verði tilboða í verkið.
Málinu er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00.

 

 

Ágústa Ragnarsdóttir    Baldur Þór Ragnarsson
 Valgerður Guðmundsdóttir    Þrúður Sigurðardóttir
 Elsa Gunnarsdóttir    Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir
     

 TungumálGrunnskóli Þorlákshafnar

Útlit síðu: