Skipulags- byggingar og umhverfisnefnd
29. fundur skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar

haldinn  í ráðhúsi, þriðjudaginn 12. júní 2012 og hófst hann kl. 08:15.

 

 

Fundinn sátu:

Anna Björg Níelsdóttir formaður, Kristján Gauti Guðlaugsson varaformaður, Reynir Guðfinnsson varamaður, Þór Emilsson aðalmaður, Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður, Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Gunnþór Kristján Guðfinnsson umhverfisstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

  

Dagskrá:

 

1. 1205014 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, tillaga ti kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Sveitarfélagamörk Ölfuss og Mosfellsbæjar liggja saman frá Vífilfelli að Borg, þar sem mörk Ölfuss stefna á Skeggja í Hengli. Fram kemur í gögnum að skipulagi á svæðinu við Vífilfell er frestað. Svæðið sem liggur að Ölfusi er merkt í skipulagi óbyggð svæði. Reiðleiðir eru sýndar sem koma að mörkum sveitarfélagsins Ölfuss. Önnur er um hitaveitulögnina frá Hellisheiðavirkjun til Reykjavíkur og hin er með Nesjavallaveginum. Þessar línur eru í samræmi við aðalskipulag Ölfuss.

Afgreiðsla: Ekki eru gerðar athugasemdir við innsend gögn um endurskoðað aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030.

 
2. 1202017 - Deiliskipulag fyrir Hvol I, landnr. 171740
1202017 - Deiliskipulag fyrir Hvol I, landnr. 171740

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvol, landnr. 171740. Svæðinu er skipt upp í 2 hluta, jörð 1 og jörð 2. Jörð 1 er um 10.2 ha með nýtingarhlutfall 0.05 og fellur undir skilgreiningu, landspilda/bújörð 10-25 ha skv. aðalskipulagi. Jörð 2 er 108,9 ha og fellur undir skilgreiningu, landspilda/bújörð yfir 25 ha, skv. aðalskipulagi. Innan jarðar 1, er byggingarreitur 1, fyrir íbúðahús, sem þegar er byggt. Byggingarreitur 2 fyrir vélaskemmu og landbúnaðarbyggingar. Vélaskemma er þegar komin. Innan jarðar 2 eru lóðir A, B og C sem eru frístundahúss lóðir og verða stofnaðar með stofnskjölum. Byggingarreitur 3 er fyrir hesthús, reiðhöll og landbúnaðarbyggingar. Hesthús, hlaða og reiðhöll eru þegar komin. Byggingarreitur 4 fyrir íbúðahús.Í lýsingu með skipulagi eru skilgreiningar á stærðum bygginga, hæð í landi og um efnisval. Tillaga að deiliskipulagi er í samræmi við aðalskipulag. Tillaga að deiliskipulagi samþykkt til auglýsingar.

Frestur til athugasemda er til 15. júní 2012. Engar athugasemdir hafa borist.

Afgreiðsla: Fundargerð SBU verður tekin fyrir í bæjarstjórn og þar gerð sér bókun um afgreiðslu á deiliskipulaginu. SBU afgreiðir deiliskipulagið samþykkt enda eru engir efnislegir áhersluþættir í auglýstri tillögu, tillagan er í samræmi við aðalskipulag.

 
3. 1202061 - Sótt um að deiliskipuleggja hluta lands Gljúfurs

Tillagan er samþykkt til auglýsingar í skipulags- og byggingarnefnd 20. mars 2012 og í bæjarstjórn 29. mars 2012. Mál nr. 1202061.

Auslýst er hér með tillöga á deiliskipulagi, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eigendur jarðarinnar Gljúfur ætla að byggja nýtt íbúðarhús austur af bæjarhlaðinu á Gljúfri. Stofnuð verði ný lóð fyrir húsið. Vegtenging verður við Hvammsveg um heimreiðina að Gljúfri. Um 200 m austur af skipulagssvæðinu er orlofshúsasvæði í eigu landeiganda að Gljúfri. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss, um stærðir á lóðum og byggingar á landbúnaðarsvæðum með nýtingarhlutfall 0.05. Kynnt gögn eru í samræmi við lýsingu samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan verður auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga á tímabilinu 14. apríl 2012 til  26. maí 2012. Deiliskipulagið liggur frammi í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, á skrifstofutíma.

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til 26. maí 2012. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

 

Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust á auglýsignartímanum. Tillaga að deiliskipulagi samþykkt.

 
4. 1206012 - Deiliskipulag fyrir Stóragerði.

0801016 -Deiliskipulagstillaga fyrir land Stóragerðis, Ölfusi, land úr Ytri-Grímslæk
Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir land Stóragerðis, Ölfusi, samkvæmt nýjum skipulagslögum nr. 123/2010 samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laganna.
Deiliskipulagið tekur til lands Stóragerðis, landnr. 198888 og þriggja lóða sem skipt hefur verið úr landi Stóragerðis. Eftir skiptingu á landinu verður land Stóragerðis 21.198m², lóð nr. 1, 10.175m², lóð nr. 2, 30.489m² og lóð nr. 3, 25.948m².
Aðkoma er frá þjóðvegi nr. 38 um heimreið að Stóragerði og er kvöð á um umferðarrétt að lóðum 1, 2 og 3 um þann veg.
Byggingarreitir eru innan lands Stóragerðis fyrir allt að 100 m2 hús fyrir léttan iðnað, fyrir allt að 60 m2 bílgeymslu og fyrir allt að 25 m² handverkshús auk íbúðarhúss sem komið er.
Á lóð nr. 1 eru tveir byggingarreitir. Fyrir allt að 200 m² íbúðahús á einni hæð ásamt bílgeymslu og allt að 100 m2 byggingarreitur fyrir léttan iðnað.
Á lóð 2 eru tveir byggingarreitir, annar fyrir allt að 250 m² íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og annar byggingarreitur fyrir allt að 100 m² hús fyrir léttan iðnað.
Á lóð 3 er einn byggingarreitur fyrir allt að 250 m² íbúðarhús á einni hæð ásamt bílgeymslu.
Minnsta fjarlægð að byggingarreitum íbúðahúsa er 100 m frá miðlínu þjóðvegar nr. 38.
Deiliskipulagið er auglýst í samræmi við aðalskipulag Ölfuss, frá 2002-2014, grein 5.2.14 er segir að á landbúnaðarjörðum má byggja allt að 4 íbúðahús þó að þau tengist ekki búrekstri og einnig hús fyrir léttan iðnað án þess að breyta þurfi aðalskipulagi. Fyrir liggur umsögn frá 11. janúar 2008 frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Deiliskipulagstillögurnar auglýstar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 4. maí 2012 til 15. júní 2012. Deiliskipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, á skrifstofutíma. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum var til 15. júní 2012.

 

Afgreiðsla: Fundargerð SBU verður tekin fyrir í bæjarstjórn og þar gerð sér bókun um afgreiðslu á deiliskipulaginu. SBU afgreiðir deiliskipulagið samþykkt enda eru engir efnislegir áhersluþættir í auglýstri tillögu, tillagan er í samræmi við aðalskipulag.

 
5. 1206003 - Ósk um hraðahindrun i Búðahverfi

Málið varðar erindi frá íbúum um hraðahindranir innan Þorlákshafnar. Íbúar í Búðahverfi hafa mótmælt hraðakstri sem er um Biskupabúðir, aðalgötuna sem liggur inn í hverfið og út í m.a. hesthús. Sett voru upp trog á götuna til að gera beygju á hana þannig að bílar færu hægar um hana. Þessi hindrun dugar ekki til að ná niður hraðanum. Hraðahindranir eru sett upp samhliða því að ökuhraði er færður niður í ákveðnum götum. 50 km hámarkshraði er innan þéttbýlis nema þar sem sérstaklega er búið með auglýsingu og í samráði við sýslumann að færa niður ökuhraða. Hægt er að færa niður ökuhraðann með að setja þrengingar á götu án þess að auglýsa minni ökuhraða en 50 km. Einnig er hægt að setja hraðahindrun með upphækkun og þá eftir ákveðnu formi þar sem gangbrautir eiga að vera. Á milli 1. áfanga og 2. áfanga er sýnd í skipulagi gangbraut yfir aðalgötuna. Þar við ætti þá að setja gangbraut sem hraðahindrun og einnig á móts við Brynjólfsbúð. Með þessu eru komnar tvær gangbrautir auðkenndar fyrir Biskupabúðir og með því er hraðinn tekinn niður.

Einnig hefur verið rætt um að lækka umferðarhraða í Þorlákshöfn. Íbúafundur og vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Ölfus, tæki á þessu máli.

Afgreiðsla: Erindi frá íbúum rætt. Unnið er að umferðaröryggisáætlun fyrir Ölfus. Unnið verður með íbúum að gerð hennar. SBU samþykkir að hafin verði gerð hraðahindrana í Búðahverfi, varanleg hellulögð þar sem göngustígur krossar Biskupabúð. Síðan sett hraðahindrun á milli Brynjólfsbúðar og Finnsbúðar, til bráðabirgða.

 
6. 1206001 - Skilti og merkingar á hús með heimagistingu.

Með nýjum Mannvirkjalögum og byggingarreglugerð er breytingar á skiltamálum. Gr. 2.5.1 í byggingarreglugerðinni skýrir hvernig skuli meðhöndla skiltamál. Skilti undir 1,5 m2 eru ekki byggingarleyfisskyld, en þau skulu vera í samræmi við ákvæði gildandi skipulags. Sé ekki deiliskipulag til fyrir það svæði sem setja á upp skilti á, skal taka fyrir öll skilti sem setja á upp og athuga hvort þau samræmist nýtingu svæðisins, íbúðabyggð, verslun- og þjónusta, iðanaður, atvinnuhúsnæði eða miðbæjarsvæði.

Þar sem þjónusta er sem samræmist því sem skipulag heimilar á svæðinu, þarf að hafa leiðbeinandi skilti til að segja hvar starfsemin er og hvar. Þessi skilti hafa verið gerð af Vegagerðinni sem leiðbeinandi skilti en merking á húsnæðið gert með látlausum hætti.

 

Afgreiðsla: Málið rætt. Heimilt er að vera með heimagistingu í íbúðahverfum. Leiðbeinandi skilti eru sett upp til að vísa til vegar. Einnig eru húsnæði með heimagistingu með látlausum skiltum sem segir frá heiti þeirra. Erindið um ljósaskilti og fánastöng á húsvegg, verður grenndarkynnt.

 
7. 1206009 - Framkvæmdir að Akurgerði þar sem ekki liggja fyrir gögn um breytingar á mannvirkjum

Tilkynning kom frá þjóðskrá um breytta skráningu á mannvirkjum að Akurgerði I. Ekki hefur verið sótt um breytingar og var núverandi eiganda sent bréf með ábendingum um að ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir breyttri notkun og einnig að viðgerðir á íbúðarhúsinu að Akurgerði I, hafi ekki verið tekið út, eftir jarðskjálftann 29. maí 2008.

Gefinn er frestur fyrir viðkomandi að gera grein fyrir framkvæmdum og einnig boðið upp á úttekt á breytingum að uppfylltum skilyrðum.

Afgreiðsla: Málið rætt.

 
8. 1205013 - Skráning á skipulagi og framkvæmdaleyfi í námukerfi Vegagerðarinnar

Vegagerðin óskar eftir upplýsingum um skráningu á skipulagi og framkvæmdaleyfi í námukerfi Vegagerðarinnar. Bréfið er frá 14. maí 2012.

Samkvæmt lögum verður öll efnistaka framkvæmdarleyfisskyld frá 1. júlí 2012, samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 44/1999 m.sbr. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um öflun upplýsinga.

Með erindinu er listi yfir námur sem Vegagerðin hefur verið að taka efni úr.

Afgreiðsla: Í aðalskipulagi Ölfuss eru námur skilgreindar. Vegagerðin gerði ekki athugasemdir við aðalskipulagið og verður Vegagerðinni svarað á þann veg sem aðalskipulagið hefur skilgreint námur í sveitarfélaginu.

 
9. 1204008 - Þingsálykturartillaga vegna stefnu um lagningu raflína í jörð

Fyrir liggur erindi frá iðnaðarráðuneytinu dagsett 23. mars 2012 um þingsályktunartillögu sem samþykkt var 1. febrúar 2012 á Alþingi. Þar er iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra falið að móta stefnu um lagningu raflína í jörðu og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni við ákvarðanir þar um. Nefndin skal skila tillögum til iðnaðarráðherra fyrir 20. september 2012.

Með bréfi þessu rá ráðuneytinu er að verið að hvetja alla sem hagsmuna eiga að gæta og aðra sem áhuga hafa, til að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð til nefndarinnar.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 18. maí 2012. Málið var í bæjarráði 18. apríl 2012 og sent nú til SBU.

Afgreiðsla: Fram kemur í aðalskipulagi Ölfuss, að nota skuli bestu tækni hverju sinni við lagningu raflína eða strengja. Taka þarf tillit til umhverfisspjalla á landi, hvort betra sé að vera með jarðstreng eða loftlínur. Í umhverfismati verði báðir kostir metnir og þá horft til umhverfissjónarmiða og hvort hafi meiri varanleg áhrif á landið.

 
10. 1206007 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir smáhýsi

Erindið er vegna Norðurbyggðar 24a, sem er parhús. Eigandi næstu lóðar er sveitarfélagið. Heimilt er samkvæmt byggingarreglugerð að staðsetja á lóð allt að 10 m2 hús  með að það sé meir en 3 m frá gluggum og hurðum eða timburhúsi. Einnig hefur verið að hús skuli ekki vera nær lóðarmörkum en 3 m nema með leyfi nágranna. Samkvæmt umsókn er húsið 1,5 m frá nágrannalóð og 2,1 m frá lóðarmörkum að götu.  Sótt er um leyfi nágranna fyrir þessum fjarlægðarmörkum.

Afgreiðsla: Málið rætt. Mælt með að veita heimild til að staðsetja húsið nær lóðarmörkum en 3 m að lóð sveitarfélagsins sem er Norðurbyggð 24 b og að götu.

 
11. 1203037 - Umsókn um lóð fyrir hesthús

Sótt er um lóð fyrir hesthús samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Hægt er að úthluta lóðinni en gera þarf breytingar á deiliskipulaginu.

Fyrir liggja tvær umsóknir frá Herði Jónssyni fyrir lóð við nýja götu nr. 2, tegund C og frá Arnari Jónssyni fyrir nr. 4 við sömu götu.

 

Afgreiðsla:Tekið er jákvætt í að úthluta þessum aðilum hesthúsalóðum, þannig að þeir geti hafið hönnunarvinnu, en gera þarf breytingar á deiliskipulaginu. Breytingar á deiliskipulaginu verði unnið með eigendum húsa á svæðinu við breytingar á deiliskipulaginu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma með umræðutillögu á fund sem boðaður verði með eigendum húsa við Faxabraut.

 

 
12. 1206013 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir Hafnarberg 23, leikskóla

Fyrir liggur aðalteikning, ekki fullgerð af viðbyggingu við leikskólann Bergheima. Sótt er um á grunni tillögunar að fá leyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum í samræmi við aftöðumynd.

Afgreiðsla: Aðalteikningar verða afgreiddar eftir umsögn eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits. Samþykkt að veita afmarkað byggingarleyfi til að byrja jarðvegsframkvæmdir fyrir mannvirki og bílastæðum.

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________    

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 TungumálGrunnskóli Þorlákshafnar

Útlit síðu: