Skipulags- byggingar og umhverfisnefnd

79. fundur skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar

haldinn  í ráðhúsi, 16. febrúar 2017 og hófst hann kl. 08:15.

 

 

Fundinn sátu:

Anna Björg Níelsdóttir formaður, Grétar Geir Halldórsson varaformaður, Ágúst Örn Grétarsson aðalmaður, Þór Emilsson aðalmaður, Hróðmar Bjarnason aðalmaður, Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Dagskrá:

 

1.   Sveitarfélagið Ölfus, Suðurlandsvegur - 1612010
Vegagerðin kynnir hönnun á veginum frá Kömbum að Biskupstungnabraut
 
Gestir
Guðmundur Valur Guðmundsson Vg. Svanur Bjarnason Vg - 00:00
Vegagerðin kynnir hönnun á veginum frá Kömbum að Biskupstungnabraut
 
2.   Deiliskipulag, Akurgerði frístundahús - 1702008
Deiliskipulag. Fyrirspurn um skipulag fyrir þrjú smáhýsi til útleigu á jörðinni
Deiliskipulag. Fyrirspurn um skipulag fyrir þrjú smáhýsi til útleigu á jörðinni. Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að vera með á landbúnaðarlandi sem er 10-25 ha þrjú íbúðarhús og þrjú frístundahús auk annarra bygginga m.a. til landbúnaðarnota í samræmi við nýtingarhlutfall, 0,05. Einnig segir í greinargerð með aðalskipulagi að stuðlað verði að betri þjónustu við ferðamenn til að fjölga atvinnutækifærum og renna styrkari stoðum undir byggðarlagið.
Afgreiðsla, heimilað að deiliskipuleggja jörðina með byggingarreitum fyrir gistihúsin.
 
3.   Krösus ehf fyrirspurn um akstursleiðir fyrir fjórhjól - 1702014
Hafnarskeið 65, fyrirspurn um akstursleiðir fyrir fjórhjól m.a.
Fyrirspurn um akstursleiðir fyrir fjórhjól. Keyrt um sandfjöruna austan við Þorlákshöfn innan jarðarinnar Þorlákshöfn. Einnig hvort heimilt væri að keyra upp kambinn og inn á slóða innan við hann og eftir honum til baka. Einnig hvort heimilt sé að keyra til vesturs frá Þorlákshöfn um Laxabraut og síðan reiðleiðina að Selvogi. Þaðan er hugsað að fara um Selvog og upp á gamla þjóðveginn og um Selvogsheiði til baka.
Afgreiðsla: Afþreyingarmögluleikar eins og að aka sandfjöruna og innan við kambinn er vísað til umhverfisstjóra að vinna með framkvæmdaaðilum sem óska þessa. Um akstur um Nesbraut og Laxabraut inn á reiðliðina út að Nesgirðingu, er vísað til umhverfisstjóra að vinna með þeim aðilum sem óska þessa. Um akstur innan jarða í Selvoginum þurfa þeir aðilar sem ætla sér að fara þar um að semja viðlandeigendur um það.
Umhverfisstjóri verður í sambandi við Landgræðsluna um þessi mál.
 
4.   Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði - 1506070
Hafnarstjórn hefur látið vinna tillögur að skipulagi fyrir lóðir á nyrsta hluta hafnarsvæðisins.
Hafnarstjórn hefur látið vinna tillögur að skipulagi fyrir lóðir á nyrsta hluta hafnarsvæðisins. Fyrir liggur deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið. Rétt er að taka það alveg upp, vinna nýtt og ógilda þá fyrra deiliskipulag.
Gögn um málið lögð fram.
 
5.   Umhverfismál: Lífrænn úrgangur til landgræðslu - 1702005
Í skýrslunni frá Landgræðslunni er fjallað um húsdýraáburð, kjötmjöl, moltu og seyru svo eitthvað sé nefnt. Þar er fjallað um seyru. Lengi vel var talið að seyra væri úrgangur sem þyrfti að farga og engin leið að nýta. Þetta er rangt, því seyru má hæglega nota til landgræðslu sé hún meðhöndluð rétt. Lífrænn úrgangur hefur verið notaður til uppgræðslu víða um land þar sem það hefur þótt henta m.t.t. kostnaðar og umhverfislegra þátta. En almennt má segja að lífrænn úrgangur hafi ekki verið notaður á markvissan hátt nema af bændum sem nota húsdýraáburð á tún og önnur ræktarlönd. Lífrænn úrgangur er ekki besti áburður sem völ er á hvað varðar styrk næringarefna eða kostnaðar við nýtingu, en er á margan hátt betri kostur en tilbúinn áburður og mikilvægur efniviður sem ætti að nýta miklu meira til uppgræðslu og landbóta en gert er.
 
6.   Starfsmannahús, Grænhóll - 1702021
Fyrir liggur deiliskipulag fyrir starfsmannahús á landi Strýtu við Grænhól.
Fyrir liggur deiliskipulag fyrir starfsmannahús á landi Strýtu við Grænhól. Fyrirhugað er að setja niður hús er nefnast Jöklahús/Landhús. Sigurður Jakobsson tæknifræðingur staðfærir húsið á lóðina og skilar inn sérteikningum.
Afgreisðal: Erindið samþykkt.
 
7.   Brunavarnir: Almennt efni. Gjaldtaka Brunavarna Áressýslu vegna öryggis- og lokaúttekta - 1702013
Brunavarnir Árnessýslu kynna fyrirhugaða gjaldtöku vegna öryggis- og lokaúttekta.
Brunavarnir Árnessýslu kynna fyrirhugaða gjaldtöku vegna öryggis- og lokaúttekta. Gjaldtakan er í samræmi við lög nr. 75/2000. Innheimt verður samkvæmt 8. gr. gjaldskrá BÁ og er inni í B-deild Stjórnartíðinda frá 27. janúar 2014. Óskað er eftir að byggingarfulltrúar sendi greiðslubeiðnina til þess sem óskar eftir öryggis- eða lokaúttekt og skal greiðslan að hafa farið fram áður en öryggis- eða lokaúttekt á að framkvæmast. Ef ekki hefur verið greitt verður ekki að öryggis- eða lokaúttekt. Lágmarksgjald fyrir hverja úttekt er 20.700,- miðað við febrúar 2017.
Afgreiðsla: Ekki er gerð athugasemd við þessa gjaldtöku sem er í samræmi við lög þar um og er innheimt í öðrum umdæmum brunavarna.
 
8.   Byggingarleyfi, viðbygging við starfsmannahús Laxabraut 7 - 1702019
Fyrirspurn er um viðbyggingu við starfsmannahús á lóðinni Laxabraut 7.
Fyrirspurn er um viðbyggingu við starfsmannahús á lóðinni Laxabraut 7. Starfsmannahúsið var byggt þegar fyrirtækið Feying var byggt. Þjónustugangur kom útúr þeirri byggingu út að fyrirhuguðum körum þar sem vinnsla fór fram á hálmi til feyingar.
Fyrirspurn er um að byggja svefnálmu upp við þjónustuganginn. Svefnálmann væri hugsuð eingöngu til að hýsa iðnaðarmenn sem koma tímabundið til að starfa á virkum dögum vegna starfsemi þess sem nú er í iðnaðarhúsinu og þá ekki nýtt um helgar.
Afgreiðsla: Ekki er heimilt að vera með gistirými á þessari lóð. Bent er á að í Þorlákshöfn eru til lóðir til að byggja á gistiheimili.
 
9.   Fyrirspurn um byggingar og notkun á húsnæði, Laxabraut 7 - 1702015
Fyrirspurn um byggingu geymsluhúsnæðis á lóðinni Laxabraut 7.
Fyrirspurn um byggingu geymsluhúsnæðis á lóðinni Laxabraut 7. Fyrirhugað er að byggja iðnaðarhúsnæði og þjónustubyggingu samtals um 2956 m2.
Byggt væri stakstætt geymsluhúsnæði í tveimur áföngum, stærð 24x60m í hvorum áfanga. Húsnæðið væri ekki upphitað heldur haldið frostfríu með lágmarksupphitun. Fyrirhugað að hafa steinsteypt milligólf í húsinu til að nýta mætti bæði efri og neðri hluta hússins til geymslu.
Afgreiðsla: Lóðinni var úthlutað sem verksmiðjuhús til að feyja hálm/hör. Um breytta notkun á húsnæði og starfsemi á lóð er óskað eftir að erindið verði kynnt frekar fyrir SBU, þar sem fyrirhugaðri starfsemi verði lýst frekar.
 
10.   Skipulag, staðsetja hús á landi Rein - 1702020
Fyrirspurn frá landeiganda að Rein, Árbæ, hvort heimilt sé að staðsetja hús á landinu.
Fyrirspurn frá landeiganda að Rein, Árbæ, hvort heimilt sé að staðsetja nýtt hús á landinu. Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að vera með á landbúnaðarlandi sem er 0,5-3 ha, íbúðarhús, gestahús og bílgeymslu í samræmi við nýtingarhlutfall 0,05.
Á lóðinni Rein, landnr. 171655 er íbúðarhús, 112,7 m2 og hesthús, 25 m2.
Á Rein lóð er einbýlishús, 60,4 m2 og íbúð/geymsla 160 m2.
Afgreiðsla: Heimilt er á land sem er 2 til 10 ha er að byggja eitt íbúðarhús og frístundahús. Ekki heimilt að byggja annað íbúðahús á landinu.
 
11.   Hafnarskeið 8 - 1701018
Fyrirspurn um nýtingu á Hafnarskeiði 8a og 8b, fyrir áframeldisstöð á laxi úr 80 gr. í 500 til 1000 gr.
Fyrirspurn um nýtingu á Hafnarskeiði 8a og 8b, fyrir áframeldisstöð á laxi.

Afgreiðsla: Tekið undir bókun hafnarstjórnar.

Umsögn hafnarstjórnar:
Eigendur fasteigna á Hafnarskeiði 8a og 8b í Þorlákshöfn hafa óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir áframeldisstöð fyrir laxaseiði.
Skipulags- og byggingarfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir erindið og forsendur þess. Hafnarstjórn fór yfir forsendur verkefnisins sem er mjög stórt.
Mjög ósennilegt er að fiskeldisverkefni af þessari stærðargráðu rúmist á hafnarsvæðinu vegna þess vatnsmagns og úrgangs sem frá stöðinni mun koma. Ríkar kröfur eru lagðar á hreinsun frárennsli. Frárennsliskerfi þar sérstaklega að útbúa og þarf að fara um langan veg. Sérstaklega skal bent á svæði vestur með bjargi sem þegar hefur verið skipulagt fyrir fiskeldisstarfsemi.
Samþykkt að fela hafnarstjóra í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna afstöðu hafnarstjórnar fyrir umsækjendum.
 
12.   Byggingarleyfi fyrir hús að Hellugljúfri 2 - 1702018
Hellugljúfur 2. Fyrirspurn er um að byggja eða flytja á lóðina hús.
Hellugljúfur 2. Fyrirspurn er um að byggja eða flytja á lóðina hús sem er 180 m2. Húsið væri listhús með þremur vinnustofum, kennslustofum og sýningarsal fyrir íslenskan listiðnað auk gistiaðstöðu í fjórum herbergjum. Í skilmálum um lóðina segir að byggja megi eitt íbúðarhús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu. Einnig er byggingarreitur sem heimilar byggingu á hesthúsi fyrir 6-8 hesta ásamt hlöðu. Einnig segir í skilmálum að byggja megi allt að 100 m2 gróðurhús á lóðunum. Byggingarreitur er tvískiptur og er íbúðarhúsið byggt innan efri byggingarreits og er um 259,9 m2 með bílgeymslu.
Afgreiðsla: Erindið samræmist ekki skipulagsskilmálum.
 
13.   Stofna lóð úr jörðinni Hvoll - 1702016
Fyrirspurn um stofnun lóðar að Hvoli.
Fyrirspurn um stofnun lóðar að Hvoli, 11.354 m2. Vitnað er í skilmála í aðalskipulagi að heimilt sé að setja niður á 0,5-3 ha land íbúðarhús, gestahús og bílgeymslu í samræmi við nýtingarhlutfalla 0,05. Svæðið er ekki deiliskipulagt.
Afgreiðsla: Samkvæmd aðalskipulagsskilmálum er lóðin of lítil fyrir þau mannvirki sem verða þá innan lóðarinnar. Vinna skal deiliskipulag fyrir svæðið.
 
14.   Byggingarleyfi, nýbygging Laugarbakkar - 1701005
Fyrir liggur aðalteikning af nýju íbúðarhúsi að Laugarbökkum 2.
Fyrir liggur aðalteikning af nýju íbúðarhúsi að Laugarbökkum 2. Eldra íbúðarhúsið skemmdist í jarðskjálftanum 2008 og var rifið. Óveruleg breyting var gerð á deiliskipulaginu þar sem byggingarreitur var stækkaður til norðvesturs.
Aðalteikning samþykkt að uppfylltum ákvæðum byggingarreglugerðar.
 
15.   Byggingarnefndarteikning, Sunnuhvoll - 1702017
Fyrir liggur aðalteikning af nýju íbúðarhúsi á lóð sem stofnuð er úr landi Sunnuhvols.
Fyrir liggur aðalteikning af nýju íbúðarhúsi á lóð sem stofnuð er úr landi Sunnuhvols. Aðalteikning samþykkt að uppfylltum ákvæðum byggingarreglugerðar.
Anna Björg vék af fundi.
Afgreiðsla: Erindið samþykkt.
 
16.   Lóðarstækkun Hafnarskeið 65 - 1611014
Aðal- og deiliskipulag fyrir breytta notkun á lóðinni Hafnarskeið 65.
Lóðin er í gildandi aðalskipulagi sem lóð á hafnarsvæðinu. Breytingin á aðalskipulaginu er að breyta notkun í þjónustulóð þannig að þar sé hægt að byggja hótelt og ferðaþjónustu. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið deiliskipulag fyrir lóðina. Samþykkt var að heimila stækkun á lóðinni til suðurs sem væri tímabundin stækkun ef hafnarsvæðið þarf á því landi að halda.
Auglýsingartíminn er til og með 16. febrúar 2016.
Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust á auglýsingartímanum.
 
17.   Deiliskipulag og Byggingarleyfi, Grásteinn I - 1610029
Deiliskipulag fyrir land Grásteins og skika úr landi Vorsabæjar hefur verið í auglýsingu. Auglýsingartíminn er til 16. febrúar 2017.
Engar athugasemdir komu á auglýsingartímanum.
 
18.   Framkvæmdaleyfi, Veitur endurnýjun á Þorlákshafnaræð - 1702024
Veitur sækja um framkvæmdaleyfi til að endurnýja lögnina frá vegamótum Eyrarbakkavegar og að Bakka. Lögnin fer í sama stæði og nú verandi lögn er í.
Samþykkt að veita framkvæmdaleyfið með skilyrðum um góða umgengni um landið og góðan frágang í lok verks. Efni sem á að farga verði fargað í viðurkenndum förgunarstað.
 
19.   Umsókn um lóð. - 1502046
Trésmiðja Heimis ehf sótti um lóðirnar Klængsbúð 18-20, 22-24, 26-28 og 30-32 þann 19. júní 2015.
Trésmiðja Heimis ehf sótti um lóðirnar Klængsbúð 18-20, 22-24, 26-28 og 30-32 þann 19. júní 2015. Lagðar voru inn teikningar af húsunum. Sótt var um leyfi til að vera með þrjár íbúðir innan byggingarreits hverrar lóðar.
Með bréfi dagsettu 16. janúar 2017 sækir fyrirtækið um framlengingu á að hefja framkvæmdir á lóðunum. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir í lok sumars 2017.
Afgreiðsla: Samþykkt að endurúthluta Trésmiðju Heimis ehf þessum lóðum, samkvæmt skilmálum þar um.
 
20.   Byggingarmál: Lóðir. Ísleifsbúð 2-4-6-8 - 1612028
Trésmíðar Sæmundar ehf sækir um lóðina Ísleifsbúð 2-8.
Trésmíðar Sæmundar ehf sækir um lóðina Ísleifsbúð 2-8. Reglur um úthlutun lóða voru samþykktar í bæjarstjórn 4. október 2012. Þar segir í 9. gr. að lóðarhafi skal hefja framkvæmdir innan 8 mánaða frá því lóðin er tilbúin til byggingarframkvæmda. Heimilt er að veita frest til 4 mánaða til viðbótar 8 mánuðunum til að hefja framkvæmdir. Í gjaldskrá um gatnagerðargjöld fyrir sveitarfélagið, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 28. maí 2004 og er nr. 503/2004, segir í 14. gr.: Heimild til afturköllunar byggingarleyfis er; er lóðarhafi greiðir ekki gatnagerðargjald á tilskildum tíma. Hafi teikningar ekki borist til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun lóðar. Byggingarfrestur er 12 mánuðir frá úthlutun lóðar.
 
21.   Byggingarmál: Lóðir. Ísleifsbúð 10-12-14 - 1612029
Trésmíðar Sæmundar ehf sækir um lóðina Ísleifsbúð 10-14.
Trésmíðar Sæmundar ehf sækir um lóðina Ísleifsbúð 10-14. Reglur um úthlutun lóða voru samþykktar í bæjarstjórn 4. október 2012. Þar segir í 9. gr. að lóðarhafi skal hefja framkvæmdir innan 8 mánaða frá því lóðin er tilbúin til byggingarframkvæmda. Heimilt er að veita frest til 4 mánaða til viðbótar 8 mánuðunum til að hefja framkvæmdir. Í gjaldskrá um gatnagerðargjöld fyrir sveitarfélagið, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 28. maí 2004 og er nr. 503/2004, segir í 14. gr.: Heimild til afturköllunar byggingarleyfis er; er lóðarhafi greiðir ekki gatnagerðargjald á tilskildum tíma. Hafi teikningar ekki borist til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun lóðar. Byggingarfrestur er 12 mánuðir frá úthlutun lóðar.
 
22.   Byggingarmál: Lóðir. Klængsbúð 17-19 - 1612030
Trésmíðar Sæmundar ehf sækir um lóðina Klængsbúð 17-19.
Trésmíðar Sæmundar ehf sækir um lóðina Klængsbúð 17-19. Hafi teikningar ekki borist til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun lóðar fellur úthlutunin úr gildi. Byggingarfrestur er 12 mánuðir frá úthlutun lóðar.
Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðunum samkvæmt skilmálum.
 
23.   Byggingarmál: Lóðir, Pálsbúð 13 - 1701003
BV Verk ehf sækir um lóðina Pálsbúð 13.
BV Verk ehf sækir um lóðina Pálsbúð 13. Hafi teikningar ekki borist til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun lóðar fellur úthlutun úr gildi. Byggingarfrestur er 12 mánuðir frá úthlutun lóðar.
 
24.   Byggingarmál: Lóðir, Pálsbúð 15 - 1701004
BV Verk ehf sækir um lóðina Pálsbúð 15.
BV Verk ehf sækir um lóðina Pálsbúð 15. Hafi teikningar ekki borist til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun lóðar fellur úthlutun úr gildi. Byggingarfrestur er 12 mánuðir frá úthlutun lóðar.
 
25.   Byggingarmál: Lóðir. Klængsbúð 1-3 - 1701002
Lóðarumsókn um Klængsbúð 1-3. Jit Khorchai sækir um lóðina.
Sótt um lóðina Klængsbúð 1-3
Afgreiðsla: Umsækjandi hefur ekki lagt inn fullnægjandi gögn og er því umsókninni hafnað.
 
26.   Skipulag stöðuleyfi - 1611016
Laxaflutningar ehf sækja um stöðuleyfi fyrir gám inn á skika lands úr jörðinni Þóroddsstaðir. Landnúmer er 222137. Gámurinn er hugsaður sem aðstöðuhús meðan verið er að heyja túnin. Hægt er að veita 12 mánaða stöðuleyfi og getur gámurinn þá staðið um 50 m frá þjóðvegi. Eigi að sækja um stöðuleyfi fyrir gáminn eftir 12 mánuði að nýju er það ekki hægt, en landeiganda bent á að deiliskipuleggja landið með byggingarreit fyrir hús/mannvirki.
Afgreiðsla: Samþykkt að veita stöðuleyfi til 12 mánaða og skal húsið standa minnst 50 m frá miðlínu þjóðvegar.
 

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20.

 

Anna Björg Níelsdóttir    Grétar Geir Halldórsson
 Ágúst Örn Grétarsson    Þór Emilsson
 Hróðmar Bjarnason    Sigurður Jónsson
 Gunnsteinn R. Ómarsson    

 TungumálGrunnskóli Þorlákshafnar

Útlit síðu: