Tilkynningar

2.2.2017

Auglýst er eftir starfsmanni í  50% vinnu við þrif 

og félagslega  heimaþjónustu.


Reynsla af starfi með öldruðum og/eða fötluðum er kostur, lipurð og góð færni
í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.  Starfsmaður starfar við þrif á Egilsbraut 9
og á heimilum aldraðra einstaklinga, öryrkja og/eða fatlaðra.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum FOSS.

Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2017, 
og þarf starfsmaður að geta hafið störf 1. mars 2017.

Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofum eða á www.olfus.is og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofur.

 

Allar nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Theódórsdóttir forstöðumaður þjónustuhúss aldraðra  
á Egilsbraut 9 Þorlákshöfn og í síma 483-3614.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu 
hefur verið tekin.


TungumálGrunnskóli Þorlákshafnar

Útlit síðu: