Viðburðir

12.09.2015, kl.15:00 Atburðir

Opnunarhátíð Grænkorta appsins

Opnunarhátíð Grænkorta appsins – Grænt kort IS - Suður, í Listasafni Árnesinga laugardaginn 12. september frá kl. 15:00-16:00.

 

Náttúran.is býður til mótttöku og opinberrar gangsetningar Græns Korts IS - Suður, nýs apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. 

Lífrænar veitingar og Wendy Brawer* stofnandi alheimsverkefnisins Green Map® System heldur fyrirlestur um grænkortagerð sem tæki til grænvæðingar heimsins.

Eitt mikilvægasta verkefni dagsins í dag hlítur að vera að undirbúa komu erlendra ferðamanna með það í huga að beina þeim inn á grænni brautir í heimsókn sinni og tryggja öryggi þeirra. 

Ágangur ferðamanna á viðkvæm svæði er nú þegar stórt vandamál sem að allir verða að taka á áður en að það verður óyfirstíganlegt.

Markmið með útgáfu Grænna korta hér á landi er að gera bæði erlenda ferðamenn og okkur íslendinga meðvitaðari um; viðkæmi ósnortins lands, umgengni og val á áfangastöðum og val á þjónustufyrirtækjum og vörurframboði í takt við náttúruna.

Græn kort / Green Maps http://greenmap.org/ hafa nú verið þróuð í yfir 900 borgum, bæjum og samfélögum í 65 löndum. 

 Náttúran.is hefur staðið að þróun Grænna korta hérlendis síðan árið 2008 en Grænt kort - Suður er fyrsta Grænkorta appið sem Náttúran.is þróar. 

Áður hefur Náttúran.is gefið Græn kort út í prent- og vefútgáfum (Grænt Reykjavíkurkort 2010 og 2011 og Grænt Íslands- og Reykjavíkurkort 2013, samtals í 60 þúsund eintökum), 

vefútgáfu 2008 og nýja vefútgáfu 2014 http://natturan.is/gm með 185 flokkum og yfir 3 þúsund skráðum stökum.

Græna kortið er á 5 tungumálum; íslensku, ensku, þýsku, frönsku og ítölsku.

Áður hefur Náttúran.is þróað umhverfisöppin HÚSIÐ og umhverfið http://natturan.is/samfelagid/efni/12769/ og Endurvinnslu-appið. http://natturan.is/samfelagid/efni/6471/

Náttúran.is fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands til þróunar Grænt kort IS - Suður appsins en Náttúran.is hefur starfað á Suðurlandi frá stofnun árið 2006, fyrst á Selfossi, síðan í Ölfusi við Hveragerði 

og nú er fyrirtækið nú starfrækt í Alviðru, umhverfisfræðslusetri í Ölfusi. Áður hefur Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og fjöldi fyrirtækja og stofanana styrkt útgáfur Grænu kortanna.

Stofnandi, framkvæmdastjóri og hönnuður Náttúran.is http://natturan.is/ er Guðrún Tryggvadóttir en tæknistjóri og forritari er Einar Bergmundur Arnbjörnsson. Dr. Anna Karlsdóttir mannvistarlandfræðingur og fv. lektor við HÍ, nú rannsóknarstjóri (Senior Research Fellow) hjá Nordregio hefur haft faglega aðkomu að þróun íslensku grænkortanna frá upphafi. Auk þess hefur fjöldi sjálfboðaliða, þýðenda, nema og sérfræðinga lagt hönd á plóg á hinum ýmsu stigum þróunarinnar enda byggist grænkortavinna fyrst og fremst á samvinnu.

Við hlökkum til að sjá ykkur á opnunarhátiðinni!
Guðrún Tryggvadóttir, Einar Bergmundur, Wendy og Anna Karlsdóttir.

*Meira um Wendy hér http://natturan.is/samfelagid/efni/13379

 

Viðburðurinn er á Facebook: https://www.facebook.com/events/1702423149977702/

Ef þú kemst ekki á laugardaginn þá flytur Wendy einnig fyrirlestur í Sesseljuhúsi að Sólheimum föstudaginn 11. september kl. 13:00.

 


TungumálSkrúðganga úr græna hverfinu á Hafnardögum

Útlit síðu: