Plastlaus september í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hefur ákveðið að taka þátt í plastlausum september.

Plastlaus september er árvekniátak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um það gífurlega magn af plasti sem er framleitt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.

Við hvetjum fólk til að taka þátt í Plastlausum september og vonum að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar. Við í grunnskólanum ætlum að einblína á að koma með sem minnst af plastumbúðum í skólann og velja frekar fjölnota umbúðir.

Einnig ætla nemendur að safna saman öllum plaströrum sem falla til í skólanum, ásamt plastskeiðum úr litlu skyrdollunum sameiginlegt verkefni verður síðan unnið í skólanum úr efniviðnum sem fellur til.