Fundarboð 283 fundur bæjarstjórnar haldinn 24. september 2020

Bæjarstjórn Ölfuss - 283 

FUNDARBOÐ

283. fundur bæjarstjórnar
verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, 24. september 2020 og hefst kl. 16:30.

 Dagskrá :

Almenn mál

1.

2004041 - Lántökur 2020

     

2.

1903025 - DSK Egilsbraut 9 - 9an

 

Fyrirliggjandi er að ganga frá deiliskipulagsbreytingu fyrir Egilsbraut 9 - 9una. Markmið skipulagsins er að fjölga íbúðum fyrir aldraða og móta ramma utan um stækkun dvalarheimilisins. Skipulagsstofnun hefur bent á að breyta þurfi aðalskipulagi vegna deiliskipulagsbreytingarinnar. Eins hefur Minjastofnun bent á að gera þurfi húsakönnun við deiliskipulagsvinnu í eldri hverfum. Einnig bendir stofnunin á að taka þurfi tillit til hugsanlegra fornleifa á deiliskipulagssvæðinu.

Hugsanlegar fornleifar eru nú sýndar á uppdrætti og húsum hefur verið hnikað lítillega til vegna þeirra.
Kafla 1.8 um minjar og húsaskráningu hefur verið bætt við skipulagsskilmála.
Í minnisblaði er fjallað um aðalskipulagið og það að tillagan sé í samræmi við aðalskipulag og tíunduð rök fyrir því að ekki þurfi að breyta því vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.
Afgreiðsla nefndar: Skipulagsnefnd telur að ekki þurfi að breyta gildandi aðalskipulagi þar sem ekki er um uppbyggingu umfram heimildir aðalskipulags að ræða. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

     

3.

2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga eftir umfjöllun í Skipulags- og umhverfisnefnd. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands kom með síðbúna athugasemd sem brugðist hefur verið við. Meðal annars voru útrásir sýndar og rotþrær og borholur sýndar skýrar en áður á uppdrætti. Eins var greinargerð bætt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin vísar því til bæjarstjórnar að tillaga fái meðferð í samræmi við 1. málsgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

     

4.

1911030 - DSK Gata í Selvogi

 

Skipulagsstofnun hefur fjallað um málið vegna fyrirhugaðrar auglýsingar í B-deild og gerði athugasemdir við það.

Því hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar:
-Smáhýsunum hefur verið fækkað.
-Sýnt verndarsvæði við nýja borholu.
-Gerð hefur verið grein fyrir stærð núverandi bygginga.
-Hæðarlínur sýndar á uppdrætti.
-Fjölda smáhýsa samræmdur, í greinargerð og á uppdrætti.
-Tekið fram í greinargerð hve stór jörðin er (30HA).
-Heimildum skv. aðalskipulag bætt í greinargerð.

     

5.

2009013 - Hrókabólsvegur 2 grenndarkynning

 

Guðrún Sigurðardóttir, arkitekt sækir um fyrir hönd eiganda um að grenndarkynna minniháttar breytingu á deiliskipulagi vegna Hrókabólsvegar 2, lnr. L226143. Um er að ræða aukningu á hámarks byggingarmagni úr 227 m2 í 299,2 m2 sem er um það bil 30% aukning. Þessu fylgja rök frá frá arkitektinum fyrir því að þetta verði leyft.
Hluti af rökunum byggðust á símtali við Unnstein Gíslason hjá Skipulagsstofnun. Í tölvupósti frá Unnsteini kemur skýrt fram að ekki sé hægt að grenndarkynna eins stóra breytingu og beðið er um.

Afgreiðsla nefndar : Samþykkt að grenndarkynna erindið ef arkitektinn minnkar húsið svo það sé minna en 272,4 m2. Grenndarkynningin verði í samræmi við 2. málsgrein 43.gr. og 1. málsgrein 44.gr. skipulagslaga nr 123/2010 msbr.

     

Fundargerðir til staðfestingar

6.

2009003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 16

 

Fundargerð 16.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 14.09.2020.

     

7.

2008008F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 11

 

Fundargerð 11.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.09.2020.

     

8.

2008009F - Bæjarráð Ölfuss - 334

 

Fundargerð 334.fundar bæjarráðs frá 03.09.2020.

     

9.

2009002F - Bæjarráð Ölfuss - 335

 

Fundargerð 335.fundar bæjarráðs frá 17.09.2020.

     

13.

2009001F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 10

 

Fundargerð 10.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 10.09.2020.

     

Fundargerðir til kynningar

10.

2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Fundargerð 42.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 04.09.2020 til kynningar. Einnig er óskað eftir framboðum til stjórnar samtakanna fyrir aðalfund samtakanna sem haldinn verður í október nk.

     

11.

1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.

 

Fundargerð 196.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 17.09.2020 til kynningar.

     

12.

1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.

 

Fundargerðir 44.og 45.fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 31.08.20 og 16.09.20 til kynningar. Taka þarf sérstaklega fyrir liði 2 og 5 a) í fundargerð 45.fundar.

     

14.

1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerð 886.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.08.2020 til kynningar.

     

15.

1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

Fundargerð 295.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 31.08.2020.

     

 22.09.2020

Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?