Fundarboð bæjarstjórnar, 285.fundur bæjarstjórnar mánudaginn 30.nóv.2020

Bæjarstjórn Ölfuss - 285

 

FUNDARBOÐ

285. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fjarfundi, 30. nóvember 2020 og hefst kl. 16:30.

Almenn mál

1.

2010010 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2021

 

Gjaldskrá Þorlákshafnar fyrir árið 2021.
Gjaldskrá Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2021.

     

2.

2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024.

 

Fyrri umræða.

     

3.

2011021 - Hlutdeildarlán-skipulagsmál í Ölfusi

 

Erindi frá Erni Karlssyni þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórn skoði hvort rétt sé að taka lítinn hluta annars áfanga
íbúðabyggðarinnar í Gljúfurárholti undir klasa húsa sem uppfylla skilyrðin um hin nýju hlutdeildarlán

     

4.

2011031 - Bolaölduvirkjun

     

5.

1911030 - DSK Gata í Selvogi

 

Deiliskipulag Götu í Selvogi kemur nú enn einu sinni fyrir bæjarstjórn. Skipulagsstofnun gerði fleiri athugasemdir eftir síðustu lagfæringar og vill nú að skipulagsmörk verði færð þannig að ný borhola sé innan skipulagssvæðisins, auk ýmissa smáleiðréttinga, eins og að samræma merkingar á mælikvarða og fleira sbr. uppdrátt í viðhengi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin vísar málinu til bæjarstjórnar og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málinu með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

     

6.

2009012 - ASK og DSK Vesturberg

 

Skipulagshöfundar hafa endurbætt skipulagslýsinguna eftir samráðsfund sem haldinn var nýlega. Nú hefur skipulagssvæðið verið stækkað til vesturs og norðurs og fært fjær jaðrinum.

Helstu breytingar eru: Búið er að skipta út öllum kortum og setja inn nýja afmörkun. Reiturinn er orðinn 11 ha. 70 metra belti lýst á þremur stöðum, í kafla um deiliskipulagið, gildandi aðalskipulag og staðarval. Eins hefur skipulagsnefnd fjallað um málið á tveimur fundum auk samráðsfundar og farið í gegnum textann.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að vinna tillöguna áfram á næstu dögum og tillagan verði í framhaldi lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund til samþykktar. Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 1. málsgrein 30. og 40. greinar skipulagslaga nr.123/2010 msbr.

     

7.

2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27

 

Skipulagsstofnun hafði deiliskipulagstillöguna til lokayfirferðar í haust og gerði nokkrar athugasemdir við hana og kom með ábendingar. Voru eftirfarandi breytingar gerðar:
-Skilmálar í kafla 3 gerðir skýrari hvað varaðar umfang og ásýnd mannvirkja.
-Sett heimild fyrir umfangi mannvirkja á einstökum reitum.
-Gerð grein fyrir þeim mannvirkjum sem þegar hafa risið á lóðinni og þeim breytingum sem á þeim eru heimilaðar.
-Nánari skilmálar settir um lóðafrágang eins og girðingar, stíga og mögulegar kvaðir vegna veitulagna. -Gerð grein fyrir útfærslu útrásar.
-Borholum fjölgað úr 11 í 30 á uppdrætti til samræmis við greinargerð.
-Gerð grein fyrir athugasemdum íbúa og annarra hagsmunaaðila sem engar voru.
-Upplýsingar um stöðu umhverfismats uppfært þar sem umsögn Skipulagsstofnunnar um umhverfismatið liggur nú fyrir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu um gildistöku skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

     

8.

1712001 - Deiliskipulag Fiskalón

 

Skipulagsstofnun gerði athugasemd við deiliskipulag Fiskalóns við Þorlákshafnarveg svo auglýsa þarf tillöguna aftur.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna aftur í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

     

Fundargerðir til staðfestingar

9.

2011003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 18

 

Fundargerð 18.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 16.11.2020.

     

10.

2010007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 13

 

Fundargerð 13.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.11.2020.

     

11.

2010006F - Bæjarráð Ölfuss - 338

 

Fundargerð 338.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 05.11.2020.

     

12.

2011001F - Bæjarráð Ölfuss - 339

 

Fundargerð 339.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 19.11.2020.

     

13.

2011004F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 41

 

Fundargerð fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 18.11.2020.

     

Fundargerðir til kynningar

14.

1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerð 890.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.10.2020 til kynningar.

     

15.

1812018 - Þorláksskógar.

 

Fundargerð 9.fundar verkefnistjórar Þorláksskóga frá 15.10.2020 og skýrsla um vinnu við Þorláksskóga til kynningar.

     

16.

1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.

 

Fundargerðir 563.fundar stjórnar SASS frá 28.10.2020 og 564.fundar frá 06.11.2020 til kynningar.

     

17.

1611032 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu

 

Fundargerð 6.fundar Almannavarnanefndar Árnessýslu frá 06.11.2020 til kynningar.

     

18.

2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar

 

Fundargerðir stýrihóps

     

Mál til kynningar

19.

2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 05.11.2020 til kynningar.

     

20.

2011032 - Hvatning til sveitarstjórnarfólks

   
     

 

27.11.2020

Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?