Ganga á vegum Ferðamálafélags Ölfuss. Hellisskógur.

Ferðamálafélag Ölfuss stendur fyrir göngu mánudaginn 16. apríl í Hellisskóga.

Margar gönguleiðir eru í Hellisskógi og kemur það mörgum á óvart hvað skógurinn er stór eða um 126 hektara. Er þetta góð fjölskyldugönguferð á 1-2 klst á jafnsléttu því lítil sem engin hækkun er á svæðinu. Inni í skóginum er hellir sem nefnist Stóri Hellir en er talið að hann hafi myndast í síðasta jökulskeiði. Sumir segja að Stóri Hellir búi yfir reimleika og er talið að ungur maður með bláann trefil haldi þar til eftir að hann sá um sína lífsleið til enda vegan ástarsorgar. Áður var hellirinn notaður fyrir sauðfé sem fjárhús. (south.is)

Göngustjóri er Unnur Erla Malmquist.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?