Garðgallerí á Hafnardögum

Laugardaginn 11. ágúst kl. 16:00 - 18:00 munu Ágústa Ragnars undir merki Argh! og Sirrý Stefáns verða með sitt árlega garðgallerí á Hafnardögum í Þorlákshöfn. Þar verður bæði til sýnis og sölu myndlist Ágústu og handverk frú Sigríðar.

Það verður huggulegt á pallinum að Reykjabraut 19: Sól og blíða sem og léttar veitingar í föstu og fljótandi formi. Allir velkomnir að kíkja í heimsókn og gott spjall. Hlökkum til að sjá sem flest ykkar.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?