Hamingjan við hafið, bæjarhátíð okkar í Ölfusi, er haldin í Þorlákshöfn dagana 6. – 11. ágúst. Hátíðin er fjölskyldu- og menningarhátíð og bjóðum við gesti velkomna í Hamingjuna til að taka þátt í gleðinni. Íbúar og fyrirtæki taka virkan þátt í hátíðinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Íbúar skreyta hús sín og garða í hverfislitum og er gaman að skoða fallega skreytt hús.
Sjáumst í HAMINGJUNNI og höfum gaman saman
Dagskráin verður aðgengileg á netinu. Sjá dagskrárdrög hér
Fylgist með á Facebook-síðunni Hamingjan við hafið og Instagram til að fá frekari upplýsingar.