Hreinsunardagur í Ölfusi

Þann 15. september 2018 mun heimurinn sameinast í stærsta hreinsunarátaki sem jörðin hefur orðið vitni að: World Cleanup Day. Ísland lætur sitt ekki eftir liggja og mun að sjálfsögðu taka þátt. Landvernd, Blái herinn, JCI, Plastlaus september, plokkarar og allir sem hafa áhuga á að búa í hreinum heimi, munu sameina krafta sína og hreinsa fjöll af rusli í tengslum við þennan alheimsvirðburð. 

Árið 2018 munu 150 lönd og yfir 20 milljónir jarðarbúa taka þátt í átakinu,  að sjálfsögðu ætla íbúar í Ölfusi líka að taka þátt og hreinsa strandlengjuna við Þorlákshöfn. Hér er linkur á viðburðinn á Facebook.

Mæting við Versali, ráðhúsi Ölfuss kl. 13:00 og þaðan verður farið saman niður í fjöru.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?