Hreyfivikan á Íslandi 25.-31.maí

Ungmennafélag Íslands stendur fyrir verkefninu "Hreyfivika" dagana 25. - 31. maí nk. og hvetur Sveitarfélagið Ölfus íbúa sína til þátttöku í verkefninu. 

Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur. Fjölmargar göngu- og hjólaleiðir eru í sveitarfélaginu og sundlaugin er að sjálfsögðu opin að venju.

Ferðafélag Árnesinga stendur fyrir reglulegum miðvikudagsgöngum og miðvikudaginn 27. maí er farið frá Fjölbrautaskóla Suðurlands kl. 19:30 að Ölfusborgum og gengið þar upp á Reykjafjall og niður Stórukonugil. Gangan tekur um 1 - 1,5 klst. og tekur aðeins á fótinn.  Nánar um viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/1614278135388446/

Ungmennafélag Íslands hefur útbúið sérstakt hreyfibingó og æfingahring sem hægt er að nálgast hér að neðan og prenta út:

Hreyfibingo-i-hreyfiviku-25-31.mai-2020

Hreysti-i-Hreyfiviku-UMFI-2020

Hreyfivikan notar myllumerkið #minhreyfing á samfélagsmiðlum 

 

 
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?