Íbúafundur - kynningar á skipulagi

KYNNINGARFUNDUR - ÍBÚAFUNDUR

KYNNINGAR Á SKIPULAGI:

  1. Breytingartillaga á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið. Nýtt svæði kemur inn í deiliskipulag hafnarinnar, lóðir upp af svæðinu sem smábátahöfnin er núna. Til suðurs nær svæðið að útsýnisstaðnum. Einnig kynnt breyting á landnotkun þannig að ferðaþjónusta rúmist innan skipulagssvæðisins.
  2. Skipulag fyrir móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka. Móttökustaðurinn við Hafnarskeið verður lagður af. Um er að ræða móttöku- og flokkunarstað en ekki uppsöfnun á úrgangi. Einnig kynnt samþykkt bæjarstjórnar að koma með þriðju tunnuna við hvert heimili fyrir plast. Stefnt er að meiri flokkun á úrgangi frá heimilum sem kynnt verður á fundinum.
    Skýringarmynd móttöku- og flokkunarstöð
  3. Rammaskipulag fyrir íbúðasvæði, verslun, þjónustu og iðnað sem afmarkast af innkeyrslunni að bænum til vesturs, veginum að höfninni til norðurs, Vesturbakka til austurs og Egilsbraut til suðurs. Gamli bærinn er tekinn með þar sem ekki er til skipulag fyrir hann.
  4. Skipulag fyrir íbúðabyggð norðan við Norðurbyggð og Básahraun. Í aðalskipulagi er þetta svæði merkt sem Í6. Þetta skipulag hefur áður verið kynnt en nú er fyrirhugað að hefja þar framkvæmdir.
  5. Kynning á óverulegri breytingu á skipulagi í Búðahverfi. Heimilt verður að fjölga íbúðum á lóðum par- og raðhúsa. Byggingar skulu vera innan byggingarreits og innan nýtingarhlutfalls fyrir lóðirnar.
  6. Samþykkt hefur verið að bæta við byggingum fyrir 60 ára og eldri, hliðstætt því sem er við Mána- og Sunnubraut. Aðkoman að nýja svæðinu verður um Sunnubraut og koma húsin á skipulagt svæði, sem verður auglýst síðar, vestan við Sunnubraut, inn á svæði sem merkt er í aðalskipulagi Í8.

 

Fundurinn verður haldinn í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, mánudaginn 22. maí 2017, kl. 20:00.

Íbúar Sveitarfélagsins Ölfuss sem og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn og taka þátt í umræðu um skipulagsáherslur í sveitarfélaginu.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?