Íbúafundur um Þorláksskóga

Landgræðslu- og skógræktarverkefni á Hafnarsandi

Íbúafundur í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn, mánudaginn 16. apríl kl. 17:00 - 18:30. 

Verkefnið Þorláksskógar byggist á samningi milli Sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar sem undirritaður var þann 26. október 2016. Fyrirhugað skógræktarsvæði er um 4.620 ha svæði á Hafnarsandi við þéttbýlið Þorlákshöfn. Megin markmið verkefnisins er að græða upp land og rækta skóga til að verjast náttúruvá, vernda byggð og auka nýtingarmöguleika svæðisins, s.s. til útivistar. Einnig að vinna að stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið, endurheimt vistkerfa til að auka líffræðilega fjölbreytni, og framkvæmd laga um skógrækt og laga um landgræðslu, styðja við atvinnuþróun og eflingu byggðar á svæðinu.

Kynning á verkefninu sem Sveitarfélagið Ölfus, Skógræktin og Landgræðsla ríkisins standa að.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?