Kiwanismenn bjóða íbúum Ölfuss að velja sitt eigið jólatré

Kiwanismenn ætla, ásamt Hrönn og Hirti á Læk, að bjóða fjölskyldum að koma og velja sér tré úr skógræktinni þeirra en hún er staðsett við gatnamótin hjá Þrengslum til Hveragerðis og verður vel merkt. 
Mæting kl. 13:30 laugardaginn 8. desember ef veður leyfir, annars á sama tíma sunnudaginn 9. desember. Áætlaður tími er 2-3 klst.
Þegar allir hafa valið sér fallegt tré verður boðið upp á kaffi, heitt kakó og bakkelsi. Hver veit nema við hittum jólasveinana úr Geitafelli á leið sinni til byggða. Þeir verða eflaust tilbúnir að hjálpa fólki að velja fallegt tré. 
Athugið að eingöngu er um furu að velja. Grenitré verða svo seld í Kiwanishúsinu á opnunartíma jólatráasölunnar.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?