Lautarferð og leikir í Skrúðgarðinum

Laugardaginn 11. ágúst ætlum við að hittast í fallega Skrúðgarðinum okkar í lautarferð og fara svo jafnvel í einhverja skemmtilega leiki. 
Okkur langar að bjóða áhugasömum að slást í hópinn og eiga saman góðan dag í skrúðgarðinum.

Í lautarferð kemur hver og einn auðvitað með það sem honum/henni hentar en gott er að taka með nesti, teppi, drykki og annað sem þið kynnuð að vilja hafa meðferðis. 

Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir og Ása Berglind Hjálmarsdóttir standa fyrir þessum viðburði.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?