Listasafn Árnesinga 55 ára

55 ÁRA AFMÆLI

Föstudaginn 19. október eru 55 ár liðin frá því að Bjarnveig Bjarnadóttir og synir færðu Árnesingum stóra gjöf, 41 málverk eftir 17 listamenn, sem allir voru meðal helstu listamanna landsins á þessum tíma. Þessi gjöf lagði grunninn að Listasafni Árnesinga ásamt gjöf Halldórs Einarssonar á eigin verkum nokkrum árum síðar. Gjöf Bjarnveigar var til að byrja með komið fyrir í eldra safnahúsinu að Tryggvagötu 23 á Selfossi og var þar með fyrsta listasafn sem opið var almenningi utan höfuðborgarinnar. Bjarnveig hélt áfram að gefa listaverk til safnins allt til ársins 1986, alls 75 verk bæði málverk og skúlptúra.

Við þessi tímamót, 55 ára afmæli safnins, býður Listasafn Árnesinga öllum gestum 19. október upp á kaffi og konfekt.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?