Hver svífur þarna suður Tjarnarbakka: Léttleikandi vortónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar

Lúðrasveit Þorlákshafnar mun halda tónleika á sumardaginn fyrsta í Þorlákskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er aðgangur 2.500 kr.

Að þessu sinni mun lúðrasveitin einbeita sér að íslenskum dægurlagaperlum en það má segja að snertiflöturinn spanni sl. 70 ára og þar kemur við sögu rómantík, rokk, pönk, popp, jazz og sitthvað fleira! Sveitin lofar að hrista upp í og hreyfa við minningabanka tónleikagesta og hleypa þeim hamingjusömum út í sumarkvöldið. 

Þrír söngvarar, sem jafnfram eru meðlimir lúðrasveitarinnar, munu ljá nokkrum laganna rödd sína. Þetta eru Aðalbjörg Halldórsdóttir, Anna Margrét Káradóttir og Jón Óskar Guðlaugsson.

Þetta er fyrirtaks byrjun á hinu íslenska sumri -ja, alla vegana vísir að vorkomu! 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?