Unglingalandsmót UMFÍ

HVAÐ?

Unglingalandsmót UMFÍ hafa farið fram reglulega frá árinu 1992 og árlega frá árinu 2002. Mótið hefur ætið farið fram um verslunarmannahelgina. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma börn og ungmenna ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

FYRIR HVERJA?

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

HVENÆR?

Unglingalandsmót UMFÍ 2018 fer fram dagana 2. - 5. ágúst í Þorlákshöfn. Skráningargjald er 7.000kr. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag.

Dagskrá mótsins má finna hér

Fleiri upplýsingar er hægt að finna á vef unglingalandsmótsins

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?