Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 16

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
08.03.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Michal Rybinski varaformaður,
Hansína Björgvinsdóttir aðalmaður,
Ólafur Hannesson aðalmaður,
Svanlaug Ósk Ágústsdóttir aðalmaður,
Helena Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Hrönn Guðfinnsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Louisa Christina á Kósini áheyrnarfulltrúi,
Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri.
Fundargerð ritaði: Ágústa Ragnarsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1701010 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrslur skólastjóra 2017.
1. Námskeiðsáætlun Skólaþjónustu Árnesþings er fjölbreytt. Starfsfólk GÞ getur skráð sig á námskeið og fundi í samráði við skólastjórnendur. T.d. fóru fjölmargir kennarar á Mentornámskeið fyrir skemmstu.

2. 18. janúar var starfsdagur og undirbúningur fyrir foreldradag sem var 19. janúar. Annaskil voru í framhaldi.

3. 23. janúar komu kennarar og nemendur úr Tækniskólanum í Reykjavík í heimsókn í 9. og 10. bekk.

4. Hljóðfærakynningar frá Tónlistaskóla Árnesinga fyrir 2. bekk verða fjórar fram á vorið. Kennarar úr Tónlistarskólanum koma og kynna hin ýmsu hljóðfæri.

5. Í lok janúar fengu allir foreldrar bréf varðandi lestranámskeið sem hófust í öllum bekkjum. Þeir nemendur sem komu undir viðmiðum í Lesferli frá Menntamálastofnun í janúar sl. fara á sérstök námskeið en í einstaka bekkjum ætla kennarar að bjóða öllum nemendum að taka þátt í skólahluta námskeiðsins.

6. Skóladagatal skólaársins 2016 - 2017 fór í fyrstu umræðu í lok janúar.

7. 3. febrúar fóru skólastjórnendur á fjölmennan fræðslu- og félagsfund Skólastjórafélags Suðurlands á Stokkseyri.

8. 6. febrúar komu náms- og starfsráðgjafi og kennslustjóri úr Fjölbrautaskóla Suðurlands í heimsókn til nemenda í 10. bekk og kynntu fyrir þeim nám í FSu.

9. 10. febrúar fóru kennarar sem kenna íslensku, ensku og stærðfræði í 9. og 10. bekk á kynningarfund í Sunnulækjarskóla á Selfossi vegna samræmdra prófa í þessum bekkjum.

10. Hafin er endurskoðun á skólareglum meðal starfsfólks skólans. Niðurstöður þeirrar vinnu verða bornar undir skólasamfélagið. Stefnt er á að ljúka vinnunni í vor.

111 17. febrúar fóru skólastjórnendur á samráðsfund skólastjórnenda í Árnesþingi sem haldinn var í Hveragerði.

12. Starfsmannasamtöl eru í gangi þessar vikurnar og stefnt á að þeim sé lokið fyrir miðjan mars.

13. Starfsmannakönnun Skólapúlsins verður send út í marsmánuði en könnunin, sem er rafræn, tekur púlsinn á ýmsu vinnustaðatengdu.

14. 23. febrúar var stærðfræðidagur á yngsta stigi. Verkefni voru unnin í hópum og stöðvum þvert á stigið. Þann dag komu einnig í heimsókn þau Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir og sungu fyrir nemendur í salnum.

15. Ný heimasíða skólans fór í loftið í febrúar.

16. Á bolludaginn var haldin undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Þrír nemendur voru valdir til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar og einn varamaður.

17. 28. febrúar stóð nemendaráð fyrir skíðaferð hjá nemendum í 8.-10. bekk.

18. 1. mars var öskudagur haldinn hátíðlegur með skrúðgöngu, trommuslætti og dansi. Nemendur í 7. -10. bekk fóru í íþróttahúsið í bubblubolta undir stjórn nemendaráðs.

19. 3. mars kom Ólöf A. Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Vestmannaeyjum í heimsókn til að kynna sér skólastarf GÞ.

20. Samræmd könnunarpróf í 9. og 10. bekk eru 7.-10. mars. Prófin eru rafræn og tekin í tölvuverinu

2. 1703012 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Farsímanotkun nemenda á unglingastigi.
Farsímanotkun nemenda á skólatíma rædd en miklar umræður hafa verið milli kennara um símanotkun nemenda og hafa kennarar á unglingastigi GÞ fundað vegna þessa þar sem ákveðið var að takmarka aðgengi nemenda að símum sínum í kennslustundum. Umræðan við unglingana um að taka símana og setja í læstan skáp á skólatíma er að fara í gang. Framkvæmdin þarf góðan undirbúning og kynningu meðal nemenda, starfsfólks og foreldra. Fræðslunefnd tekur undir að ná þurfi utan um símanotkun nemenda á skólatíma.
3. 1701008 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrslur skólastjóra 2017.
1. 17. janúar var foreldraviðtalsdagur.

2. 18. janúar var starfsdagur og fóru allir kennarar á námskeið. Deildarstjórar fóru til Reykjavíkur á námskeiðið Vinátta en það er forvarnarverkefni gegn einelti. Námskeiðinu fylgir ákveðinn búnaður sem Kvenfélag Þorlákshafnar styrkti leikskólann um og er kvenfélaginu færðar bestu þakkir fyrir það.

3. Á bóndadaginn var að venju góð mæting á þorrablótið sem feðrum, öfum og staðgenglum er boðið á. Allur hefðbundinn þorramatur var í boði.

4. 26. janúar fóru leikskólastjórnendur á samráðsfund skólastjórnenda sem haldinn var á Flúðum.

5. Tannverndarvika var í fyrstu viku febrúar en þetta er verkefni á vegum Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Þemað var „Þitt er valið“ og vísað í holla drykki. Petra Vilhjálmsdóttir tannlæknir í Þorlákshöfn mun fylgja þessu verkefni eftir í sinni árlegu heimsókn um miðjan mars.

6. 6. febrúar var Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli ? landssamtök foreldra. Í Bergheimum var haldið upp á daginn með því að hittast í sal og fá sér pönnukökur saman. Nemendur voru einnig með sýningu á verkum sínum í íþróttamiðstöðinni versluninni Kjarval og í anddyrinu hjá Apótekinu í tilefni dagsins.

7. Í tilefni konudagsins var mæðrum, ömmum og staðgenglum boðið í vöfflukaffi þann 17. febrúar. Var mæting afar góð.

8. Þjóðlegu dagarnir bolludagur, sprengidagur og öskudagur voru haldnir hátíðlegir. Á bolludaginn gæddu nemendur og starfsfólk sér á rjómabollum og kjötbollum og á sprengidaginn borðaði fólk á sig gat af saltkjöti og baunum. Á öskudaginn mættu allir í búningum og haldið var ball í sal leikskólans.

9. Starfsmannakönnun Skólapúlsins var send út í febrúar en könnunin, sem er rafræn, tekur púlsinn á ýmsu vinnustaðatengdu. Niðurstöður eru ekki komnar. Í mars verður foreldrarkönnun, einnig á vegum Skólapúlsins, send út. Hentugt þykir að taka þessar kannanir samhliða til að sjá hvort það séu sömu þættir sem starfsfólk leikskólans og foreldrar vilja leggja áherslu á.

10. 17. febrúar ? 17. mars verður leikskólakennaranemi frá HÍ nemi hjá deildarstjóra Goðheima. Mun neminn vinna ýmis verkefni tengd náminu en Bergheimar eru heimaskóli viðkomandi í náminu.
11. 22. febrúar fóru skólastjórar á samráðsfund skólastjórnenda sem haldinn var í Hveragerði.

12. 3. mars kom Sævar Helgi Bragason (Stjörnu-Sævar) og kenndi tveimur kennurum á stjörnukíkinn sem foreldrafélagið gaf í vor.

13. Tannverndarvika var í fyrstu viku febrúar en þetta er verkefni á vegum Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Þemað var „Þitt er valið“ og vísað í holla drykki. Petra Vilhjálmsdóttir tannlæknir í Þorlákshöfn mun fylgja þessu verkefni eftir í sinni árlegu heimsókn um miðjan mars.

14. 6. febrúar var Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli ? landssamtök foreldra. Í Bergheimum var haldið upp á daginn með því að hittast í sal og fá sér pönnukökur saman. Nemendur voru einnig með sýningu á verkum sínum í íþróttamiðstöðinni versluninni Kjarval og í anddyrinu hjá Apótekinu í tilefni dagsins.

15. Í tilefni konudagsins var mæðrum, ömmum og staðgenglum boðið í vöfflukaffi þann 17. febrúar. Var mæting afar góð.

16. Þjóðlegu dagarnir bolludagur, sprengidagur og öskudagur voru haldnir hátíðlegir. Á bolludaginn gæddu nemendur og starfsfólk sér á rjómabollum og kjötbollum og á sprengidaginn borðaði fólk á sig gat af saltkjöti og baunum. Á öskudaginn mættu allir í búningum og haldið var ball í sal leikskólans.

17. Starfsmannakönnun Skólapúlsins var send út í febrúar en könnunin, sem er rafræn, tekur púlsinn á ýmsu vinnustaðatengdu. Niðurstöður eru ekki komnar. Í mars verður foreldrarkönnun, einnig á vegum Skólapúlsins, send út. Hentugt þykir að taka þessar kannanir samhliða til að sjá hvort það séu sömu þættir sem starfsfólk leikskólans og foreldrar vilja leggja áherslu á.

18. 17. febrúar ? 17. mars verður leikskólakennaranemi frá HÍ nemi hjá deildarstjóra Goðheima. Mun neminn vinna ýmis verkefni tengd náminu en Bergheimar eru heimaskóli viðkomandi í náminu.
19. 22. febrúar fóru skólastjórar á samráðsfund skólastjórnenda sem haldinn var í Hveragerði.

20. 3. mars kom Sævar Helgi Bragason (Stjörnu-Sævar) og kenndi tveimur kennurum á stjörnukíkinn sem foreldrafélagið gaf í vor.

21. Tannverndarvika var í fyrstu viku febrúar en þetta er verkefni á vegum Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Þemað var „Þitt er valið“ og vísað í holla drykki. Petra Vilhjálmsdóttir tannlæknir í Þorlákshöfn mun fylgja þessu verkefni eftir í sinni árlegu heimsókn um miðjan mars.

22. 6. febrúar var Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli ? landssamtök foreldra. Í Bergheimum var haldið upp á daginn með því að hittast í sal og fá sér pönnukökur saman. Nemendur voru einnig með sýningu á verkum sínum í íþróttamiðstöðinni versluninni Kjarval og í anddyrinu hjá Apótekinu í tilefni dagsins.

23. Í tilefni konudagsins var mæðrum, ömmum og staðgenglum boðið í vöfflukaffi þann 17. febrúar. Var mæting afar góð.

24. Þjóðlegu dagarnir bolludagur, sprengidagur og öskudagur voru haldnir hátíðlegir. Á bolludaginn gæddu nemendur og starfsfólk sér á rjómabollum og kjötbollum og á sprengidaginn borðaði fólk á sig gat af saltkjöti og baunum. Á öskudaginn mættu allir í búningum og haldið var ball í sal leikskólans.

25. Starfsmannakönnun Skólapúlsins var send út í febrúar en könnunin, sem er rafræn, tekur púlsinn á ýmsu vinnustaðatengdu. Niðurstöður eru ekki komnar. Í mars verður foreldrarkönnun, einnig á vegum Skólapúlsins, send út. Hentugt þykir að taka þessar kannanir samhliða til að sjá hvort það séu sömu þættir sem starfsfólk leikskólans og foreldrar vilja leggja áherslu á.

26. 17. febrúar ? 17. mars verður leikskólakennaranemi frá HÍ nemi hjá deildarstjóra Goðheima. Mun neminn vinna ýmis verkefni tengd náminu en Bergheimar eru heimaskóli viðkomandi í náminu.

27. 22. febrúar fóru skólastjórar á samráðsfund skólastjórnenda sem haldinn var í Hveragerði.

28. 3. mars kom Sævar Helgi Bragason (Stjörnu-Sævar) og kenndi tveimur kennurum á stjörnukíkinn sem foreldrafélagið gaf í vor.

4. 1701009 - Leikskólinn Bergheimar: Starfsmannahald 2017.
Dagný Erlendsdóttir er nýr leikskólastjóri Bergheima frá 1.mars en hún var áður aðstoðarleikskólastjóri skólans. Elsa Þorgilsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri og Ingibjörg Aðalsteinsdóttir er nýr deildarstjóri á Tröllaheimum.

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn í 100% starf og tveir starfsmenn hafa verið ráðnir tímabundið í 50% starf vegna forfalla starfsfólks.
5. 1703013 - Leikskólinn Bergheimar: Fyrirkomulag sumarleyfa.
Lagt fram erindi frá fulltrúa D-lista í fræðslunefnd varðandi fyrirkomulag sumarleyfa á leikskólanum. Fræðslunefnd leggur til að málið verði tekið upp í bæjarstjórn og unnnið þar í samráði við leiksskólastjórnendur.
6. 1703014 - Leikskólinn Bergheimar: Ársskýrsla 2016.
Ársskýrsla fyrir starfsárið 2016 lögð fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd samþykkti samhljóða ársskýrslu Leikskólans Bergheima fyrir starfsárið 2016.
7. 1703015 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Starfsáætlun 2016-2017,
Starfsáætlun Grunnskólans í Þorlákshöfn 2016-2017 lögð fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd samþykkti samhljóða starfsáætlun Grunnskólans í Þorlákshöfn.
8. 1703016 - Grunnsskólinn i Þorlákshöfn: Skóladagatal 2017-2018.
Skóladagatal Grunnskólans í Þorlákshöfn fyrir skólaárið 2017-2018 lagt fram til kynningar.

Almenn mál - umsagnir og vísanir
9. 1702039 - Fræðslumál: Hvatning til sveitarfélaga og skóla, íslandsmót iðn- og verkgreina 201
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?