Til bakaPrenta
Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd - 80

Haldinn í ráðhúsi,
14.03.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Anna Björg Níelsdóttir formaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Hróðmar Bjarnason aðalmaður,
Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1703024 - Uppgræðslusjóður Ölfuss: Umsóknir 2017.
Uppgræðslusjóðir, umsóknir
1. Landgræðsla ríkisins. Landbætur vestan gamla vegar. Binda sand með að markmiði að draga úr lausum sandi á yfirborði og að undirbúa svæðið undir gróðursetningu trjáplanta.

Afgreiðsla: Veitt 358.000,-

2. Landgræðsla ríkisins. Uppgræðsla á milli Hengils og Lyklafells. Markmið að stöðva hraðfara jarðvegseyðingu og endurheimta fyrri landgæði vestan við hengil.

Afgreiðsla: Veitt 735.000,-

3. Landgræðsla ríkisins. Uppgræðsla við og í nágrenni við Kambinn í Þorlákshöfn. Markmið að styrkja gróðurlendi frá Kambinum í áttina að þjóðvegi.

Afgreiðsla: Veitt 735.000,-

4. Landgræðsla ríkisins. Gróðurstyrking með áburði, undirbúningur fyrir gróðursetningu trjáplanta. Styrkja gróður á svæðinu og minnka um leið lausan sand á yfirborði.
Ráðgert að bera á um 30 ha svæði.

Afgreiðsla: Veitt 358.000,-

5. Golfklúbbur Þorlákshafnar. Bera áburð á og við Kambinn og eins meðfram golfvelli. Uppblástur er við Kambinn. Með áburði er verið að styrkja gróður.

Afgreiðsla: Veitt 358.000,-

6. Sveitarfélagið Ölfus. Áburðargjöf á lítið gróið land kringum Þorlákshöfn til að styrkja gróður.

Afgreiðsla: Veitt 300.000,-

7. Kristján Andrésson. Uppgræðsla í Torfabæ og Þorkelsgerði II. Uppgræðsla á söndum í landi Þorkelsgerði II og Torfabær.

Afgreiðsla: Ekki veitt í ár.

8. Perluhestar. Áburður á 15 ha svæði sem Perluhestar fengu til uppgræðslu vorið 2016 til að styrkja og nota sem beitarsvæði.

Afgreiðsla: Ekki veitt í ár.

9. Aðalsteinn Sigurgeirsson. Stöðva sandfok með skógrækt á Hafnarsandi með áburðargjöf og trjágróðri.

Afgreiðsla: Veitt 200.000,-

10. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Undirbúningur á landi, Þorlákshafnarsandi, fyrir gróðursetningu með að styrkja gróður með áburði og sáningu.

Afgreiðsla: Veitt 220.000,-

11. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Gróðursetning og áburðargjöf í skógarreiti. Svæðið er um 69 ha á Þorlákshafnarsandi.

Afgreiðsla: Veitt 498.000,-

Í Uppgræðslusjóði er 3.580.000,-.

Alls er sótt um í uppgræðslu sjóð 6.060.000,-.
2. 1703026 - Hundasleppisvæði
Hundasleppisvæði, norðan við byggðina.
Samkvæmt afgreiðslu SBU þann 20.04.2016 var samþykkt að fela umhverfistjóra að vinna tillögu að hundasleppisvæðið. Fyrir liggur tillaga af svæðinu sem Efla hefur mælt og hnitasett á kort. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar á framkvæmdinni.
Svæðið er hugsað sunnan megin við veginn að golfvellinum. Svæðið er 1,71 ha að stærð. Það er girt af allann hringinn með gönguhliði. Við svæðið verður ca 90 m2 bílastæði. Settir verða upp bekkir og ruslatunnur á svæðinu. Ekki er áætlað að fara í stígagerð á svæðinu.
Hundasleppisvæðið er víkjandi fyrir skipulagi á hafnarsvæðinu og mun færast á annan stað þegar að því kemur.
3. 1510019 - Skipulagsmál: Skipulag á landi við Skíðaskálann í Hveradölum.
Aðal- og deiliskipulag fyrir svæðið við Skíðaskálann í Hveradölum
Aðal- og deiliskipulagið hefur verið auglýst til 9. mars s.l. Komið hafa inn athugasemdir sem unnið er með og verður fundað með Skipulagsstofnun um innkomnar athugasemdir.
Aðal- og deiliskipulagið er í samræmi við stefnu í Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Breytingin á aðalskipulaginu er að þjónustusvæðið stækkar og verður alls um 46 ha. Deiliskipulagið sýnir uppbyggingu innan svæðisins sem að öllu er í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar um uppbyggingu á ferðaþjónustu á þessu svæði.
4. 1609022 - Skipulagsmál: Aðal- og deiliskipulag Raufarhólshelli.
Raufarhólshellir, skipulagsmál eftir auglýsingu
Aðal- og deiliskipulagið hefur verið auglýst til 9. mars s.l. Þegar skipulagslýsing var í kynningu kom inn athugasemd frá heilbrigðiseftirlitinu við aðalskipulagstillöguna.

Aðalskipulagsbreytingin samþykkt til afgreiðslu af Skipulagsstofnun í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulagi afgreitt á grunni aðalskipulagsbreytingarinnar. Deiliskipulagið verður áritað og sett í B-deild Stjórnartíðinda eftir afgreiðslu á aðalskipulagsbreytingunni.
5. 1612008 - Deiliskipulag: Lóð fyrir Lýsi hf.
Skipulagsmál, iðnaðarsvæði vestan við bæinn
Auglýsingartími á deiliskipulaginu var til 9. mars s.l. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipualgsbreytingu sem gerð var fyrir iðnaðarsvæðið vestan við Þorlákshöfn. Ekki komu inn athugasemdir á auglýsingartímanum.
Deiliskipulagið afgreitt og sendist Skipulagsstofnun með ósk um heimild til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
6. 1612011 - Deiliskipulag: Vötn.
Deiliskipulag fyrir skika úr landi Vatna.
Deiliskipulagstillanga var auglýst til 9. mars s.l. er sýnir skika úr landi Vatna um 2.2 ha lands. Engar athugsemdir komu inn á auglýsingartímanum. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag sem heimilar að vera með byggingarreit á landi sem er frá 2-10 ha fyrir eitt íbúðarhús, eitt frístundahús auk annarra bygginga til m.a. landbúnaðarnota upp að nýtingarhlutfall 0,05.
Deiliskipulagið afgreitt til Skipulagsstofnunar með ósk um heimild til að auglýsa það í B-deild Stjórnartíðinda.
7. 1702008 - Deiliskipulag: Akurgerði frístundahús
Tillaga að deiliskipulagi, Akurgerði
Deiliskipulag fyrir Akurgerði. Óskað er eftir heimild til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi er sýnir byggingarreit fyrir þrjú smáhýsi, allt að 30 m2 að stærð hvert hús, vestan við bæjarhlaðið. Fyrirhugað er að húsin verði fyrir gistingu. Þessi viðbót til að styrkja við ferðaþjónustuna sem er á staðnum. Heildarstærð á jörðinni er 26.8 ha sem þá samkvæmt aðalskipulagi heimilar fjögur íbúðarhús og fjögur frístundahús.
Afgreiðsla: Heimilt að fara í deiliskipulagsferil.
8. 1703011 - Byggingarmál: Byggingarleyfi. Umsókn um undanþágu frá endurbyggingu sumarbústaðar í Neslandi
Erindi um undanþágu á endurbyggingu frístundahúss eftir bruna
Sótt er um undanþágu frá því að byggja upp frístundahús í landi Ness, austan í Selvogsheiði, sem brann þann 30. október 2016. Húsið stóð á lóð með landnúmeri 172282 og fastanúmer 221-2883.

Afgreiðsla:Heimild er veitt með þeim skilyrðum að fyrst séu rústir og undirstöður fjarlægðar og land jafnað út. Eftir það verður húsið afskráð í Þjóðskrá.
9. 1703020 - Byggingarleyfi, breytt notkun á húsnæði
Fyrirspurn um breytingu á húsnæði að Læk, breytt í alifuglahús
Sótt um að breyta iðnaðarhúsi sem áður var plastverksmiðja í eldihús fyrir fugla. Jafnframt að breyting verði á skilgreinu á notkun hússins þannig að húsið skilgreint sem mannvirki til landbúnaðarnota.
Í 6. gr. reglugerðar nr. 520/2015 segir að þegar um er að ræða nýbyggingu eldishúsa, meiriháttar breytingar eða stækkanir á þeim og breytta notkun í eldishús, beri að ákveða fjarlægðir þeirra við mannabústaði, útivistarsvæði, vinnustaði eða svæði sem afmörkuð hafa verið fyrir framangreinda notkun í aðalskipulagi eða með byggingareitum í deiliskipulagi.Þar sem ætlunin er að vera með færri en 40.000 stæði fyrir kjúklinga á fyrirhuguðu búi, um 11.000 fugla, má lámarksfjarlægð frá eldishúsi að næsta íbúðarhúsi sem ekki tilheyrir starfseminni sjálfri vera innan við 50 m. Hvað varðar umhverfisáhrif búsins á nágranna m.a. vegna lyktar- og rykmengunar má draga úr þeim áhrifum með vönduðum frágangi lóðar, húss og loftræstingar og með rykskiljum á fóðursílóum.
Gera þarf grein fyrir hvernig förgun verður á lífrænum úrgangi frá búinu.

Afgreiðsla: Samþykkt að heimila breytta notkun á iðnaðarhúsinu í landbúnaðarbyggingu.
10. 1703018 - Byggingarmál: Byggingarleyfi. Ósk um niðurrif á skálanum í Sleggjubeinsdal
Umsókn um rif á húsi við Sleggjubeinsskarð, OR
Orkuveita Reykjavíkur sækir um tímabundið starfsleyfi til að rífa skála í Sleggjubeinsdal í landi Kolviðarhóls, landnr. 172325, fastanr. 221-2962. OR hefur verið að fjarlægja skála sem eru innan virkjunarsvæðisins. Búið er að ganga frá eginamálum á skálanum og er hann í eigu OR.
Fyrir liggur tímabundið starfsleyfi frá heilbrigðiseftirlitnu með skilyrðum um hvernig skuli staðið af rifi á skálanum.
Afgreiðsla: Samþykkt að heimila niðurrif.
11. 1702041 - Breyting á húsnæði Klettagljúfur 21
Fyrirspurn um fjölgun íbúða í húsi.
Deiliskipulagið segir að á lóðinni Klettagljúfri 21 megi vera með tvær íbúðir í húsinu. Húsið er yfir 600 m2 og er óskað eftir að gera fimm íbúðir í húsinu.

Rætt um uppbyggingu á lóðum við Klettagljúfur. Mikilvægt er að endurskoða deiliskipulagið fyrir 1. áfanga í uppbyggingu á landi Gljúfurárholts. Einnig þarf að taka 2. áfanga í uppbyggingu á svæðinu og deiliskipuleggja.
Lagt til að deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga verði tekið upp og endurskoðað.
12. 1612010 - Sveitarfélagið Ölfus, Suðurlandsvegur
Suðurlandsvegur, veglína við Gljúfurárholt.
Tillaga Vg sýnir að vegurinn er ekki í samræmi við aðalskipulag. Áður en erindið er afgreitt frá SBU þarf að liggja fyrir kynning frá Vg til landeiganda á svæðinu og umsögn þeirra.

Afgreiðsla: Lagt fram.
13. 1702019 - Byggingarleyfi, viðbygging við starfsmannahús Laxabraut 7
Fyrirspurn um byggingu á geymslu við Laxabraut 7
Erindið áður tekið fyrir. Fyrirhugað er að byggja skemmur/geymslur fyrir m.a. hjólhýsi, fellihýsi og tímabundin geymsla fyrir varning vegna millilandasiglingar til Þorlákshafnar. Svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði. Uppbygging er hafin á fiskeldi á lóðunum frá Þorlákshöfn vestur að Keflavík. Starfsemi sem er ekki með mengandi iðnað er getur spillt grunnvatni eða haft neikvæð áhrif á fiskeldið getur verið á þessari lóð. Leyfið nær til þeirrar starfsemi sem gefin er upp í erindinu. Óheimilt er að breyta notkun á húsnæðinu nema með leyfi bæjarstjórnar Ölfuss.

Afgreisla: Samþykkt að heimila uppbyggingu fyrir geymsluhúsnæði á lóðinni.
14. 1703019 - Skipta upp landi, Gljúfurárholt land 10
Fyrirspurn um að skipta upp landi, Gljúfurárholt land 10
Í aðalskipulagi er svæðið merkt fyrir frístundabyggð. Eigandi er með fyrirspurn um að skipta því upp í þrjá hluta og selja hvern hlut sér.

Afgreiðsla: Heimilt að skipta upp landinu sem áfram er þá fyrir frístundabyggð.
15. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Skipulag á hafnarsvæðinu, breyting á gildandi deiliskipulagi.
Fyrir liggja tvær tillögur, tilaga E og F. SBU mun heimila að unnin verði skipulagslýsing fyrir deiliskipulagshugmyndinni þar sem sýndir eru tveir kostir.

Afgreiðsla: Skipulagslýsing og tillögur E og F verði kynntar samkvæmt skipulagslögum fyrir íbúum og hagsmunaaðilum.
16. 1703027 - Byggingarleyfi Eldhestar
Skipulagsmál, Eldhestar, byggingarleyfi í samræmi við skipulag.
Innan byggingarreits, S1, í deiliskipulagi er fyrirhugað að byggja starfsmannahús. Byggingarmagn er ekki að aukast umfram það sem deiliskipulagi heimilar sem er 300 m2 á reitnum. Um form og gerð húsa, þá skulu þau uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar.

Afgreiðsla: Deiliskipulagið heimilar uppbyggingu innan byggingarreits, allt að 300 m2. Erindið samþykkt.
17. 1702029 - Framkvæmdaleyfi, Lögn frá stöð að bryggju
Framkvæmdaleyfi Eldisstöðin Ísþór, flutningslögn fyrir seiði að hafnarsvæðinu.
Um er að ræða tvær lagnir annars vegar 160 mm og hins vegar 200mm. Þessar lagnir verða notaðir til að flytja laxaseiði frá fiskeldisstöðinni Ísþór Nesbraut 25 niður á hafnarsvæðið í Þorlákshöfn þar sem seiðaflutningaskip mun taka við seiðunum. Lagnirnar verða lagðar samhliða alla leið.
1. áfangi. Frá frá Olíudreifingu yfir plan Jarðefnaðiðnaðar niður að höfn. Áætluð vegalengd ca. 200 metrar.
2. áfangi. Frá Olíudreifingu meðfram kanti Nesbrautar vestanmegin yfir plan við dósasöfnunarhús og að geymslusvæði Sveitarfélagsins Ölfuss. Áætluð vegalengd 450 metrar.
3. áfangi. Frá geymslusvæði og að athafnasvæði Ísþórs. Áætluð vegalengd 1300 metrar. Hugmyndin er að reyna að leggja lögnina í eða við reiðveginn í jörðu. Frágangur verður til fyrirmyndar.

Sótt um leyfi til endurnýjunar á lögnum, leggja nýjar sverari lagnir.

Afgreiðsla: Erindið samþykkt enda unnið í samráði við lóðarhafa þar sem farið er um eða við þeirra lóðir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:25 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?