Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 21

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
23.03.2017 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson formaður,
Jón Páll Kristófersson varaformaður,
Þórarinn F. Gylfason aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson aðalmaður,
Hróðmar Bjarnason 1. varamaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1611042 - Þorlákshöfn: Ferjusiglingar
Lagður fram samningur milli Sveitarfélagsins Ölfuss/Þorlákshafnar og P/F Smyril Line vegna aðstöðu í og við höfnina fyrir reglubundnar ferjusiglingar og vöruafgreiðslu.

Hafnarstjóri undirritar samninginn f.h. Þorlákshafnar og bæjarstjóri f.h. Sveitarfélagsins Ölfuss.

Samningurinn samhljóða samþykktur af hálfu hafnarstjórnar.

Bókun frá Gesti Kristjánssyni:

"Ég samþykki samninginn en í ljósi þess hversu stutt er í komu ferjunnar geri ég athugasemdir við að samningur hafi ekki verið lagður fram fyrr til samþykktar í hafnarstjórn sem og bæjarstjórn í ljósi þess hversu miklar framkvæmdir og skuldbindingar ráðast þarf í til að uppfylla samninginn."

2. 1506073 - Þorlákshöfn: Hafnarframkvæmdir, viðhald og endurbætur
Lagt fram tilboð frá Malbikun og völtun ehf. í malbikun á yfirborði ramps.

Hafnarstjórn samþykkir tilboðið.

Framkvæmdir við höfnina hafa gengið mjög vel. Búið er að fjarlægja Norðurvararbryggju og hlaða alla öldudempandi fláa. Dýpkunarframkvæmd er langt komin en unnið er að dýpkun næst landi og milli Skarfaskers- og Svartaskers. Á næstu dögum verður byrjað að fjarlægja grjótgarð í innsiglingu.
3. 1703031 - Þorlákshöfn: Tollverndar- og geymslusvæði
Lagt fram tilboð frá Suðurverki í jarðvinnu á tollverndarsvæði.

Tilboðinu, sem er í samræmi við fjárfestingaráætlun hafnarinnar, hefur verið tekið og eru framkvæmdir í gangi.

Hafnarstjórn staðfestir töku tilboðsins.
4. 1608016 - Þorlákshöfn: Umferðar- og öryggismál á hafnarsvæðinu
Lagt fram tilboð frá Verslunartækni í eftirlitsmyndavélar fyrir tollverndarsvæði og Skarfaskersbryggju.

Tilboðinu, sem er í samræmi við fjárfestingaráætlun hafnarinnar, hefur verið tekið og unnið er að uppsetningu.

Hafnarstjórn staðfestir töku tilboðsins.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
5. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd fjallaði um deiliskipulagstillögur á hafnarsvæðinu á fundi 14. mars. sl. Fyrir liggja tvær tillögur, tilaga E og F og hefur SBU heimilað að unnin verði skipulagslýsing fyrir deiliskipulagshugmyndinni þar sem sýndir eru tveir kostir. Þá hefur SBU bókað að skipulagslýsingin og tillögur E og F verði kynntar samkvæmt skipulagslögum fyrir íbúum og hagsmunaaðilum.

Hafnarstjórn tekur undir afgreiðslu SBU en það er mikilvægt að framkvæmd verkefnisins verði unnin eins hratt og kostur er.
Mál til kynningar
6. 1703032 - Þorlákshöfn: Stálþil á Svartaskersbryggju
Köfunarþjónustan hefur tekið myndir og þykktarmælt stálþil á Svartaskersbryggju. Skv. niðurstöðum rannsóknarinnar er ástand þilsins ekki gott og hafnarstjórn telur að brýnt sé að endurnýja það svo fljótt sem verða má.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?