Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 287

Haldinn í ráðhúsi,
06.04.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1702004 - Fasteignir: Viðbygging íþróttahúss
Lagt fram yfirlit yfir vinnu og niðurstöður vinnuhóps sem skipaður var í febrúar s.l. vegna undirbúnings viðbyggingar við íþróttamiðstöð Þorlákshafnar.
Helstu niðurstöður hópsins eru að þær hugmyndir og tillögur sem unnar og kynntar voru af sambærilegum nefndum á árunum 2004 og 2008 séu í fullu gildi og að húsið verði lengt til austurs um allt að 23 m.
Stækkun hússins yrði því að hámarki 645 m2.

Samþykkt samhljóða að halda áfram með verkið og leita til sérfræðinga með hönnun og kostnaðarmat á húsinu.
2. 1704001 - Útivist: Stikun gönguleiða
Ferðamálafélag Ölfuss óskar eftir leyfi til þess að endurnýja stikun gönguleiðar sem félagið stóð að á fyrri árum frá Búrfelli í Jósefsdal gegnum Ólafsskarð.

Bæjarráð samþykkir samhljóða erindið fyrir sitt leyti og fagnar framtakinu.
3. 1703039 - Skipulagsmál: Almennt efni um skipulagsmál. Geymsla á efni með aukna náttúrulega geislun við Hellisheiðarvirkjun - beiðni um umsögn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 22. mars. s.l. varðandi geymslu á efni með aukna náttúrulega geislun við Hellisheiðarvirkjun

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við málið.

4. 1702003 - Félagsmál: Umsókn um styrk v/1blárstrengur
Umsókn um styrk vegna verkefnisins "1Blárstrengur" tekin fyrir að nýju.
Fyrir liggur umsögn skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings sem mælir ekki með styrkveitingunni.

Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.
5. 1702007 - Félagsmál: Aflið - beiðni um rekstrarstyrk
Umsókn um styrk til Aflsins tekin fyrir að nýju.
Fyrir liggur umsögn skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings sem mælir ekki með styrkveitingunni.

Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
7. 1704003 - Hreinlætismál: Móttökusamningur seyru
Lagður fram samningur milli Hrunamannahrepps sem rekstraraðila og hins vegar Sveitarfélagsins Ölfuss um móttöku á seyru úr Ölfusi á seyrusvæði að Flatholti 3 Flúðum.
Samningurinn tekur gildi við undirskrift og gildir út árið 2017.

Samningurinn samþykktur samhljóða.
8. 1703025 - Æskulýðs- og íþróttamál: Nordjobb sumarstörf 2017
Nordjobb á Íslandi óskar eftir því að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu og ráði tvo Nordjobbara til starfa sumarið 2017.

Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.
9. 1704006 - Æskulýðs- og íþróttamál: Héraðsþing HSK 2018
Héraðssambandið Skarphéðinn óskar eftir því við sveitarfélagið að héraðsþing HSK 2018 verði haldið í Þorlákshöfn 10. mars. 2018.
Hefð er fyrir því að sveitarfélög leggi fram húsnæði fyrir þinghaldið og bjóði til hátíðarkvöldverðar að loknu þingi.

Samþykkt samhljóða.

13. 1704010 - Hreinlætismál: Endurvinnslu- og flokkunarstöð'
Samþykkt samhljóða að fela skipulags- bygginga- og umhverfisnefnd að hefja skipulagsferli vegna nýrrar móttöku- og flokkunarstöðvar í Þorlákshöfn.
Fundargerðir til kynningar
10. 1601029 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga árið 2016
Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. mars. s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Mál til kynningar
11. 1506035 - Sorphreinsun: tillaga að aukinni flokkun heimilisúrgangs
Lögð fram áfangaskýrsla Stefáns Gíslasonar um stöðu úrgangsmála á Suðurlandi.

Til kynningar.
12. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2016-2018
Lagt fram rekstrar og framkvæmdayfirlit sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar-febrúar 2017 og farið yfir helstu liði og niðurstöður.

Þá var einnig lögð fram framkvæmdaáætlun umhverfis- veitu- og framkvæmdasviðs fyrir árið 2017.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?