Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 81

Haldinn í ráðhúsi,
19.04.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Anna Björg Níelsdóttir formaður,
Grétar Geir Halldórsson varaformaður,
Ágúst Örn Grétarsson aðalmaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Hróðmar Bjarnason aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1704023 - Búðahverfi óveruleg breyting
Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Gerð óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Búðahverfi. Breytingin nær yfir par- og raðhúsalóðir. Heimilt verði að vera með þrjár íbúðir innan byggingarreits þar sem eru parhús og síðan að bæta við einni íbúð við raðhúsin, þannig að þriggja íbúða raðhús geti verið með fjórar íbúðir og þannig viðbót við fjögurra- og fimmíbúða raðhús. Þetta gert svo hægt sé að bjóða minni íbúðir bæði með og án bílgeymslu.
2. 1704022 - Skipulagsmál, Sambyggð
Grenndarkynning við Sambyggð
Unnin verði grenndarkynning fyrir lóðirnar Sambyggð 14, 14a og 14b. Þar er gert ráð fyrir að geti komið tvær blokkir á tveimur hæðum. Skipulagið gerði ráð fyrir að allt að 10 íbúðir gæti verið í hvorri blokk. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir þessum fjölbýlishúsum og einnig voru þau kynnt þegar miðbæjarskipulagið var í kynningu. Með grenndarkynningunni er verið að kynna úthlutun á Sambyggð 14.
3. 1704021 - Deiliskipulag Fiskalón
Deiliskipulag fyrir Fiskalón.
Markmið með deiliskipulaginu er að ákvarða byggingarreitinn, byggingarmagn, nýtingarhlutfall, bílsatæðakröfur, hæðir húsa og aðkomu að lóðunum.
Með auknum kröfum um gæði framleiðslu er verið að færa eldi sem hingað til hefur verið undir berum himni inn í hús þar sem auðveldara er að stjórna hitastigi, birtu ofl.
Ekki er verið að breyta frá þeirri starfsemi sem getið er í Aðalskipulagi Ölfuss.
Komi til stækkunar er gert ráð fyrir því að útbúa setlaugar á svæðinu fyrir neðan Þorlákshafnarveg. Útfærsla þeirrar framkvæmdar verður gerð í samráði við leyfisveitendur og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Samþykkt að lýsing fyrir deiliskipulag fari í kynningu.
4. 1704020 - Móttökustaður við Vesturbakka
Móttökusvæði við Vesturbakka.
Unnin hefur verið tillaga að svæði fyrir móttöku á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum við Vesturbakka.

SBU samþykkir að heimilt sé að vera með móttökustað innan athafnasvæðis við Vesturbakka, þar sem tekið er á móti úrgangi, hann flokkaður og settur í gáma sem losaðir eru reglulega. Móttaka á spilliefni hvort sem eru rafgeymar, ísskápar eða úrgangsolía er í það litlu mæli og ekki verið að geyma þá hluti nema yfir stuttan tíma í senn. Starfsemin fellur ekki undir lið 11.10 í lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna stærðar sinnar. Rekstur á svæðinu verður í samræmi við starfsleyfi sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gefur út. Samþykkt að lýsing fyrir deiliskipulag fari í kynningu.
5. 1704018 - íbúagáttarmál
Umsókn um lóð
Umsóknir af íbúðagáttinni.

1. Elsa Þorgilsdóttir sækir um einbýlishúsalóðina Pálsbúð 5 og til vara Pálsbúð 7. Ekki liggja fyrir aðrar umsóknir um þessa lóð. Við afgreiðslu SBU er kallað eftir upplýsingum um umsækjanda eins og segir í skilmálum um lóðarúthlutun. Greiða skal staðfestingargjald innan eins mánaðar frá úthlutun, teikningar komi inn innan 6 mánaða frá úthlutun og framkvæmdir hefjist innan 8 mánaða frá úthlutun.

Afgreiðsla: Umsóknin um Pálsbúð 5 er afgreidd jákvæð að uppfylltum skilmálum um lóðarúthlutun sem umsækjandi ber að uppfylla.
6. 1704017 - íbúagáttarmál
Umsóknir af íbúðagáttinni.



1. Gunnar Örn Heiðdal sækir um einbýlishúsalóðina Finnsbúð 14 og til vara Pálsbúð 26. Ekki liggja fyrir aðrar umsóknir um þessa lóð. Við afgreiðslu SBU er kallað eftir upplýsingum um umsækjanda eins og segir í skilmálum um lóðarúthlutun. Greiða skal staðfestingargjald innan eins mánaðar frá úthlutun, teikningar komi inn innan 6 mánaða frá úthlutun og framkvæmdir hefjist innan 8 mánaða frá úthlutun.

Afgreiðsla: Umsóknin um Finnsbúð 14 er afgreidd jákvæð að uppfylltum skilmálum um lóðarúthlutun sem umsækjandi ber að uppfylla.
7. 1704016 - íbúagáttarmál
Umsókn um lóð
Umsóknir af íbúðagáttinni.

1. Brynjar Guðmundsson sækir um raðhúsalóðina Ísleifsbúð 22-24-26-28 og til vara Klængsbúð 21-23. Ekki liggja fyrir aðrar umsóknir um þessa lóð. Við afgreiðslu SBU er kallað eftir upplýsingum um umsækjanda eins og segir í skilmálum um lóðarúthlutun. Greiða skal staðfestingargjald innan eins mánaðar frá úthlutun, teikningar komi inn innan 6 mánaða frá úthlutun og framkvæmdir hefjist innan 8 mánaða frá úthlutun.

Afgreiðsla: Umsóknin um Ísleifsbúð 22-24-26-28 er afgreidd jákvæð að uppfylltum skilmálum um lóðarúthlutun sem umsækjandi ber að uppfylla.
8. 1704015 - íbúagáttarmál
Umsókn um lóð
Umsóknir af íbúðagáttinni.

1. Brynjar Guðmundsson sækir um parhúsalóðina Klængsbúð 21-23 og til vara Ísleifsbúð 22-24-26-28 . Ekki liggja fyrir aðrar umsóknir um þessa lóð. Við afgreiðslu SBU er kallað eftir upplýsingum um umsækjanda eins og segir í skilmálum um lóðarúthlutun. Greiða skal staðfestingargjald innan eins mánaðar frá úthlutun, teikningar komi inn innan 6 mánaða frá úthlutun og framkvæmdir hefjist innan 8 mánaða frá úthlutun.

Afgreiðsla: Umsóknin um Klængsbúð 21-23 er afgreidd jákvæð að uppfylltum skilmálum um lóðarúthlutun sem umsækjandi ber að uppfylla.
9. 1704014 - íbúagáttarmál
Umsókn um lóð
Umsóknir af íbúðagáttinni.

1. Friðrik Ólafsson sækir um einbýlishúsalóðina Pálsbúð 6 og til vara Pálsbúð 11. Ekki liggja fyrir aðrar umsóknir um þessa lóð. Við afgreiðslu SBU er kallað eftir upplýsingum um umsækjanda eins og segir í skilmálum um lóðarúthlutun. Greiða skal staðfestingargjald innan eins mánaðar frá úthlutun, teikningar komi inn innan 6 mánaða frá úthlutun og framkvæmdir hefjist innan 8 mánaða frá úthlutun.

Afgreiðsla: Umsóknin um Pálsbúð 6 er afgreidd jákvæð að uppfylltum skilmálum um lóðarúthlutun sem umsækjandi ber að uppfylla.
10. 1704004 - Íbúðarhús Mýrarsel 2
Mýrarsel 2, nýbygging
Kynnt aðalteikning af íbúðarhúsi að Mýrarseli 2. Teikningin uppfyllir ákvæði byggingarreglugerðar og hefur verið samþykkt.
11. 1703045 - Skipulagsmál: Aðalskipulag. Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting vegna þjóðlendu í Leiðarenda
Kynnt aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar, mörk þjóðlendu
Mörk þjóðlendu um Bláfjöll eru ekki rétt á korti. Kallað hefur verið eftir fundi með forsætisráðuneytinu til að yfirfara mörkin þannig að Ölfus geti stofnað landið í þjóðlendu og síðan afgreitt erindi sem koma frá sveitarfélögum sem liggja að Ölfusi um rétt mörk. Ekki hægt að veita jákvæða umsögn um erindið frá Hafnafjarðarbæ fyrr en mörkin liggja rétt fyrir.
12. 1703043 - Byggingarleyfi, Klettagljúfur 9
Klettagljúfur 9, nýbygging
Fyrir liggja teikningar af íbúðarhúsi að Klettagljúfri 9. Gerð er athugasemd við staðsetninguna á húsinu innan byggingarreits. Húsið liggur ekki í stefnu við önnur hús á svæðinu og ekki samsíða byggingarreit. Ekki er gerð athugasemd við aðalteikningar.
13. 1703042 - Rammaskipulag Þorlákshöfn Norðursvæði
Rammaskipulag norðursvæðis.
Rammaskipulagið tekur til breytinga á aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022.
Breytingin fells í því að unnin verður rammahluti aðalskipulagsins fyrir eitt svæði innan Þorlákshafnar. Um er að ræða svæði sem kallar á ítarlega stefnu um framtíðarnotkun eða þróun svæðisins. Ramminn setur fram ákveðna uppbyggingarmöguleika. Svæðið afmarkast af Ölfusbraut í vestri, vegi að höfninni í norður og Egilsbraut í suður. Svæðið nær þá yfir íbúðabyggð, óbyggt athafna-, verslunar- og þjónustusvæði. Miðsvæði og opin svæði. Syðst á milli Reykjabrautar og Egilsbrautar er elsti hluti bæjarins, að mestu byggður frá 1950-1969. Við Selvogsbraut standa raðhús frá árunum 1973-2003. Íbúðarhverfið á milli Skálholtsbrautar og Hjallabrautar er byggt á árunum 1963-1972. Innan svæðisins er að auki miðsvæði Þorlákshafnar og stór óbyggt verslunar- og þjónustusvæði sem og athafnasvæði.
Viðfangsefni og markmið með rammaskipulaginu.
Þar skilgreindar forsendur fyrir deiliskipulagsvinnu og þessi þrjú megin viðfangsefni: Byggð, íbúasvæði og athafnasvæði. Samgöngur, gangandi, hjólandi og akandi. Opin svæði, græn svæði, gróðurbelti, garðar o.s. frv.
Svæðinu er skipt upp í svæði A, B, C og D og sérstaklega fjallað um hvert svæði. Samþykkt að heimila kynningu á skipulagslýsingu.
14. 1703041 - Stöðuleyfi gám, Hjarðarból
Fyrirspurn um stöðuleyfi
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gám við Hjarðarból. Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.
15. 1703040 - Skipulagsmál: Elliði húsnæðissamvinnufélag, beiðni um gerð deiliskipulags
Fyrirspurn um deiliskipulag á íbúðabyggð
Fyrir liggur samþykki bæjarstjórnar að heimila deiliskipulag á íbúðareit samkvæmt aðalskipulagi sunnan og vestan við Sunnubraut, reitur Í8 í staðfestu aðalskipulagi. Samþykkt að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir reitinn.
16. 1703021 - Lóðarstækkun á lóðinni Hafnarskeið 10
Lóðarstækkun Hafnarskeið 10
Hafnarstjórn hefur óskað eftir að Hafnarskeið 10 verði stækkuð til suðurs, út yfir veg sem áður lá að Norðurvararbryggju. Með stækkuninni breytist aðkoman að Hafnarskeiði 8, verður beint frá Hafnarskeiði. Erindið hefur verið kynnt lóðarhafa fyrir Hafnarskeið 8 og 8A.
17. 1703022 - Umsókn um hestagerði
Umsókn um hestagerði við Skötubót.
Sótt um leyfi til að gera hestagerði fyrir allt að 12 hesta. Gerðið verður þrifið daglega og farið með úrganginn á svæði til uppgræðslu. Gerðið aðeins notað yfir daginn þegar ferðir eru á dagskrá. Hrossum verður keyrt í gerðið. Fyrirhuguð reiðleið er um sandfjöruna. Aðkoman að gerðinu er um vegslóða sem er á svæðinu. Uppsetning á gerðinu og reksturinn verði í samráði við umhverfisstjóra. Leyfið veitt í 12 mánuði frá 1. maí 2017.
18. 1704025 - Bygging á íbúðarhúsi, Ferjukoti
Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um einbýlishús á skipulagðri lóð í landi Ferjukots. Hús og bílgeymsla alls 232,5 m2. Teikningar eru afgreiddar í samræmi við byggingarreglugerð.
19. 1704026 - íbúagáttarmál
Umsókn um lóð.
Umsóknir af íbúðagáttinni.

1. Guðrún Hulda Ólafsdóttir sækir um raðhúsalóð, Ísleifsbúð 11-19. Ekki liggja fyrir aðrar umsóknir um þessa lóð. Við afgreiðslu SBU er kallað eftir upplýsingum um umsækjanda eins og segir í skilmálum um lóðarúthlutun. Greiða skal staðfestingargjald innan eins mánaðar frá úthlutun, teikningar komi inn innan 6 mánaða frá úthlutun og framkvæmdir hefjist innan 8 mánaða frá úthlutun.

Afgreiðsla: Umsóknin um Ísleifsbúð 11-19 er afgreidd jákvæð að uppfylltum skilmálum um lóðarúthlutun sem umsækjandi ber að uppfylla.
20. 1702014 - Krösus ehf fyrirspurn um akstursleiðir fyrir fjórhjól
Akstursleið í fjörunni og ofan við Kambinn
Fyrir liggja umsagnir frá Landgræðslunni og Golfklúbbi Þorlákshafnar.

Samþykkt að heimila Krösus ehf fram til 1. maí 2018 að vera með akstur fjóhjóla í sandfjörunni. Um akstur ofan við kambinn, þá er heimilað til jafnlangs tíma að aka á stíg sem þar er, austan við golfvöllinn. Ekki heimilt að aka á stíg sem liggur meðfram golfvellinum. Um leið upp frá fjörunni um kambinn að stígnum skal finna leið sem umhverfisstjóri samþykkir. Um akstur í fjörunni skal skipulagður í samstafi við umhverfisstjóra. Gæta skal að því að spilla ekki landi og græða það sem sporast upp í kambinum.
21. 1704019 - íbúagáttarmál
Umsókn um lóð
Umsóknir af íbúðagáttinni.

1. Sigríður Karlsdóttir sækir um raðhúsalóðina Ísleifsbúð 16-18-20. Ekki liggja fyrir aðrar umsóknir um þessa lóð. Við afgreiðslu SBU er kallað eftir upplýsingum um umsækjanda eins og segir í skilmálum um lóðarúthlutun. Greiða skal staðfestingargjald innan eins mánaðar frá úthlutun, teikningar komi inn innan 6 mánaða frá úthlutun og framkvæmdir hefjist innan 8 mánaða frá úthlutun.

Afgreiðsla: Umsóknin um Ísleifsbúð 16-18-20 er afgreidd jákvæð að uppfylltum skilmálum um lóðarúthlutun sem umsækjandi ber að uppfylla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?