Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 128

Haldinn í ráðhúsi,
21.04.2017 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Valgerður Guðmundsdóttir aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elsa Gunnarsdóttir aðalmaður,
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, markaðs- og menningarfulltrúi
Baldur Þór Ragnarsson boðaði forföll


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1703009 - Menningarmál: stefna sveitarfélagsins í menningarmálum
Stefna sveitarfélagsins í menningarmálum fyrir árin 2017-2022 var endurskoðuð og samþykkt.
2. 1702023 - Menningarmál: Viðburðir 2017
Stórtónleikum Skálmaldar var aflýst vegna lélegrar þátttöku. Eins hefur þurft að aflýsa viðburðum félagasamtaka af sömu ástæðu. Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum af lélegri þátttöku á menningarviðburði í heimabyggð.
3. 1512016 - Menningarmál: Ósk um þátttöku í samstarfsverkefni
Markaðs- og menningarnefnd finnst verkefnið áhugavert en sér sér ekki fært um að styrkja það fjárhagslega en er reiðubúin að aðstoða við að útvega vinnuaðstöðu.
4. 1704024 - Viðburðir: Vinabæjarmót 5-9. júlí 2017
Vinabæjarmót Norræna Félagsins og Sveitarfélagsins Ölfuss verður haldið 5.-9. júlí næstkomandi.
Drög að dagskrá var kynnt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?