Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 243

Haldinn í ráðhúsi,
27.04.2017 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson forseti bæjarstjórnar,
Ágústa Ragnarsdóttir bæjarfulltrúi,
Ármann Einarsson bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Baldur Þór Ragnarsson 1. varamaður,
Eyrún Hafþórsdóttir 2. varamaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1704023 - Búðahverfi breyting á deiliskipulagi.
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Búðahverfi.
Breytingin nær yfir par- og raðhúsalóðir.

Samþykkt samhljóða að gera óverulega breytingu á deiliskipulaginu þannig að heimilt verði að vera með þrjár íbúðir innan byggingarreits þar sem eru parhús og síðan að bæta við einni íbúð við raðhús þannig að þriggja íbúða raðhús geti verið með fjórar íbúðir og þannig samskonar viðbót við fjögurra- og fimm íbúða raðhús. Þetta er gert svo hægt sé að bjóða minni íbúðir bæði með og án bílgeymslu.
2. 1704022 - Deiliskipulag: Sambyggð.
Samþykkt samhljóða að unnin verði grenndarkynning fyrir lóðirnar Sambyggð 14, 14a og 14b.
En þar er gert ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum á tveimur hæðum.
Skipulagið gerði ráð fyrir að allt að 10 íbúðir gætu verið í hvorri blokk.
Aðalskipulagið gerir ráð fyrir þessum fjölbýlishúsum og einnig voru þau kynnt þegar miðbæjarskipulagið var í kynningu.
3. 1704021 - Deiliskipulag: Fiskalón.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Fiskalón Ölfusi.
Markmið með deiliskipulaginu er að ákvarða byggingarreiti, byggingarmagn, nýtingarhlutfall, bílastæðakröfur, hæðir húsa og aðkomu að lóðunum.
Með auknum kröfum um gæði framleiðslu er verið að færa eldi sem hingað til hefur verið undir berum himni inn í hús þar sem auðveldara er að stjórna hitastigi birtu ofl.
Ekki er verið að breyta frá þeirri starfsemi sem getið er í aðalskipulagi Ölfuss.
Komi til stækkunar er gert ráð fyrir því að útbúa setlaugar á svæðinu fyrir neðan Þorlákshafnarveg.
Útfærsla þeirrar framkvæmdar verður gerð í samráði við leyfisveitendur og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Samþykkt samhljóða að deiliskipulagslýsingin fari í lögformlega kynningu.
4. 1704020 - Móttöku- og flokkunarstöð Vesturbakka.
Lögð fram tillaga sem unnin hefur verið að svæði fyrir móttöku á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum við Vesturbakka.
SBU samþykkti að heimilt væri að vera með móttökustað innan athafnasvæðis við Vesturbakka þar sem tekið yrði á móti úrgangi hann flokkaður og settur í gáma sem losaðir væru reglulega.
Móttaka á spilliefni hvort sem eru rafgeymar, ísskápar eða úrgangsolía er í það litlum mæli og ekki verið að geyma þá hluti á svæðinu nema í stuttan tíma í senn.
Starfsemin fellur ekki undir lið 11.10 í lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna stærðar sinnar.
Rekstur á svæðinu verður í samræmi við starfsleyfi sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gefur út.

Samþykkt samhljóða að deiliskipulagslýsingin fari í lögformlega kynningu.
5. 1704018 - Lóðarumsókn: Pálsbúð 5.
Fyrir fundi liggur afgreiðsla SBU frá 19. apríl s.l. um úthlutun á lóðinni Pálsbúð 5 undir byggingu einbýlishúss.

Samþykkt samhljóða að úthluta Elsu Þorgilsdóttur lóðinni Pálsbúð 5 með venjulegum lóðarskilmálum.
6. 1704017 - Lóðarumsókn: Finnsbúð 14.
Fyrir fundi liggur afgreiðsla SBU frá 19. apríl s.l. um úthlutun á lóðinni Finnsbúð 14 undir byggingu einbýlishúss.

Samþykkt samhljóða að úthluta Gunnari Erni Heiðdal lóðinni Finnsbúð 14 með venjulegum lóðarskilmálum.
7. 1704016 - Lóðarumsókn: Ísleifsbúð 22-24-26-28.
Fyrir fundi liggur afgreiðsla SBU frá 19. apríl s.l. um úthlutun á lóðinni Ísleifsbúð 22-24-26-28 undir byggingu raðhúss

Samþykkt samhljóða að úthluta Brynjari Guðmundssyni parhúsalóðinni með venjulegum lóðarskilmálum.
8. 1704015 - Lóðarumsókn: Klængsbúð 21-23.
Fyrir liggur afgreiðsla SBU frá 19. apríl s.l. um úthlutun á lóðinni Klængsbúð 21-23.

Samþykkt samhljóða að úthluta Brynjari Guðmundssyni parhúsalóðinni Klængsbúð 21-23 með venjulegum lóðarskilmálum.
9. 1704014 - Lóðarumsókn: Pálsbúð 6.
Fyrir liggur afgreiðsla SBU frá 19. apríl. s.l. um úthlutun á lóðinni Pálsbúð 6.

Samþykkt samhljóða að úthluta Friðriki Ólafssyni einbýlishúsalóðinni Pálsbúð 6 með venjulegum lóðarskilmálum.
10. 1704026 - Lóðarumsókn: Ísleifsbúð 11-13-15-17-19.
Fyrir liggur afgreiðsla SBU frá 19. apríl s.l. um úthlutun á lóðinni Ísleifsbúð 11-13-15-17-19.

Samþykkt samhljóða að úthluta Guðrúnu Huldu Ólafsdóttur raðhúsalóðinni Ísleifsbúð 11-13-15-17-19 með venjulegum lóðarskilmálum.
11. 1704019 - Lóðarumsókn: Ísleifsbúð 16-18-20.
Fyrir liggur afgreiðsla SBU frá 19. apríl s.l. um úthlutun á lóðinni Ísleifsbúð 16-18-20.

Samþykkt samhljóða að úthluta Sigríði Karlsdóttur og Jóhanni Magnússyni raðhúsalóðinni Ísleifsbúð 16-18-20 með venjulegum lóðarskilmálum
12. 1703045 - Skipulagsmál: Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting vegna þjóðlendu í Leiðarenda.
Kynnt breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, breyting vegna þjóðlendu í Leiðarenda.
Fyrir liggur bókun SBU frá 19. apríl s.l um málið þar sem fram kemur að mörk þjóðlendu um Bláfjöll sé ekki rétt á korti.
Kallað hefur verið eftir fundi með forsætisráðuneytinu til að yfirfara mörkin þannig að Ölfus geti stofnað landið í þjóðlendu og síðan afgreitt erindi sem koma frá sveitarfélögum sem liggja að Ölfusi um rétt mörk.

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins þar til mörkin hafa verið leiðrétt.
13. 1703042 - Rammaskipulag Þorlákshöfn Norðursvæði
Lögð fram tillaga að rammaskipulagi fyrir Þorlákshöfn norðursvæði.
Fyrir liggur bókun SBU frá 19. apríl. s.l. um málið.
Rammaskipulagið tekur til breytinga á aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022.

Samþykkt samhljóða að heimila kynningu á skipulagslýsingu fyrir rammaskipulagið.
14. 1703040 - Skipulagsmál: Elliði húsnæðissamvinnufélag, beiðni um gerð deiliskipulags
Rætt um fyrirhugað deiliskipulag á reit Í8 í aðalskipulagi sveitarfélagsins
Fyrir liggur bókun SBU frá 19. apríl s.l. um málið.

Samþykkt samhljóða að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir reitinn.
Skipulagslýsing fari í lögboðinn feril.
15. 1703021 - Lóðarstækkun á lóðinni Hafnarskeið 10
Hafnarstjórn Þorlákshafnar hefur óskað eftir að lóðin Hafnarskeið 10 verði stækkuð til suðurs út yfir veg sem áður lá að Norðurvararbryggju.
Með stækkuninni breytist aðkoman að Hafnarskeiði 8 og verður beint frá Hafnarskeiði.
Erindið hefur verið kynnt lóðarhafa fyrir Hafnarskeið 8 og 8A.
Fyrir liggur bókun SBU frá 19. apríl s.l. um málið.

Samþykkt samhljóða að heimila umbeðna lóðarstækkunin. En nauðsyn var á stækkuninni til að auka við athafnasvæði hafnarinnar.
16. 1704037 - Skipulagsmál: Athugasemd vegna ákvörðunar um leyfi til reksturs alifuglaeldis
Lagt fram erindi ábúenda á Bjarnastöðum Ölfusi þeirra Arnar Bjarka Árnasonar og Coru Jovanna Class þar sem þau gera athugasemdir við bókun bæjarstjórnar Ölfuss frá 30. mars s.l. varðandi breytta notkun á húsnæði að Læk Ölfusi úr iðnaðarhúsnæði í alifuglahús.

Samþykkt samhljóða að fela formanni skipulags- byggingar- og umhverfisnefndar að fara yfir erindið í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa og bæjarstjóra og skila greinargerð til bæjarstjórnar.

17. 1612014 - Æskulýðs- og íþróttamál: Íþrótta- og tómstundastyrkir og -samningar
Fyrir liggja samningar við félög í sveitarfélaginu sem sinna íþrótta-, forvarna- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.
Forsvarsmenn félaganna hafa samþykkt aðferðarfræðina og styrkfjárhæðir.

Samstarfssamningar við Ungmennafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Ægi til eflingar íþrótta-, forvarna- og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu gilda fyrir árið 2017.
Samningsaðilar eru sammála um að vinna við gerð nýrra samninga hefjist eigi síðar en um miðjan ágúst og að í nýjum samningum verði stuðst við iðkendafjöldaviðmið og kostnaðarþátttöku við úthlutun heildarstyrkfjárhæðar.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd er falið að vinna að málinu í samstarfi við forsvarsmenn félaganna tveggja og kynna kjörnum fulltrúum ný samningsdrög ekki seinna en í lok september 2017.

Formanni æskulýðs- og íþróttanefndar, æskulýðs- og íþróttafulltrúa og bæjarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi samninga við félögin.

Samþykkt samhljóða.
18. 1703038 - Fjármál: Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2016.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss A- og B- hluti fyrir árið 2016 tekinn til síðari umræðu
Á fundinn var mætt Sigrún Guðmundsdóttir endurskoðandi sveitarfélagsins frá BDO endurskoðun ehf.
Lagði hún fram endurskoðunarskýrslu ársins 2016 og gerði grein fyrir helstu vinnuferlum við endurskoðunina svo og helstu niðurstöður hennar.
Þá fór hún yfir helstu niðurstöðutölur ársins og svaraði spurningum kjörinna fulltrúa.
Vék hún síðan af fundi.

Eftirfarandi bókun síðan lögð fram:

"Helstu niðurstöðutölur ársreiknings Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2016 voru eftirfarandi.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss A og B hluta námu alls um 2.104 milljónum króna á árinu 2016.
Þar af voru rekstartekjur A hluta 1.882 mkr. og B hluta 222 mkr.
Rekstrargjöld A og B hluta urðu alls 1.946 mkr. Þar af voru rekstrargjöld A hluta 1.773 mkr.
Rekstarniðurstaða A og B hluta varð því jákvæð um 158 milljónir króna þar af var rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 109 mkr. sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2015.
Engin ný lángtímalán voru tekin á árinu 2016.
Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir samstæðunnar um 4.232 mkr.
Bókfært eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.281 mkr. og var eiginfjárhlutfallið 53.9% og hækkar um 2% milli ára.
Fjárfest var í varanlegum rekstarfjármunum fyrir 148 mkr.
Langtímaskuldir samstæðunnar í árslok voru 1.289 mkr. og lækka um 77 mkr. milli ára.
Lífeyrisskuldbindindingar í árslok voru 417 mkr. og hækka um 36 mkr. milli ára.
Langtímaskuldir og skuldbindingar í árslok voru því alls 1.706 mkr.
Handbært fé samstæðunnar í árslok var 279 mkr. og hækkaði um 128 mkr. milli ára.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar samstæðunnar megi ekki vera hærri en sem nemur 150% af reglubundnum tekjum.
Miðað við þessa reiknireglu laganna er útreiknuð skuldaregla sveitarfélagsins þann 31. desember 2016 71.96% og hefur lækkað stöðugt hin síðari ár frá því sem hún var hæst 2009 eða 198%.
Rekstur sveitarfélagsins var með svipuðum hætti og verið hefur hin síðari ár en þjónusta þó aukin á sumum sviðum sem hefur í för með sér aukinn rekstrarkostnað svo sem stofnun nýrrar deildar við leikskólann Bergheima um mitt síðasta ár.
Áfram verður stefnt að því að því bæta og styrkja innviði sveitarfélagsins og gera það enn hæfara til þess að mæta nýjum áherslum og breytingum á þjónustu þess við íbúa.
Bæjarstjórn þakkar öllum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra þátt í þeirri góðu þjónustu sem það veitir íbúum og góðri rekstrarniðustöðu ársins 2016.
Endurskoðendum sveitarfélagsins er þakkað fyrir þeirra góðu störf sem veitir stjórnendum sveitarfélagsins góðan stuðning og aðhald í sínum störfum.“

Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2016 síðan samþykktur samhljóða.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
19. 1704032 - Vinabæjatengsl: Boð á tónlistarhátíð í Akmene
Sveitarfélagið Akmene vinabær sveitarfélagsins í Litháen býður fulltrúm sveitarfélagsins á tónlistarhátið sem haldin verður þar dagana 8-11 júní n.k.

Til kynningar.
20. 1704033 - Samstarf sveitarfélaga: Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands.
Boðað er til aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands 11. maí n.k.
Þá var lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2016 svo og hluthafaskrá.

Samþykkt samhljóða að fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verði Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri
21. 1704008 - Starfsmannamál: Fyrirliggjandi verkefni.
Samþykkt samhljóða í ljósi fyrirliggjandi og aukinna annarra verkefna að fela bæjarstjóra og bæjarritara að leita eftir starfsmanni.
Fundargerð
22. 1702006F - Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 7
Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 7. janúar s.l. staðfest samhljóða.
23. 1704001F - Bæjarráð Ölfuss - 287
Fundargerð bæjarráðs frá 7. apríl s.l. staðfest samhljóða.
24. 1704002F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 81
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 19. apríl s.l. staðfest samhljóða.
25. 1704003F - Markaðs- og menningarnefnd - 128
Fundargerð markaðs- og menningarnefndar frá 21. apríl s.l. staðfest samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
26. 1701032 - Fræðslumál: Fundagerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 21. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.
27. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS 2016-2018.
Fundargerð stjórnar SASS frá 6. apríl s.l. lögð fram.

Til kynningar.
28. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.
29. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.
30. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs. þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi frá 21. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.

Mál til kynningar
31. 1704002 - Lagafrumvörp: Beiðni Alþingis um umsagnir.
Lagðar fram umsagnarbeiðnir frá Alþingi varðandi ýmis þingmál.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?