Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 22

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.05.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson formaður,
Jón Páll Kristófersson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Þórarinn F. Gylfason aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1506073 - Þorlákshöfn: Hafnarframkvæmdir, viðhald og endurbætur
Farið yfir framkvæmd verkefnisins og fjárhagssstöðu.
Verkefnið hefur gengið vel og er innan áætlunar bæði hvað varðar tíma og kostnað.
Áfram verður unnið að verkefninu í góðri samvinnu við Vegagerð og samgönguráðuneyti, bæði hvað varðar framkvæmdina og kostnaðarþátttöku ríkisins.
2. 1611042 - Þorlákshöfn: Ferjusiglingar
Farið yfir reynsluna af vöruferjusiglingarverkefninu sem hefur farið virkilega vel af stað.
Með komum stærri skipa til Þorlákshafnar en áður er sýnt að efla þarf þjónustu hafnarinnar, s.s. með tilliti til lóðsbáts og athafnasvæðis.
3. 1601007 - Þorlákshöfn: Starfsmannamál
Vegna aukinna umsvifa og í samræmi við fjárhagsáætlun er samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að auglýsa eftir starfsmanni til hafnarinnar í fullt starf.
Fundargerðir til kynningar
4. 1601009 - Hafnasamband Íslands: Fundargerðir 2016
Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 392, 393 og 394 lagðar fram til kynningar auk ársreiknings fyrir árið 2016.
Mál til kynningar
5. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur
Ársreikningur Þorlákshafnar fyrir árið 2016 lagður fram. Ársreikningurinn hefur þegar verið staðfestur af bæjarstjórn.

Tekjur hafnarinnar voru 157,9 m.kr. og rekstargjöld fyrir fjármagnsliði 118,1 m.kr. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 42,8 m.kr. Handbært fé frá rekstri var 148,1 m.kr. og fjárfest var fyrir 13,5 m.kr. Handbært fé í árslok var 169,5 m.kr.

Lagt fram yfirlit rekstur fyrstu þrjá mánuði ársins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?