Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 288

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
11.05.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigurlaug Berglind Gröndal áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1705003 - Menningarmál: Bókasafn. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2017
Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna 24. maí n.k.

Til kynningar.
2. 1705005 - Fræðslumál: Beiðni um aukningu stöðugilda við Leikskólann Bergheima
Lagt fram erindi frá leikskólastjóra Bergheima þar sem þess er óskað að stöðugildum við leikskólann Bergheima verði fjölgað um tvö frá og með næsta hausti.
Þá lagði hún einnig til að breytingar yrðu gerðar á vistunartíma og gjaldskrá leikskólans sem tækju þá gildi frá og með hausti 2017.
Á fundinn var mætt Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri og gerði hún frekari grein fyrir erindunum og svaraði siðan spurningum nefndarmanna.
Vék hún síðan af fundi.

Samþykkt samhljóða að vinna að breytingum á gjaldskrá og vistunartíma sem tæki gildi frá og með næsta hausti.
Þá var samþykkt samhljóða að taka til frekari skoðunar tillögu um fjölgun stöðugilda.
3. 1704027 - Almennt um íþrótta- og tómstundamál: Tillaga frá 95. héraðsþingi HSK
Lagðar fram tillögur sem samþykktar voru á ársfundi Héraðssambandsins Skarphéðins sem haldinn var 11. mars s.l. þar sem fulltrúar héraðsþingsins annarsvegar þakkaa sveitarstjórnum og héraðsnefndum á sambandssvæði HSK fyir mikilvægan stuðning á liðnu ári og hinsvegar tillaga um að banna tóbak, munntóbak og rafrettur í öllu ungmenna og íþróttastarfi félaga á sambandssvæðinu.

Bæjaráð tekur heilshugar undir samþykkt héraðsþingsins varðandi bann á notkun allra vímugjafa og beinir því til íþróttafélaga í Ölfusi að framfylgja tillögunni.

Til kynningar.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
4. 1704007 - Fjármál: Beiðni um aukið fjármagn til merkingar gatna
Lögð fram beiðni frá umhverfis- framkvæmda og veitusviði um 7.1 milljóna kr. aukafjárveitingu til málunar gatna í Þorlákshöfn.
Á fundinn var mættur Davíð Halldórsson og gerði hann frekari grein fyrir erindinu.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
5. 1601020 - Hreinlætismál: Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 3. maí s.l. lögð fram.

Til kynningar.
6. 1611032 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu 2016.
Fundargerðir framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 25. apríl og 2. maí s.l. lagðar fram.

Til kynningar.
Mál til kynningar
7. 1601032 - Samstarf sveitarfélaga: Fundagerðir stjórnar samtaka orkusveitarfélaga 2016-2018
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2016 lagður fram.

Til kynningar.
8. 1601029 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga árið 2016
Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2016 lagður fram.

Til kynningar.
9. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2016-2018
Lagt fram rekstrar og framkvæmdayfirlit sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar-mars 2017 og farið yfir helstu liði og niðurstöður.
Rekstur sveitarfélagsins þessa fyrstu þrjá mánuði ársins er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?