Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 129

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.05.2017 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Baldur Þór Ragnarsson aðalmaður,
Valgerður Guðmundsdóttir aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elsa Gunnarsdóttir aðalmaður,
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, markaðs- og menningarfulltrúi
Dagrún Inga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs var viðstödd fundinn.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1705023 - Byggðasafn: Sýning um Selvog
Ása Bjarnadóttir og Halldóra Björk Guðmundsdóttir stefna á að setja upp sýningu um Selvoginn á vegum Byggðasafnsins í sumar. Þeir óska eftir styrk til að klára faglega uppsetningu á sýningunni. Tekið er vel í erindið og vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
2. 1506053 - Ímyndar- og kynningarmál: Hamingjan er hér
Niðurstöður kynningarátaks voru lagðar fram. Niðurstöðurnar sýndu fram á gríðarlega góð viðbrögð fyrir átakinu.
Markaðs- og menningarnefnd er gríðarlega ánægð með átakið og niðurstöðurnar.
3. 1705019 - Menningarmál: Kynningarfundur fyrir félagasamtök í Ölfusi
Hákon Svavarsson bar upp þá hugmynd að halda kynningarfund þar sem öll félagasamtök í Ölfusi geta kynnt íbúum starfsemi sína. Tekið var mjög vel í erindið og stefnt er að fundi í haust.
Markaðs- og menningarnefd fagnar framtakinu hjá Hákoni.
4. 1512016 - Menningarmál: Ósk um þátttöku í samstarfsverkefni
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að svara listakonum í samræmi við umræður á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?