Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 83

Haldinn í ráðhúsi,
15.06.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Anna Björg Níelsdóttir formaður,
Grétar Geir Halldórsson varaformaður,
Ágúst Örn Grétarsson aðalmaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1706008 - Umhverfismál, umgengi á lóðum og opnum svæðum
Umhverfismál, hreinsun
Tillaga að bréfi til íbúa og fyrirtækja um góða umgengni á lóðum og opnum svæðum. Að gefnu tilefni er samþykkt að senda út dreifibréf með ábendingum um góða umgengni á lóðum. Gefinn verður þriggja vikna frestur til úrbóta. Eftir það verður sérstök skoðun á bænum og gripið til að aðgerða, þar sem þörf er á úrbótum.
2. 1704020 - Móttöku og flokkunarstöð Vesturbakka.
Deiliskipulag fyrir lóð við Vesturbakka og Unubakka. Innan svæðisins komi móttöku- og flokkunarstöð fyrir íbúa og fyrirtæki.
Skipulagslýsing er í kynningu til 22. júní 2017.
Afgreiðsla:Eftir skipulagslýsingu er samþykkt að deiliskipulagstillagan fari í lögboðinn auglýsingarferil.
3. 1706014 - Landgræðsla: Hugmynd að samstarfsverkefni um nýtingu seyru til uppgræðslu
Seyra til uppgræðslu
Málið kynnt. Tekið er jákvætt í að málið sé skoðað. Þættir sem skoðaðir væru er hagkvæmni við að setja upp svona stöð og hvaða land væri tekið undir unna seyru. Umhverfisstjóri og bæjarstjóri verði tengiliður við Landgræðsluna og þau sveitarfélög sem kæmu að verkefninu.
4. 1702008 - Deiliskipulag: Akurgerði frístundahús
Deiliskipulag Akurgerði
Tillaga að deiliskipulagi fyrir þrjú hús til útleigu að Akurgerði er í auglýsingu til 10. júní n.k. Tillagan tekin til afgreiðslu eftir auglýsingu.
Afgreiðsla: Engar athugasemdir komu á auglýsingartímanum. Tillaga að deiliskipulagi samþykkt til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
5. 1706012 - Hjarðarból, óveruleg breyting á deiliskipulagi
Fyrirspurn um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Hjarðarból
Hönnuður leggur fram tillögu þar sem fellt er niður byggingarreitur fyrir íbúðarhús á tveimur lóðum og þær sameinaðar í eina. Fyrirhugað er að byggja hesthús á þeirri lóð.
Afgreiðsla:Unnir verða skilmálar fyrir deiliskipulagsbreytingu, fyrir hesthúsið á svæðinu, gerð þess, hámarkshæð og lóðarfrágangi um hesthúsalóðina. Í deiliskipulaginu skal einnig gera grein fyrir fráveitu, neyslu- og slökkvivatni.
6. 1706011 - Bergheimar viðbygging við elsta hlutann
Bergheimar, viðbygging
Lagðar fram teikningar af vibyggingu við elsta hluta Bergheima.
Viðbyggingin hefur fengið umsögn heilbrigðiseftirlits og eldvarnareftirlits. Aðbúnaður fyrir starfsmenn verði í samræmi við reglugerðir.
Afgreiðsla: Teikningin samþykkt enda uppfylli hún ákvæði laga og reglugerða.
7. 1706007 - Gerðakot, viðbygging
Gerðakot, viðbygging
Fyrir liggur tillaga að viðbyggingu við íbúðarhúsið, Gerðakoti. Húsið er frá 1925. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Minjastofnunar um að því verði breytt.
Afgreiðsla: Samþykkt að heimila breytingu á húsnæðinu. Hönnunargögn verða tekin til afgreiðslu af byggingarfulltrúa þegar þau liggja fyrir.
8. 1706006 - Skipulagsmál: Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu
Kynning á fyrirhugaðri Borgarlínu, samgöngumál.
Afgreiðsla: Erindið kynnt. Ekki er gerð athugasemd við þá tillögu sem kynnt er með hraðvirkari samgögnum innan höfuðborgarsvæðisins.
9. 1705029 - Hveragerði, heildarendurskoðun á aðalskipulagi
Hveragerðisbær, kynning á heildarendurskoðun á aðalskipulaginu.
Kynnt er tillaga að endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar og óskað eftir ábendingum áður en tillagan verður auglýst. Frestur var framlengdur til 20. júní n.k. að koma með ábendingar.
Um VÞ6 sem liggur að Varmá. Þar er m.a. hugmynd um að byggja hótel. Bent er á nálægð við Varmá og e.t.v. mengun frá uppbyggingu innan þessa reits.
Um VÞ 2, þar er bent á nálægð við Varma og þess verði gætt að áin mengist ekki frá uppbyggingunni innan reitsins.
Um VÞ1, Árhólma inni í Ölfusdal. Bent er á fyrri umsögn frá Ölfus um uppbyggingu þar. Hengladalaá sem rennur í Varmá er rétt við svæðið og gæta þarf að því að ekki verði mengun frá uppbyggingunni sem gæti farið í ána.
Um OP6, útivistarsvæði eru sýnd með teningu inn í Ölfus. Skoða þarf aðalskipulag Ölfuss og þessar tillögur um tengingu í milli sveitarfélagana.
Afgreiðsla: Tillagan kynnt. Þegar aðalskipulagið fer í auglýsingu verður það tekið fyrir að nýju.
10. 1704021 - Deiliskipulag: Fiskalón.
Fiskalón, deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga fyrir uppbyggingu fiskeldis að Fiskalóni. Svæðið nær yfir land beggja vegna við þjóðveginn.
Afgreiðsla: Skipulagslýsing er í kynningu til 22. júní 2017. Eftir skipulagslýsingu er samþykkt að deiliskipulagstillagan fari í lögboðinn auglýsingarferil.
11. 1706013 - Nafngift á götur iðnaðarsvæði vestan við Þorlákshöfn
Iðnaðarlóðir vestan við Þorlákshöfn
Deiliskipulag liggur fyrir á iðnaðarsvæði vestan við bæinn. Í vinnsluferli er svæðið nefnt Sandur. Gefa þarf götunum nafn.
Nafngiftir. Svæðið sem iðnaðarlóðirnar eru á heitir Hafnarsandur.
Afgreiðsla: Tillaga er að nota nafnið Hafnarsandur sem heiti á götunni og að lóðir númerist þannig að lóð nr. 1 sé vestast.
12. 1706010 - Deiliskipulag norðan Norðurbyggðar
Deiliskipulag, nýtt svæði norðan við Norðurbyggð
Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið norðan við Norðurbygg.
Innan svæðisins er gert ráð fyrir raðhúsa-, parhúsa- og einbýlishúsalóðum. Einbýlishúsalóðirnar koma nyrst á svæðinu. Raðhúsalóðirnar liggja samsíða Ölfusbraut. Að Norðurbyggð og Básahrauni og inn í kjarnanum koma parhúsalóðir. Svæðið er með 54 íbúðir Með að heimila að parhúsalóðum verði breytt í þríbýli, gæti hverfið verið fyrir 66 íbúðir.
Afgreiðsla: Skipulagslýsing er í kynningu til 22. júní 2017. Eftir skipulagslýsingu er samþykkt að deiliskipulagstillagan fari í lögboðinn auglýsingarferil.
13. 1706001 - Skipulag: Aðalskipulag. Ósk um breytingu Aðalskipulags Ölfuss 2010-2022 í landi Árbæjar IV og heimild til deiliskipulagsgerðar á grundvelli hennar
Árbær IV, ósk um aðalskipulagsbreytingu
Erindi um breyta landnotkun, aðalskipulagsbreytingu. Land Árbæjar IV er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Óskað er eftir að því verði breytt í íbúðasvæði og samhliða aðalskipulagsbreytingunni verði auglýst deiliskipulag af um 10 ha svæði.
Afgreiðsla: Samþykkt að heimila aðalskipulagsbreytingu að færa landnotkun úr landbúnaðarlandi í íbúðasvæði. Einnig að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Landeigandi geri grein fyrir fráveitumálum, neyslu- og slökkvivatn og veitum innan svæðisins.
14. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæðið
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæðið tekin til afgreiðslu. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu tekin til afgreiðslu.
Afgreiðsla: Skipulagslýsing er í kynningu til 22. júní 2017. Eftir skipulagslýsingu er samþykkt að aðalskipulagstillagna fari í lögboðin auglýsingarferil. Tillagan að endalegu deiliskipulagi verði sérstaklega kynnt hagsmunaaðilum á hafnarsvæðinu.
15. 1704023 - Deiliskipulag: Breyting í Búðahverfi.
Búðahverfi, deiliskipulag
Breyting var gerð í aðalskipulagi 2010-2022 að íbúðasvæðið var minnkað. Einnig er breyting á að heimila fjölgun íbúða á lóðum fyrir par- og raðhús. Nýtingarhlutfall breytis ekki og byggingarreitur á lóð er sá sami og var í fyrra skipulagi.
Afgreiðsla: Skipulagslýsing er í kynningu til 22. júní 2017. Eftir skipulagslýsingu er samþykkt að deiliskipulagstillagan fari í lögboðinn auglýsingarferil.
16. 1704028 - Skipulagsáform Hjarðarból
Hjarðarból, Grasnytjar, skipulagsáform
Kynnt áform um að skipuleggja fjórar einbýlishúsalóðir innan reits fyrir íbúðahús.
Samþykkt aðalskipulag fyrir reitinn Í8 segir að svæðið sé skipulagt fyrir 10-15 íbúðahúsa lóðir.
Innan svæðisins er deiliskipulag fyrir reit með 10 lóðum. Fyrir liggur tillaga að breyta því skipulagi þannig að íbúðahúsa lóðir verði átta og tveimur lóðum breytt í eina hesthúsalóð.
Afgreiðsla: Fyrirspurn um deiliskipulag fyrir allt að fjórum íbúðahúsalóðum á landi Grasnytja, Hjararbóli, er innan samþykktar í gildandi aðalskipulagi.Samþykkt að heimila að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.
17. 1706017 - Selvogsbraut 4, breytingar
Selvogsbraut 4, breytingar á innréttingu
Lögð fram teikning um breytt innra skipulag Selvogsbrautar 4. Helmingur af húsinu, suðurhlutinn er innréttaður fyrir kaffi- og veitingahús. Borðapláss fyrir um 50 manns. Einnig vinnustofa, um 26 m2.
Fyrir liggur umsögn frá eldvarnareftirlitnu og Vinnueftirlitinu sem hönnuður lagar teikningar eftir. Hönnuður hefur einnig sýnt fram á aðgengi fyrir alla að húsnæðinu og innan þess.
Afgreiðsla: Tillaga að breytingu á húsnæðinu er samþykkt enda verði fylgt lögum og reglum um breytingar á húsnæðinu.
18. 1706019 - Breyting á Óseyrarbraut 16b
Óseyrarbraut 16b, breyting á húsnæði, Hafnarnes Ver
Nýting á syðsta hluta húsnæðisins Óseyrarbraut 16b, sem liggur samsíða Hafnarskeiði.
SB Skiltagerð ætlar að setja upp verkstæði sitt í syðsta hluta húsnæðisins. Syðst í því bili verður afgreiðsla og aðkoman grð ný aðkoma frá Hafnarskeiði. Breiddin á aðkomunni frá Hafnarskeiði væri um 6 m. Á húshliðina koma stórar hurðir og gluggar. Grasið verður tekið upp meðfram þeim hluta húsnæðisins sem SB Skilti verða með og það malbikað. Þar geta bifreiðar staðið meðan unnið er við þær og einnig verður þar um aðkoma að stærri afgreiðsluhurð sem kemur á húshliðina. Með þessari aðgerð er verið að slíta starfsemina frá þeirri fiskvinnslustarfsemi er í húsunum Óseyrarbraut 16 og 16b og aðkoma þeirra er um portið á milli húsanna.
Þetta bil er aðskilið frá húsnæðinu með steyptum millivegg. Starfsemin er snyrtileg og er ekki mengun frá henni.
Afgreiðsla: Tekið jákvætt í að nýta hluta af húsnæðinu undir skiltagerð. Starfsemin fellur að stefnu bæjarins að vera með fjölbreytta starfsemi við Hafnarskeið. Heimilað verði að gera aðkomu frá Hafnarskeiði að aðstöðunni. Leggja skal inn teikningar af breyttri notkun á húsnæðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?