Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 23

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
29.06.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson formaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Þórarinn F. Gylfason aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1506073 - Þorlákshöfn: Hafnarframkvæmdir, viðhald og endurbætur
Farið yfir framkvæmdir við höfnina. Útboðsverkinu lýkur á næstu dögum og hefur framkvæmdin gengið mjög vel.

Farið yfir erindi sem sent var á samgönguráð og mikilvægi þeirra atriða sem þar komu fram. Nefndarmenn sammála þeim atriðum sem þar koma fram og að mikilvægt sé að fylgja þeim eftir. Unnið er að kostnaðargreiningu vegna dýpkunar innsiglingarleiðar stærri skipa utan hafnar sem brýnt er að framkvæmd verði fyrir veturinn í samstarfi við Vegagerðina. Einnig er í undirbúningi þarfagreining fyrir dráttarbát í Þorlákshöfn í ljósi endurbættrar hafnar og umferðar stærri skipa um höfnina.

Tvö tilboð bárust í gerð bryggjupolla við ferjuskipaaðstöðuna við Skarfasker, annars vegar frá Trésmiðju Heimis og hins vegar frá Trésmíðum Sæmundar.

Gestur Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu tilboðanna.

Hafnarstjórn samþykkir að ganga að tilboði Trésmiðju Heimis og er hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
2. 1706023 - Skemmtiferðaskip: Beiðni um greiðslufrest og ábyrgð umboðsmanna
Lagt fram erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 19. júní 2017. Í erindinu kemur eftirfarandi fram:

"Þann 18. maí sl. barst Hafnasambandi Íslands erindi frá Gara Agents & Shipbrokers vegna ábyrgðar umboðsmanna skipa og óskað var eftir því að hafnir veiti 60 daga greiðslufrest á reikningum sínu m.t.v. í meðfylgjandi viðhengi. Í viðhengi er einnig minnisblað sem unnið var af Jóhannesi Karli Sveinssyni hjá Landslögum, dags. 4. maí 2017, um ábyrgð umboðsmanna skipa.

Hver og ein höfn fyrir sig ákveður hver greiðslufrestur sinn er og því er erindið sem og minnisblaðið framsent á allar aðildarhafnir."

Hafnarstjórn samþykkir umbeðinn greiðslufrest vegna skemmtiferðaskipa.
Mál til kynningar
3. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur
Lagðar fram rekstrartölur fyrstu fimm mánaða ársins ásamt samanburði við fjárhagsáætlun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?