Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 291

Haldinn í ráðhúsi,
17.08.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigurlaug Berglind Gröndal áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2016-2018
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar-júní 2017 ásamt yfirliti yfir stöðu verklegra framkvæmda fyrir sama tíma.
Bæjarstjóri og bæjarritari gerðu grein fyrir yfirlitinu og helstu niðurstöðum þess og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.
Rekstur sveitarfélagsins er í öllum meginatriðum í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun en unnið er að viðauka við áætlun ársins sem lagður verður fyrir bæjarstjórn nú á haustmánuðum.
2. 1708005 - Fræðslumál: Kostnaður vegna námsgagna
Eftirfarandi tillaga lögð fram:

"Bæjarráð Ölfuss samþykkir að frá og með hausti 2017 fái grunnskólanemendur í Sveitarfélaginu Ölfusi öll nauðsynleg námsgögn án endurgjalds.
Kostnaði vegna tillögunnar verði vísað til viðaukagerðar við fjárhagsáætlun ársins".

Fram til þessa hefur grunnskólinn séð um öll innkaup á námsgögnum fyrir nemendur gegn hóflegu gjaldi.

Samþykkt samhljóða.
3. 1606012 - Lögreglusamþykkt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi
Lögð fram sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi til síðari umræðu.

Lögreglusamþykktin samþykkt samhljóða af hálfu Sveitarfélagsins Ölfuss.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
4. 1707015 - Almannavarnir: Almannavarnavikur hjá sveitarfélögum á Suðurlandi
Kynntar hugmyndir að almannavarnarviku sem haldin verður í hverju sveitarfélagi á Suðurlandi nú í haust og vetur þar sem unnið verður að verkefnum tengdum almannavörnum sem lykilstarfsmenn hvers sveitarfélags taka þátt í.
Stefnt er að því að slík vika verði haldin í Sveitarfélaginu Ölfusi dagana 27-30. nóvember n.k.

Bæjarráð Ölfuss lýsir yfir ánægju sinni með að slík vika verði haldin.

Til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
5. 1602011 - Heilbrigðismál: Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 10. ágúst s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?