Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 131

Haldinn Reykjavík,
13.09.2017 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Baldur Þór Ragnarsson aðalmaður,
Valgerður Guðmundsdóttir aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elsa Gunnarsdóttir aðalmaður,
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi
Anna Margrét Smáradóttir sat fundinn en hún mun leysa Katrínu Ósk af þegar hún fer í fæðingarorlof.

Markaðs- og menningarnefndin fór í vettvangsferð á Borgarbókasafn Grófinni þar sem Barbara, fyrrverandi menningarfulltrúi Sveitarfélagsins Ölfuss, tók á móti okkur og kynnti starfsemi bókasafnsins fyrir nefndinni.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1705019 - Menningarmál: Kynningarfundur fyrir félagasamtök í Ölfusi
Kynningarfundur fyrir félagasamtök verður haldinn 27. september næstkomandi. Félagasamtök mæta á svæðið og kynna starfsemi sína fyrir íbúum Ölfuss.
2. 1702023 - Menningarmál: Viðburðir 2017
Byrjað er að undirbúa aðventudagskrána í vetur.
Það verða aðventutónleikar með Sigríði Thorlacius og Valdimar 3. desember og jólakósýstund með Söru Blandon í sundlauginni 13. desember.
Fleiri upplýsingar koma síðar.
3. 1610026 - Menningarmál: Geymsla á munum Byggðasafns
Verið er að vinna að varanlegri aðstöðu fyrir muni Byggðasafns Ölfuss á Byggðasafni Árnesinga. Á meðan verða munir safnsins geymdir í læstum gámi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?