Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 24

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
13.09.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson formaður,
Jón Páll Kristófersson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Þórarinn F. Gylfason aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur
Lagt fram rekstraryfirlit fyrstu átta mánaða ársins ásamt samanburði við fjárhagsáætlun.
2. 1506073 - Þorlákshöfn: Hafnarframkvæmdir, viðhald og endurbætur
Framkvæmdum við endurbætur hafnarinnar í ár lauk nú í byrjun september. Snúningsrými innan hafnar hefur verið stækkað og dýpt hafnar er 8 m.
Framkvæmdirnar gengu vel og þær breytingar sem gerðar hafa verið eru til mikilla bóta fyrir umferð skipa um höfnina.
Áformað er að dýpka nokkuð utan hafnar fyrir veturinn. Þessi framkvæmd snýr að innsiglingarleið stærri skipa og er verkefnið í undirbúningi hjá siglingasviði Vegagerðarinnar.
3. 1702002 - Ferðaþjónusta: Hafnaraðstaða fyrir skemmtibáta
Tekið fyrir erindi frá Krösus ehf. dags. 16. ágúst 2017 sem snýr að aðstöðu fyrir smábáta í Þorlákshöfn.
Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Krösus vegna erindisins.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
4. 1706028 - Hafnamál: Bann við svartolíu o.fl.
Hafnasambandi Íslands barst nýverið bréf frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og aðgerðarhópi í loftslagsmálum þar sem hafnasambandið var beðið um að koma erindi þeirra á framfæri við hafnir landsins.
Erindið lagt fram til kynningar en það verður til umræðu á hafnafundi síðar í mánuðinum.
Fundargerðir til kynningar
5. 1601009 - Hafnasamband Íslands: Fundargerðir 2016
Lögð fram fundargerð 396. fundar Hafnasambands Íslands dags. 25. ágúst 2017.
Einnig lögð fram dagskrá hafnafundar 2017 sem fram fer á Húsavík 21. september 2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?