Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 293

Haldinn í ráðhúsi,
12.10.2017 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigurlaug Berglind Gröndal áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2017.
Farið yfir stöðu framkvæmda og skoðaðar teikningar af viðbyggingu við íþróttahús og heita potta við sundlaug. Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar-ágúst 2017 ásamt samanburði við fjárhagsáætlun og rekstrartölur síðastliðins árs. Bæjarstjóri gerði grein fyrir yfirlitinu og helstu niðurstöðum.
2. 1710004 - Kosningar: Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2017.
Lögð fram kjörskrá vegna alþingiskosninganna 28. október 2017. Á kjörskrá eru 1370, 745 karlar og 625 konur.

Kjörskráin samþykkt samhljóða.

Þá var jafnframt samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna 28. október n.k. í samræmi við lög um kosningar.
3. 1708022 - Fjármál: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2018-2021
Farið yfir stöðu vinnu við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar sveitarfélagsins fyrir árin 2018-2021.

Stefnt er að því að leggja fyrstu tillögur að áætlun fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs þann 9. nóvember n.k.
4. 1709023 - Styrkir: Neytendasamtökin, ósk um styrk
Beiðni Neytendasamtakanna um styrkveitingu frá sveitarfélaginu með erindi dags. 14. sept. 2017.

Erindinu hafnað.Fundargerðir til kynningar
5. 1601020 - Hreinlætismál: Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá fundum 256, 19. júní 2017, 257, 31. ágúst 2017, 258, 21. september 2017 og 259, 29. september 2017 lagðar fram til kynningar.
6. 1506123 - Skóla- og velferðarmál: Fundargerðir NOS.
Fundargerð NOS frá 29. september 2017 lögð fram til kynningar.

Einnig lagt fram aðalfundarboð byggðasamlagsins Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings en aðalfundurinn verður haldinn þann 20. október 2017 kl. 13:30 á Hótel Selfoss.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?