Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 86

Haldinn í ráðhúsi,
18.10.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Anna Björg Níelsdóttir formaður,
Ágúst Örn Grétarsson aðalmaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1710007 - Gissurarbúð 2 og 4m breyta í raðhúsalóð
Gissurarbúð 2 og Gissurarbúð 4, breyting á skipulagi.

Fyrirspurn að breyta lóðunum Gissurarbúð 2 og Gissurarbúð 4 í raðhúsalóð. Áður sýndi skipulagið raðhús á þessum lóðum.
Afgreiðsla: Samþykkt að kynna breytinguna til íbúa við Gissurabúð sem gera þarf á skipulaginu að breyta lóðunum Gissurarbúð 2 og Gissurarbúð 4 í raðhúsalóð.
2. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu
Hafnarsvæðið. Skipulags- og matslýsing fyrir hafnarsvæðið. Forsendur fyrir endurskoðun aðalskipulagsins er að endurskoða landnotkun á hafnarsvæðinu vegna umsvifa vöruflutningna m.a. Skilgreindar verða nýjar lóðir á norðursvæðinu.Í landsskipulagsstefnu 2015-2026 er sett fram stefna um samkeppnishæf samfélög og atvinnulíf ásamt gæði hins byggða umhverfis. Horft er til þess við endurskoðun aðalskipulagsins, s.s. Heilnæmt umhverfi og öflugir innviðir. Samhliða breyttu aðalskipulagi verður unnið við breytt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið. Markmið með deiliskipulaginu er einkum að fjölga lóðum fyrir hafnsækna starfsemi á og við hafnarsvæðið, að skapa áfram góð skilyrði fyrir fiskihöfn og vinnslu, að aðlaga höfnina að auknum umsvifum vöruflutninga, að bæta aðkomu að hafnarsvæðinu og gera umferð vélknúinnar umferðar sem og gangandi og hjólandi skilvirkari með m.a. undirgöngum/mislægum gatnamótum undir Þorlákshafnarveg.
Afgreiðsla: Samþykkt að skipulagslýsingi fari í lögboðinn feril í 14 daga.
3. 1710012 - Íþróttamiðstöðin staðsetning á heitum pottum
Íþróttamiðstöðin. Kynnt gögn er sýna staðsetningu nýrra pottar sunnar við aðallaugina.
Íþróttamiðstöðin. Kynnt gögn er sýna staðsetningu nýrra pottar við aðallaugina. Samþykkt breyting á staðsetningu heitra potta á laugarsvæðinu.
4. 1710011 - aðalskipulagsbreyting Grímsnes- og Grafningshreppur
Aðalskipulagsbreyting Grímsnes og Grafningshrepps
Kynning á endurskoðun á aðalskipulagi fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp. Skipulagslýsing fyrir endurskoðuninni er til kynningar.
Afgreiðsla: Ekki gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.
5. 1710010 - aðaskipulagsbreyting Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Kynning á endurskoðun á aðalskipulagi/skipulagslýsing fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Afgreiðsla: Ekki gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.
6. 1710009 - Sipulagsmál: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25
Kynning á aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið Laugavegur-Skipholt, reit 25
Kynning á aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið Laugavegur-Skipholt, reit 25
Afgreiðsla: Ekki gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.
7. 1710008 - Nýbygging Bláengi 4, Björn Ásgeir Björgvinsson
Bláengi 4, afgreiðsla á byggingarleyfi fyrir einbýlishús.
Bláengi 4, afgreiðsla á byggingarleyfi fyrir einbýlishús. Byggingarfulltrúi hefur samþykkt byggingu á einbýlishúsi að Bláengi 4.
8. 1709029 - íbúagáttarmál
Pálsbúð 10, afgreiðsla á byggingarleyfi.
Pálsbúð 10, afgreiðsla á byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi hefur samþykkt byggingu á einbýlishúsi að Pálsbúð 10.
Afgreiðsla: Erindið samþykkt.
9. 1506073 - Þorlákshöfn: Hafnarframkvæmdir, viðhald og endurbætur
Þorlákshöfn, fyrirspurn um matsskyldu vegna dýpkunar á höfninni
Fyrir liggja gögn/fyrirspurn um matsskyldu fyrir dýpkun hafnarinnar. Fyrirhugað er að dýpka innsiglingarrennuna og við ytri hluta innsiglingar. Framkvæmdaraðilinn metur að framkvæmdin falli í B flokk framkvæmda skv. Viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Dýpkunarsvæðið er innan hafnarsvæðisins og háð skipulagslögum og framkvæmdarleyfi sveitarfélagsins. Bæjarstjórn skal ákveða sbr. 4 lið 6. gr. laga nr. 106/2000 og 3. lið 4. gr. sömu laga hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum. Svæðin sem dýpka þarf eru innan skilgreinds hafnarsvæðis Þorlákshafnar. Um er að ræða viðhaldsdýpkun á um 49 þús. fermetra svæði. Svæðið hefur að hluta til verið raskað og því ekki verið að raska ósnertum sjávarbotni heldur sjávarbotni sem mótaður hefur verið við fyrri framkvæmdir við dýpkun á svæðinu. Framkvæmdin er metin falla undir grein 2.03 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, þar sem áætlað er að raska 25 þús. fermetra svæði eða stærra eða að efnismagn sem fjarlægja er 50 þús. rúmmetrar eða meira.
Þar sem losa á meira en 50 þús. rúmmetra af efni er framkvæmdin háð leyfi Umhverfisstofnunar skv. 9. gr. laga nr. 33/2004. Erindi hefur verið sent Umhverfisstofnun. Áætlað heildarmagn dýpkunarefna eru um 55 þús. rúmmetrar. Fyrirhugaður losunarstaður í hafi er um 1,5 sjómílur suðaustur af höfninni á um 40 m dýpi. Losunarstaðurinn hefur áður verið notaður vegna dýpkana sem gerðar hafa verið í Þorlákshöfn. Framkvæmdaraðila er ekki kunnugt um dýralíf á framkvæmdasvæðinu. Sýni hafa verið tekin af dýpkunarsvæðinu sem notað hefur verið um áraraðir sem losunarstaður.
Afgreiðsla: Þar sem dýpkunar- og fyllingarsvæðin eru öll innan hafnarsvæðis Þorlákshafnar og að hluta til á svæðum sem nú þegar hefur verið raskað er það mat skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar að framkvæmdirnar muni ekki hafa teljandi áhrif á umhverfið og sé því ekki matsskyldar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?