Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 294

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.11.2017 og hófst hann kl. 08:45
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2017.
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar-september 2017 ásamt yfirliti yfir stöðu verklegra framkvæmda miðað við 31. október s.l.
Rekstur sveitarfélagsins er í öllum aðalatriðum í góðu jafnvægi miðað við áætlanir ársins.
Bæjarstjóri og bæjarritari gerðu grein fyrir yfirlitinu og helstu niðurstöðum þess og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.
2. 1711001 - Húsnæðismál: Beiðni um stofnframlag vegna almennra íbúða í Þorlákshöfn
Bjarg íbúðafélag hses. hefur með erindi dags. 31. október 2017 óskað formlega eftir stofnframlagi frá Sveitarfélaginu Ölfusi til byggingar almennra íbúða í Þorlákshöfn skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.

Stofnframlag sveitarfélagsins er áætlað 37 m.kr.

Samþykkt samhljóða.
3. 1705005 - Fræðslumál: Vistunartími við Leikskólann Bergheima og gjaldskrá
Lagt fram erindi leikskólastjóra dags. 2. nóvember s.l. varðandi tillögur hennar að breytingum á vistunartimum leikskólans Bergheima frá og með 1. janúar 2018.

Unnið er eftir fyrirliggjandi tillögum við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2018.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögum leikskólastjóra varðandi heildarvistunartima barna til umsagnar hjá fræðslunefnd.

4. 1711004 - Heinlætismál: Endurskoðun sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs
Lagt fram bréf Verkfræðistofunnar Mannvits hf. dags. 30. október s.l. f.h. verkefnisstjórnar frá sorpsamlögunum Sorpu bs, Sorpstöðvar Suðurlands bs, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. og Sorpurðunar Vesturlands hf. þar sem óskað er eftir samstarfi við öll sveitarfélög á þessum samlagssvæðum vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á sameiginlegri "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020" og að þau tilnefni fulltrúa í starfshóp um verkefnið.

Samþykkt samhljóða að skipa Önnu Björg Níelsdóttur og umhverfisstjóra í hópinn.
5. 1711005 - Menningarmál: Menningarstyrkir. Aðrir styrkir, umsókn um styrk.
Strandarkirkjunefnd sækir um styrk til sveitarfélagsins að upphæð 3 miljónir króna til hellulagna og endurbóta á umhverfi Strandarkirkju.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
6. 1711006 - Byggðamál: Beiðni um tillögur vegna Sóknaráætlunar Suðurlands
Lagt fram bréf SASS dags. 7. nóvember s.l. þar sem vakin er athygli á þeim möguleika að senda inn tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árið 2018 og er frestur til þess að senda þær inn til verkefnisstjórnar til 21. nóvember n.k.

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að senda inn tillögur sveitarfélagsins.
7. 1708022 - Fjármál: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2018-2021
Lögð fram drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2018.
Farið yfir helstu liði og forsendur hennar.

Síðan samþykkt samhljóða að vísa henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fundargerðir til kynningar
8. 1607014 - Skóla- og velferðarmál: Fundargerðir skólaþjónustu- og velferðarnefndar 2016-2018
Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 24. október s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

Þá var lögð fram tillaga að endurnýjuðum reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um fjárhagsaðstoð svo og tillaga að gjaldskrá fyrir árið 2018.

Tillögurnar samþykktar samhljóða.

9. 1601020 - Hreinlætismál: Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
10. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS 2016-2018
Fundargerð stjórnar SASS frá 18. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
11. 1605010 - Sveitarstjórnarmál: Starfshópur vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu
Fundargerð starfshóps vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu frá 19. september s.l. lögð fram.
Einnig var lögð fram lokaskýrsla KPMG um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu.

Til kynningar.
12. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð ársfundar Bergrisans frá 25. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
13. 1602036 - Æskulýðsmál: Fundargerðir framkvæmdanefndar ULM 2018 og samningur v/ unglingalandsmóts 2018
Fundargerð framkvæmdanefndar unglingalandsmóts UMFÍ frá 31. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?