Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 133

Haldinn í ráðhúsi,
14.11.2017 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Baldur Þór Ragnarsson aðalmaður,
Valgerður Guðmundsdóttir aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elsa Gunnarsdóttir aðalmaður,
Anna Margrét Smáradóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Smáradóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1711012 - Menningarmál: Lista- og menningarsjóður
Til úthlutunar eru 345.000 kr.úr Lista- og menningarsjóði.
Styrkumsóknir voru fimm talsins og þóttu;

Tvær umsóknir uppfylltu ekki skilyrði
Þrjár umsóknir uppfylltu skilyrði
Samþykkt var að úthluta 150.000 til Lúðrasveitar Þorlákshafnar
Samþykkt var að úthluta 150.000 til Leikfélags Ölfuss
Samþykkt var að úthluta 45.000 til ARGH!

Markaðs- og menningarnefnd er sammála því að upphæð þessa liðs er allt of lág. Því vísar markaðs- og menningarnefnd því til bæjarstjórnar að hækka þennan lið verulega.

Ágústa Ragnarsdóttir, formaður Markaðs- og menningarnefndar, vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
2. 1711014 - Viðburðir: Jólatónleikar
Sigríður Torlacius og Valdimar verða með jólatónleika í Versölum 3.des. Miðasala gengur mjög vel.
Umgjörð og skipulagning rædd.
3. 1711013 - Versalir: Verðskrá
Farið var yfir verðskrá Versala fyrir 2018. Samþykkt að leggja til óbreytta verðskrá fyrir fjárhagsáætlunargerð.
4. 1711002 - Markaðsmál: Almenntu um atvinnumál.
Ljóst er að nú er þeim ferðamönnum að fjölga sem leggja leið sína í sveitarfélagið. Rætt var um hvernig nýta megi þá þróun til frekari atvinnusköpunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?