Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 249

Haldinn í ráðhúsi,
30.11.2017 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson forseti bæjarstjórnar,
Anna Björg Níelsdóttir 1. varaforseti,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Ágústa Ragnarsdóttir bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Gestur Þór Kristjánsson 4. varamaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari
Í upphafi fundar bauð forseeti bæjarstjórnar Gest Kristjánsson velkominn til síns fyrsta fundar í bæjarstjórn.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1711009 - Bolaöldur: Efnismóttaka.
Bolaöldur ehf. sem starfrækja móttöku á óvirkum jarðefnum í Bolaöldunámu óska eftir heimild til þess að stækka móttökusvæðið sankvæmt framlögðu yfirlitskort af svæðinu frá í nóvember 2017 teikning nr. 2638-001 unnin af Eflu ehf.

Samþykkt samhljóða að heimila stækkun svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi teikningu.
2. 1706001 - Skipulag: Aðalskipulag. Ósk um breytingu Aðalskipulags Ölfuss 2010-2022 í landi Árbæjar IV og heimild til deiliskipulagsgerðar á grundvelli hennar
Fyrir liggur beiðni um breytingu á "Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022" í landi Árbæjar IV.
Skipulagslýsing hefur verið kynnt.
Engar athugasemdir bárust við lýsinguna fyrir aðalskipulagsbreytingunni.

Samþykkt samhljóða að tillaga að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fari samhliða í lögboðinn auglýsingarferil.
3. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði.
Skipulagslýsing fyrir hafnarsvæðið hefur verið í auglýsingu.
Engar athugasemdir bárust á skipulagslýsingunni á kynningartímanum.

Samþykkt samhljóða að tillögur að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir afmarkað svæði hafnarinnar fari í lögboðinn auglýsingarferil.

4. 1711019 - Deiliskipulag: Gljúfurárholti.
Fyrir hönd eigenda lóða í fyrsta áfanga Gljúfurárholts leggur Cassaro ark ehf. inn deiliskipulagstillögu.
Lagt er til að heimila byggð á svæðinu fyrir 112-126 íbúa. Tillagan gerir ráð fyrir 20 íbúðahúsum á 1-2 hæðum. Á lóðunum Klettagljúfur 1-7 verði heimiluð einbýlishús og parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 2-12 verði heimiluð einbýlis- og tvíbýlishús. Hellugljúfur 1 og 2 verði heimiluð einbýlishús og parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 9-23 verði heimiluð einbýlis-, tvíbýlis- og fjölbýlishús með allt að 5 íbúðum í hverju húsi. Lámarksstærð hverrar íbúðar á þessum lóðum sé minnst 60 m2.
Innan byggingarreits eins og skipulagstillagan sýnir er gert ráð fyrir að hægt sé að vera með hesthús innan byggingarreits á öllum lóðum þar sem svæðið er skástrikað.
Fjarlægðarmörk fyrir hesthús eru þessi samkvæmt samningi um uppbyggingu á hverfinu.Hesthús verði minnst 40 m fjarlægð frá íbúðahúsum aðliggjandi lóða og eða í minnst 25 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Ennfremur í minnst 100 m fjarlægð frá mörkum aðliggjandi jarða þar sem það á við.
Heimilt er að vera með gróðurhús innan byggingarreits.

Bæjarstjórn tekur jákvætt í deiliskipulagstillöguna.
Vinna þarf greinargerðina með tillögunni betur þannig að hún falli að samþykktum um m.a. byggingu hesthúsa.
Lagfæra þarf greinargerðina í samræmi við samning um uppbyggingu á svæðinu er varðar hesthús á lóðum.

Samþykkt samhljóða að heimila að tillagan fari í lögboðinn auglýsingarferil eftir lagfæringar á greinargerðinni.
5. 1711023 - Orka náttúrunnar: Framkvæmdaleyfi.
Orka náttúrunnar sækir um framkvæmdaleyfi til þess að gera borplan á borteig og leggja jarðstreng ofanjarðar.
Umsóknin tekur til borunar á vinnsluholu innan X-teigs.
Um er að ræða eina vinnsluholu á neðra svæði Hellisheiðavirkjunar til viðhalds á orkubúskap virkjunarinnar.
Borholan ber heitið HE-63 og er staðsett á X-teig.
Fyrir eru holurnar HE-41, HE-42, HE-45 og HE-58 innan X-teigs.
Í umsókninni er lýsing á vinnslunni við borunina.

Samþykkt samhljóða að veita framkvæmdaleyfið.
6. 1711022 - Orka náttúrunnar: deiliskipulag jarðhitagarður.
Orka náttúrunnar óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi virkjunar á Hellisheiði.
Um er að ræða tíundu breytinguna sem upphaflega var samþykkt 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004.
Breytingin felst í að stækka skipulagssvæði virkjunar til norðvesturs meðfram Búrfells- og Sogslínum.
Svæðið sem stækkunin nær til er 131 ha og stækkar þá skipulagssvæðið úr um 1362 ha í 1493 ha.
Í umsókninni er lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum. Lögð er fram matslýsing með tillögunni í samræmi við tölulið 10.01 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Töluliður 10.01 tekur til mannvirkjagerðar vegna þróunar iðnaðarsvæða sem taka til 50 ha eða stærra svæðis.
Í matsslýsingunni er gerð grein fyrir hvort þessi áhrif í heild sinni geti orðið veruleg í skilningi laga nr. 105/2006 um mat á umhverfisáhrifum áætlana.
ON hefur hug á að reisa jarðhitagarð á Hellisheiði innan skipulagssvæðisins.
Jarðhitagarðinum er ætlað að vera umgjörð um fjölbreytta starfsemi sem stuðlar að sem bestri nýtingu afurða Hellisheiðavirkjunar, jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun.

Samþykkt samhljóða að umhverfis- og matslýsing fari í lögboðinn feril.
7. 1704020 - Móttöku- og flokkunarstöð Vesturbakka.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka var í auglýsingu til 3. nóvember s.l.
Athugasemdir við tillöguna komu frá nokkrum aðilum.

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna greinargerð með aðstoð viðeigandi sérfræðinga og leggja fyrir bæjarstjórn.
8. 1706018 - Skipulags- og byggingarmál: Lagnaleið veitna að og frá iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar
Lögð fram tilboð í verkið "Fráveita-iðnaðarsvæði á Hafnarsandi"

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Óskaverk ehf. 58.750.582
Gleipnir verktakar ehf. 54.189.500
Aðalleið ehf. 53.165.200
Suðurtak ehf. 43.399.100
Urð og grjót ehf. 38.595.800
Suðurverk ehf. 53.006.800
Gott verk ehf. 60.757.500

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 47.227.000.

Samþykkt samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda Urð og grjót ehf. í verkið.

Einnig lögð fram tilboð í verkið "Stígur og lagnir að iðnaðarsvæði á Hafnarsandi"

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Stálborg ehf. 110.827.060
Suðurtak ehf. 96.195.700
Aðalleið ehf. 108.643.950
Hnullungur ehf. ógilt tilboð
D.Ing-verk ehf. 147.795.900
Auðverk ehf. 84.154.315
Gleipnir verktakar ehf. 81.797.300
Íslenskir aðalverktakar hf. 119.814.403
Jarðbrú ehf. 103.353.000

Kostnaðaráætlun EFLU 161.496.600

Samþykkt samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda Gleipnir verktakar ehf. í verkið að uppfylltum öllum skilyrðum útboðsins.
9. 1711032 - Samstarf sveitarfélaga: Beiðni SASS um umsögn um drög að orkunýtingarstefnu
Á ársþingi SASS í október sl. var samþykkt að vísa stefnu orkunýtingarnefndar SASS til aðildarsveitarfélaganna til umsagnar.

Af hálfu SASS er nú óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Ölfuss um stefnu nefndarinnar.

Bæjarstjórn fagnar fram kominni orkunýtingarstefnu og gerir engar efnislegar athugasemdir við stefnuna.
Til öflugrar atvinnuuppbyggingar á samstarfssvæði SASS er mikilvægt að heildstæð stefna liggi fyrir á þessu sviði sem þó ætti að vera hluti umhverfis-, auðlinda-og atvinnuuppbyggingarstefnu fyrir svæðið.
Það er mikilvægt að haldið verði áfram með þessa góðu vinnu og í framhaldinu verði markvisst unnið að því í samstarfi sveitarfélaganna að fjölga áhugaverðum atvinnutækifærum á svæðinu.
10. 1711033 - Samstarf sveitarfélaga: Félagafundur hjá Sorpstöð Suðurlands
Boðað er til félagafundar Sorpstöðvar Suðurlands 15. desember n.k.

Samþykkt samhljóða að fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verði Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.

11. 1706029 - Húsnæðismál: Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss
Lögð fram húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2017-2025.

Húsnæðisáætlunin samþykkt samhljóða.
12. 1711015 - Lýðheilsumál: Heilsueflandi samfélag.
Lögð fram tillaga þess efnis að Sveitarfélagið Ölfus sæki um til landlæknisembættisins og geri samstarfssamning við embættið um "Heilsuueflandi samfélag" en meginmarkið slíks samfélags er að styðja sveitarfélög í að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Samþykkt samhljóða.
13. 1611008 - Námur: Grjót- og malarnám. Efnistökusamningur í Lambafelli
Samþykkt samhljóða að framlengja efnistökusamning frá 30. ágúst 2007 um efnistöku í norðaustur jaðri Lambafells við Jarðefnaiðnað ehf. til 30. júní 2018.

Fyrir liggur að umrædd náma er innan þjóðlendu og unnið er að því að allar námur innan marka þjóðlendu í Sveitarfélaginu Ölfusi verði á forræði ríkisins í framtíðinni.
Þeirri vinnu er ekki lokið en unnið er samhliða að samningi á milli sveitarfélagsins og ríkisins um framtíðarrekstrarfyrirkomulag þessara náma og aðkomu sveitarfélagsins að því.
14. 1711028 - Umhverfis- og garðyrkjumál: Landgræðsla. Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2017
Landræðsla ríkisins sækir um styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" fyrir árið 2017 alls 18. þúsund krónur.

Samþykkt samhljóða.
15. 1710021 - Styrkir: Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018.
Stígamót sækja um rekstrarstyrk til sveitarfélagsins fyrir árið 2018.

Samþykkt samhljóða að veita samtökunum 135 þúsund kr. styrk.
16. 1708022 - Fjármál: Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2018-2021
Fjárhags og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2018-2021 lögð fram til fyrri umræðu.
Farið var yfir helstu liði og áherslur í áætluninni en síðan samþykkt samhljóða að vísa henni til síðari umræðu sem verður í bæjarstjórn þannn 14. desember n.k.

Þá var lögð fram tillaga þess efnis að álagningarprósenta útsvara á árinu 2018 verði óbreytt frá fyrra ári eða 14.52%

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
17. 1711001F - Bæjarráð Ölfuss - 294
Fundargerð bæjarráðs Ölfuss frá 9.nóvember s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
18. 1711002F - Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 25
Fundargerð hafnarstjórnar frá 8. nóvember s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
19. 1711003F - Markaðs- og menningarnefnd - 133
Fundargerð markaðs- og menningarnefndar frá 14. nóvember s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
20. 1711004F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 87
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 14. nóvember s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
21. 1711005F - Fræðslunefnd - 19
Fundargerð fræðslunefndar frá 14. nóvember s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
22. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
23. 1701032 - Fræðslumál: Fundagerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 16. og 30. október s.l. lagðar fram.

Til kynningar.
24. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 10 og 11. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
25. 1601020 - Hreinlætismál: Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 20. október s.l lögð fram.
Þá var fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 10.nóvember s.l. lögð fram.
Einnig var lögð fram skýrsla frá í október 2017 "Valkostir í söfnun og meðhöndlun úrgangs frá sveitarfélögum á Suðurlandi" unnin af Environice svo og tillögur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá í október 2017 um úrgangsmál á Suðurlandi.

Til kynningar.
26. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS 2016-2018
Fundargerð aðalfundar SASS frá 19. og 20. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
27. 1602011 - Heilbrigðismál: Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 19. október s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Mál til kynningar
28. 1711011 - Hreinlætismál: Urðun. Meðhöndlun úrgangs. Upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 6. nóvember s.l. þar sem vakin er athygli á breytingu sem gerð var á 6 gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs en greinin fjallar um upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlunum um meðhöndlun úrgangs.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?