Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 295

Haldinn í ráðhúsi,
11.01.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigurlaug Berglind Gröndal áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2017
Lagt fram rekstar- og framkvæmdayfirlit sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar-nóvember 2017.
Rekstur og framkvæmdir eru í öllum aðalatriðum í samræmi við fjárhagsáætlun ársins en tekjur töluvert hærri en upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir.

Til kynningar.
2. 1709009 - Byggðamál: Byggðakvóti fiskveiðiárið 2017-2018,
Lagt fram bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem tilkynnt er að sveitarfélaginu hafi verið úthlutað 81 þorskígildis tonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018.

Samþykkt samhljóða að úthluta kvótanum eftir sömu reglum og giltu í sveitarfélaginu vegna úthlutunar kvótans á síðasta fiskveiðiári.
Jón Páll Kristófersson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
3. 1801005 - Brú lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
Lagt fram samkomulag frá í janúar 2018 um uppgjör lífeyriskuldbindinga sveitarfélagsins til A-deildar Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga sem gerðar voru á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997 með setningu laga nr. 127/2016.
Sambærilegt uppgjör er gert við öll sveitarfélög landsins sem greitt hafa lífeyrissjóðsiðgjöld starfsmanna sinna til sjóðsins frá stofnun hans og til 31. maí 2017.
Samkomulagið byggir á því að Sveitarfélagið Ölfus greiði til lífeyrissjóðsins alls 297.057.131 kr. sem skiptist í framlag í lífeyrisaukasjóð kr. 214.405.076, framlag í varúðarsjóð kr. 23.066.341 og framlag í jafnvægissjóð kr. 59.585.714.
Heimilt er að greiða framlagið með útgáfu skuldabréfs til lengri tíma.

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að vinna að því að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir stærstum hluta greiðslunnar en hluti hennar verði tekinn af handbæru fé sveitarfélagsins.
Nánari útfærsla á málinu verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Samþykkt samhljóða að gera viðauka við gildandi fjárhagsáætlun 2018 í samræmi við bókun bæjarráðs.
4. 1801011 - Æskulýðs- og íþróttamál: Frístundastyrkir
Lögð fram tillaga þess efnis að frístundastyrkir sveitarfélagsins á árinu 2018 hækki úr 15 þúsund í 20 þúsund kr. á ári.

Samþykkt samhljóða.
5. 1704020 - Móttöku og flokkunarstöð Vesturbakka.
Á fundinn var mættur Sigurður Jónsson skipulags- og byggingafulltrúi
Lögð fram drög að greinargerð bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa vegna athugasemda sem bárust við deiliskipulagstillöguna.
Farið yfir helstu liði og áherslur í drögunum.
Umræðu síðan frestað.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
6. 1704002 - Lagafrumvörp: Beiðni Alþingis um umsögn
Lögð fram nokkur erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagna um mál sem liggja fyrir Alþingi.

Til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
7. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð stjórnar SASS frá 7. desember s.l. lögð fram.

Til kynningar.
8. 1611032 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð stjórnar Almannavarna Árnessýslu 18. desember s.l. lögð fram.

Til kynningar.
9. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. desember s.l. lögð fram.

Til kynningar.
10. 1601020 - Hreinlætismál: Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 14. desember s.l. ásamt fundargerð félagafundar SOS frá 15. desember s.l. lagðar fram.

Til kynningar.
11. 1602011 - Heilbrigðismál: Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15. desember s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Mál til kynningar
12. 1607014 - Skóla og velferðarmál: Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Lögð fram árskýrsla Þjónusturáðs Suðurlands vegna málefna fatlaðra fyrir árið 2017.

Til kynningar.
13. 1708024 - Umhverfismál: Eftirlit og gæsla í Reykjadal
Lagður fram undirritaður samningur milli Hveragerðisbæjar, Sveitarfélagsins Ölfuss og Landbúnaðarháskóla Íslands sem verkaupa og Hjálparsveitar skáta Hveragerði sem verksala dags. 22. desember 2017 um landvörslu og eftirlit í Reykjadal Ölfusi.
Gildistími samningsins er til 30. september 2018 án uppsagnar.

Samningurinn staðfestur samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?