Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 89

Haldinn í ráðhúsi,
18.01.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Anna Björg Níelsdóttir formaður,
Grétar Geir Halldórsson varaformaður,
Ágúst Örn Grétarsson aðalmaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Hróðmar Bjarnason aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1712026 - Framkvæmdaleyfi, Gagnaveitan
Gagnaveitan sækir um lagningu á ljósleiðara.
Gagnaveitan sækir um að leggja ljósleiðara frá Hlíðarendavegi niður með Gamla vegi að tengivirki við Skötubót. Fyrir liggur samþykki landeiganda á að fara um þeirra land með lögnina. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur afgreitt framkvæmdaleyfi fyrir lögnina.
2. 1712028 - Lóðarumsókn Ísleifsbúð 11-19
Lóðarumsókn Ísleifsbúð 11-19
Karki ehf sækir um raðhúsalóðina Ísleifsbúð 11-19.

Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðinni í samræmi við skilmála um lóðarúthlutun.
3. 1709013 - Lóðarumsókn Pálsbúð 13
Byggingarleyfi fyrir Pálsbúð 13
BV verk efh sækir um byggingarleyfi fyrir Pálsbúð 13. Byggingarfulltrúi hefur afgreitt erindið.
4. 1709014 - Lóðarumsókn Pálsbúð 15
Byggingarleyfi Pálsbúð 15
BV verk ehf sækir um byggingarleyfi fyrir Pálsbúð 15. Byggingarfulltrúi hefur afgreitt erindið.
5. 1801013 - Byggingarleyfi Gissurarbúð 2
Gissurarbúð 2, byggingarleyfi
Hrímgrund ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Gissurarbúð 2. Byggingarfulltrúi hefur afgreitt erindið.
6. 1801014 - Byggingarleyfi Gissurarbúð 4
Gissurarbúð 4, byggingarleyfi
Hrímgrund ehf sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á Gissurarbúð 4. Byggingarfulltrúi hefur afgreitt erindið.
7. 1712024 - Klettagljúfur 6, teikningar
Klettagljúfur 6, umsókn um byggingarleyfi
Atli Már Atlason, kt. 210880-3149 sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Klettagljúfri 6. Byggingarfulltrúi hefur afgreitt erindið.
Afgreiðsla: Aðalteikningar samþykktar.
8. 1801012 - Landskipti, Árbær land 3
Landskipti, Árbær land 3
Steinunn H. Sigurðardóttir, kt. 060637-2299 óskar eftir samþykki fyrir landskiptum á landi sínu Árbær land 3 sem er 2.5 ha. Lögum samkvæmt ber að afgreiða hvort sveitarfélagið heimili landskipti fyrir lönd sem skipt eru úr jörð, þó svo að það hafi verið gert fyrir mögum árum. Samkvæmt aðalskipulagi er þetta land, Árbær land 3, 2.5 ha, skilgreint sem landbúnaðarland. Aðalskipulag heimilar að deiliskipuleggja megi landbúnaðarland til uppbyggingar í samræmi við ákvæði greinargerðar með aðalskipulagi, hvað megi koma þar innan og hvað mikið magn af byggingum.
Samþykkt að heimila landskipti fyrir Árbær land 3.
9. 1801016 - Matfugl ehf, Hafnarskeið 9
Matfugl ehf, Hafnarskeið 9
Matfugl ehf óskar eftir að opna á milli bila sem fyrirtækið á að Hafnarskeiði 9. Þar er útungunarstöð fyrir fyrirtækið.Um er að ræða rými nr. 8 og nr. 9 í byggingunni sem eru í eigu Matfugls ehf. Á milli rýmanna er eldvarnarveggur EI60. Með að sameina rýmið í eitt rými fellur niður brunakrafan. Með þessu er verið að stækka vinnurýmið og koma fyrir aðstöðu fyrir starfsfólk.
Afgreiðsla: Erindið samþykkt.
10. 1801001 - Byggingarleyfi Mastur fyrir 112
Umsókn um uppsetningu á fjarskiptamastri
Neyðarlínan sækir um leyfi til að setja upp fjarskiptamastur fyrir sjófarendur vestan við Keflavík. Við mastrið kæmi einnig um 6 m2 tengihús. Mastrið gæti verði allt að 60 m. Áhrifasvæðið vegna staga fyrir mastrið er um 140 m á kant.
Afgreiðsla: Erindið samþykkt.
11. 1711024 - Deiliskipulag Sambyggð fjölbýli
Deiliskipulag við Sambyggð
Kynnt tillaga af deiliskipulagi við Sambyggð fyrir fjölbýlishús.Svæðið tekur til Sambyggðar 14 og 14b. Einnig Sambyggð 14a er minni lóð sunnan við Sambyggð 14 og 14b. Þessar lóðir eru fyrir tveggja hæða hús. Næst Selvogsbraut eru tvær lóðir fyrir fjölbýlishús, Sambyggð 18 og 20 og eru þær fyrir þriggja hæða fjölbýlishús.
Afgreiðsla: Samþykkt að tillaga að deiliskipulagi fari í lögboðinn feril.
12. 1711019 - Deiliskipulag: Gljúfurárholti
Deiliskipulag Gljúfurárholt
Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt, 1. áfanga hefur verið auglýst. Ábendingar hafa komið inn um minnstu stærðir á íbúðum í Klettagljúfur 19, 21, og 23, úr 60 m2 í 40 m2. Einnig að á lóðum sé einnig ákvæði um allt að 100 m2 iðnaðarhús fyrir létta og þrifalegan iðnað eins og ákvæðið um hesthús og gróðurhús. Innan lóðar er ekki heimilt að vera með gáma eða aðra hluti sem óprýði eða óþrif er að.
Afgreiðsla: Málið kynnt.
13. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Deiliskipulag Hafnarsvæðisins
Tillaga að aðalskipulags- og deiliskipulags tillögu á hafnarsvæðinu afgreidd í lögboðinn skipulagsferil. Skipulagslýsing hefur verið auglýst og kynnt. Brugðist hefur verið við athugasemdum. Tillagan kynnt á opnum fundi 18. janúar 2018.
Deiliskipulagsbreyting er unnin skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða vinnu við deiliskipulagið er unnið að breytingu á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022, með síðari breytingum. Innan deiliskipulagssvæðisins eru framkvæmdir sem falla undir lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og fellur deiliskipulagið því undir lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Með breytingunni er umhverfisskýrsla þar sem farið er yfir valkosti og helstu umhverfisáhrif breytingarinnar.
Helstu forsendur breytingarinnar eru að vöruflutningar á sjó hafa aukist og því eru mun tíðari komur vöruflutningaskipa til Þorlákshafnar, metið er að það haldi áfram að aukast á næstu árum. Sveitarfélagið hefur fengið mikið af fyrirspurnum frá stórum sem smærri fyrirtækjum um lausar lóðir en þetta eru fyrirtæki sem vilja og/eða þurfa að hafa gott aðgengi að höfn. Því vill sveitarfélagið vera í stakk búið til að bjóða upp á fjölbreytt úrval af lausum lóðum innan svæðis sem skilgreint er undir hafnsækna starfsemi og krefst nálægðar við hafnarsvæði. Meginmarkmið með breytingunni eru:
Að fjölga lóðum fyrir hafnsækna starfsemi á og við hafnarsvæðið.
Að skapa áfram góð skilyrði fyrir fiskihöfn og vinnslu.
Að aðlaga höfnina og starfsemi hennar að auknum umsvifum vöruflutninga.
Að búa í haginn fyrir annarri starfsemi sem fer vel með hafnsækinni starfsemi.
Að bæta aðkomu að hafnarsvæðinu og gera umferð vélknúinnar umferðar sem og gangandi og hjólandi skilvirkari, m.a. með undirgöngum undir Þorlákshafnarveg og færslu stofnbrautar að hafnarsvæðinu.
Helstu breytingar á deiliskipulaginu eru:
Deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðurs og skilgreindar nýjar lóðir og umferðarkerfi á því svæði.
Hafnarbakki verður stofnbraut niður að Herjólfsbryggju.
Mislæg gatnamót við Þorlákshafnarveg færast norðar.
Nokkrar breytingar eru gerðar á hafnarmannvirkjum, fyllingum og viðleguköntum.
Gert er ráð fyrir möguleika á ferðaþjónustustarfsemi í bland við hafnarstarfsemi, þar sem það fer saman.
Stígakerfi var endurskoðað m.t.t. góðra tenginga á milli reita með áherslu á nýja svæðið til norðurs.
Afgreiðsla: Samþykkt að aðalskipulagið og deiliskipulagið fari í lögboðinn feril.
14. 1703042 - Rammaskipulag: Þorlákshöfn Norðursvæði.
Rammaskipulag miðsvæði.
Skipulagssvæðið afmarkast af Vesturbakka til austurs, Ölfusbraut til vesturs, Hafnarvegi til norðurs og Egilsbraut til suðurs. Rammaskipulagið tekur mið af ákvæðum í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 um hvernig stjórnvöld skuli vinna að skipulagsmálum. Sérstakelga er tekið á búsetrumynstri og dreifingu byggðar. Skipulag byggðarinnar stuðli af sjálfbærri þróun þéttbýlisins með þéttri samfelldri byggð, endurskipulagingu vannýttra svæða og eflingu nærsamfélagsins. Uppbygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis verði í samræmi við þarfir samfélagsins á hverjum tíma og til framtíðar. Skipulagið stuðli að gæðum í hinu byggða umhverfi og að yfirbragð og mælikvarði nýrrar byggðar falli að bæjarmyndinni. Jafnframt verði stuðlað að heilnæmu umhverfi sem veiti góð skilyrði til búsetu. Í greinargerð með rammaskipulaginu er farið yfir viðfangsefni og markmið. Áherslur skipulagsnefndar skýrðar. Svæðinu skipt upp í reiti með áherslum á uppbyggingu á hverjum reit. Reitirnir eru A, Norðursvæði með blandaðri byggð, íbúðir, verslun, þjónusta, léttur iðnaður og opin svæði. B, Miðsvæði með verslun og þjónusta, íbúðir og bæjargata. C, Núverandi íbúðarbygg frá Selvogsbraut að Egilsbraut. Íbúðarsvæði og græn útivistarsvæði. Greinargerðin skýrir hvernig landnotkun verður, sérákvæði einstakra reita.
15. 1711022 - Orka náttúrunnar, deiliskipulag jarðhitagarður
Deiliskipulag fyrir Jarðhitagarð við Hellisheiðavirkjun.
Orka náttúrunnar sækir um leyfi til að auglýsa deiliskipulag fyrir Jarðhitagarð við Hellisheiðavirkjun. Skipulagsslýsing hefur verið auglýst og kynnt. Á opnum kynningarfundi 18. janúar 2018 verður deiliskipulagið kynnt.
Afgreiðsla: Samþykkt 10. breyting á deiliskipulagi fyrir Hellisheiðavirkjun fari í lögboðinn auglýsingarferil.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?