Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 20

Haldinn í ráðhúsi,
17.01.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Michal Rybinski varaformaður,
Hansína Björgvinsdóttir aðalmaður,
Ólafur Hannesson aðalmaður,
Svanlaug Ósk Ágústsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðfinnsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi,
 áheyrnarfulltrúi,
Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri.
Fundargerð ritaði: Ágústa Ragnarsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Í lok nóvember var haldinn fundur með foreldrum barna í 5. bekk. Tilefnið voru samskipti nemenda, einkum utan skóla og á samskiptamiðlum. Bryndís Jónsdóttir fræðslufulltrúi frá samtökunum Heimili og skóli kom á fundinn. Fundurinn var afar vel sóttur af foreldrum, erindið gott og uppbyggilegar umræður mynduðust.
Nemendaverndarráðsfundir eru haldnir í skólanum að meðaltali einu sinni í mánuði.
Foreldrafélag skólans var með árlegt föndurkvöld 30. nóvember.
Aðstoðarskólastjóri fór á samráðsfund skólastjórnenda hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 1. desember.
4. desember kom rithöfundurinn Marta Hlín og las upp úr bókinni Rökkurhæðir fyrir nemendur á unglingastigi.
Jólakvöldvökur allra stiga voru haldnar í desember og ýmislegir aðrir jólatengdir vikðburðir voru á dagskrá s.s. jólaslökun, jólapeysu/jólafatadagur, dansað í kringum jólatréð með vinabekkjum, jólabingó, kertastund og jólasamvera.
Skólaráðsfundur var haldinn 8. desember.
Uppskeruhátíð elstu deildar leikskólans og 1. bekkjar GÞ var í sal Tónlistarskólans 13. desember. Uppskeruhátíðin er liður í samstarfi leikskólans og grunnskólans.
Kvenfélag Þorlákshafnar styrkti grunnskólann um veglega peningaupphæð og var þeim fjármunum ráðstafað til að þess að gera betri aðstöðu í glerhýsi en auk þess var keyptur góður þráðlaus hátalari, 5 spjaldtölvur, dróni, geislaspilari og sitthvað fleira nýtilegt. Kvenfélaginu hefur verið þakkað fyrir þessa rausnalegu gjöf og góðan stuðning við skólastarfið.
Starfsdagur var 3. janúar. Þann dag kom Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri Álftanesskóla í heimsókn og kynnti fyrir öllu starfsfólki uppeldisstefnuna Uppeldi til ábyrgðar. Í framhaldi af nýjum skólareglum sem tóku gildi í haust verður tekin upp uppeldisstefna í GÞ og var kynningin liður í þeim aðdraganda.
Í upphafi árs kom þær fréttir að GÞ hefði hlotið myndarlegan styrk úr sjóðnum Forritar framtíðarinnar. Í styrknum felst námskeið fyrir kennara þar sem kenndar verða leiðir í forritunarkennslu fyrir nemendur. Þá fær GÞ einnig 15 tölvur frá sjóðnum. Samningur var gerður um þróunarverkefnið og auglýst hefur verið eftir áhugasömum kennurum til þátttöku og nú þegar hafa sjö kennarar skráð sig í verkefnið.
2. 1602029 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Starfsmannahald.
Einhverjar breytingar og tilfæringar eru að venju í starfsmannahaldi grunnskólans.
Stuðningsfulltrúi í 75% starfi sagði starfi sínu lausu, staðan var auglýst og sóttu 7 um starfið sem ráðið hefur verið í.
Kennari sem ætlaði að vera í launalausu leyfi þetta skólaár óskaði eftir að koma aftur til starfa um áramót og var hægt að verða við því vegna vöntunar á grunnskólakennara.
Þá hefur einn kennari óskað eftir launalausu leyfi frá 1. mars sem verður veitt og afleysing leyst innanhúss.
Þá urðu róteringar á milli kennara í umsjónarkennslu og forfalla- og stuðningskennslu.
3. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Um miðjan nóvember kom Leikhópurinn Vinir og sýndu leikritið Strákurinn sem týndi jólunum. Ungir og aldnir skemmtu sér hið besta. Leiksýningin var í boði foreldrafélagsins.
Í desember skiptust börn á hverri deild á að taka heim með sér jólasveinabangsa. Foreldrar skrifuðu svo ferðasögu í þar til gerða bók og voru þessar sögur svo lesnar í skólanum fyrir hin börnin. Er þetta skemmtilega tenging milli heimilis og skóla.
1. desember var grænn litadagur. Allir mættu í einhverju grænu eða með eitthvað grænt á sér.
5. desember kom fulltrúi frá Landvernd og afhenti leikskólanum Grænfána fyrir verkefnið Lýðheilsu. Leikskólafólk er afar ánægt að hafa náð sínum markmiðum hvað varðar lýðheilsu en undir þann lið fellur öll hreyfing, útivera, hollt mataræði og vellíðan. Þegar er farið að vinna að undirbúningi fyrir næsta Grænfána sem er þemað Átthagar. Fræðslunefnd óskar Bergheimum til hamingju með þennan nýja Grænfána.
Oft þurfa uppíbrot á hversdegi ekki að vera stór til þess að vera yndisleg. Einn morgun rétt fyrir jólin gerðu matráðarnir heitt súkkulaði sem drukkið var úti um leið og horft var á sólarupprásina í fallegu og köldu veðri - og maulaðar voru piparkökur með!
Jólaball var 12. desember í Ráðhúsinu. Foreldrar og forráðamenn fjölmenntu. Nemendur úr tónlistarskólanum sáu um tónlistarflutning að venju með aðstoð söngvara úr grunnskólanum og jólasveinar mættu á svæðið með pakka.
18. desember var kirkjan heimsótt. Þar tóku séra Baldur og Guðmundur djákni á móti börnum og kennurum.
1. janúar breyttust vistunatímar í Bergheimum og verða foreldrar að velja vistunartíma og er því vali að ljúka. Tímarnir sem boðið er upp á eru frá ýmist 7.30, 7.45, 8.00 og 9.00. Helsta breytingin með þessu vali er sú að fleiri koma nú fyrr á morgnana og enda sinn vistunardag fyrr. Nú er unnið í því að breyta vöktum í samræmi við þetta.
8. janúar kom Anna Margrét Magnúsdóttir og hélt skyndihjálparnámkskeið fyrir allt starfsfólk.
9. janúar komu Ása Bjarnadóttir og Alda Kristjánsdóttir frá félagi eldri borgara og lásu fyrir börnin á Álfa- og Dvergaheimum.
Nýframkvæmdum við elsta hluta leiksskólans miðar ágætlega. Leiksskólastjóri og framkvæmdaaðilar hafa unnið saman að því að gæta þess að stórt og smátt skili sér rétt í framkvæmdinni enda í mörg horn að líta. Framkvæmdum við byggingu lýkur í vor og mikilvægt er að frágangur á lóð verði til búin strax að loknu sumarfríi leikskólans.
4. 1602031 - Leikskólinn Bergheimar: Starfsmannahald.
Einn starfsmaður hefur verið ráðinn í 50% starf vegna sérstuðnings.
Þá hefur verið ráðið fólk í tímabundnar afleysingar vegna fæðingarorlofa, langtímaveikinda og orlofa.
5. 1703014 - Leikskólinn Bergheimar: Ársskýrsla.
Ársskýrsla Bergheima fyrir starfsárið 2017 lögð fram til kynningar.
6. 1801038 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Fundagerðir skólaráðs.
Fundargerð skólaráðs grunnskólans frá 8. desember 2017 lögð fram.
Fundargerðin staðfest samhljóða.
7. 1711040 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Starfsáætlun 2017-2018
Starfsáætlun Grunnskólans í Þorlákshöfn lögð fram til samþykktar.
Starfsáætlun samþykkt samhljóða.
Starfsáætlunina er hægt að sjá á heimasíðu skólans.
8. 1711039 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skólanámsskrá 2017-2018
Skólanámskrá Grunnskólans í Þorlákshöfn lögð fram til samþykktar.
Skólanámskrá samþykkt samhljóða.
Skólanámskrá hvers bekkjar er hægt að sjá á heimasíðu skólans.
9. 1711035 - Leikskólinn Bergheimar: Verklagsreglur
Yfirfarnar og endurbættar verklagsreglur Leikskólans Bergheima lagðar fram til samþykktar.
Verklagsreglur samþykktar samhljóða.
Verklagsreglur leikskólans er hægt að sjá á heimasíðu skólans.
10. 1801040 - Leikskólinn Bergheimar: Könnun á öryggi barna í bílum.
Samgöngustofa framkvæmir könnun á öryggi barna í bílum annað hvert ár.
Stjórnendur Leikskólans Bergheima óskuðu eftir að fá að vera með í úrtaki að þessu sinni.
Niðurstaðan er viðunandi en ávallt er hægt að gera betur.
Fræðslunefnd skorar á foreldra og forráðamenn að tryggja öryggi barnanna sem og sitt eigið ætíð.
11. 1801039 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Bjarg námsver.
Síðla árs 2016 óskuðu skólastjórnendur Grunnskólans í Þorlákshöfn eftir aðkomu kennsluraðgjafa skólaþjónustu Árnesþings til að skoða mögulegar breytingar á fyrirkomulagi kennslu vegna nemenda sem glíma við mikla hegðunar- og námserfiðeika og/eða þroskafrávik þar sem umræddir nemendur eiga erfitt með að stunda nám sitt inni í bekk.
Skólastjórnendur, sérkennarar, þroskaþjálfi og fulltrúar frá skólaþjónustunni byrjuðu undirbúnings- og skipulagsvinnu fyrir slíkt námsver í byrjun janúar 2017. Námsverið, sem hlautið nafnið Bjarg, hefur verið starfrækt í grunnskólanum frá því í haust.
Sem fyrr segir er Bjarg námsver fyrir nemendur sem eiga erfitt með að stunda nám sitt alfarið inni í bekk. Nemendur er undir umsjón umsjónarkennara en stunda nám sitt að hluta til eða nánast alfarið i minni námshópi í sér stofu undir leiðsögn þroskaþjálfa, íþróttakennara og stuðningsfulltrúa.
Með þessu er leitast við að veita nemendum með sérþarfir, námshvatningu og atferlismótandi námsumhverfi við hæfi. Jafnframt eru nemendur Bjargs hvattir til jákvæðra samskipta og leitast er við að gera skólagönguna ánægjulega og árangursríka.
Skólastjóri og fulltrúi kennara sögði frá reynslunni af Bjargi þessa fyrstu mánuði starfsins þar og voru algjörlega sammála um að nú þegar væri úrræðið farið að skila sér inn í skólastarfið. Fræðslunefnd fór og skoðaði aðstöðu Bjargs, heilsaði upp á nemendur og starfsfólk námsversins. Það er ljóst að Bjarg er komið til að vera, vaxa og dafna.
Fræðslunefnd fagnar þessu jákvæða skrefi í skólastarfinu og styður verkefnið heilshugar.
Nánar má kynna sér starfsemi Bjargs inn á heimasíðu grunnskólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?