Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 135

Haldinn í ráðhúsi,
07.02.2018 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Valgerður Guðmundsdóttir aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elsa Gunnarsdóttir aðalmaður,
Anna Margrét Smáradóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Smáradóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1801074 - Ferðamál: Kynning á Markaðsstofu Suðurlands
Dagný Hulda framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar kynnir helstu áherslur og starfssemi Markaðsstofu Suðurlands fyrir Markaðs- og menningarnefnd, kjörnum fulltrúum og bæjarstjóra.
Íslandsstofa - islandsstofa.is, Markaðsstofur landshlutanna - markadsstofur.is, Markaðsstofa Suðurlands - south.is

Markaðs- og menningarnefnd tekur það fram að frá því að Markaðsstofan var stofnuð er komin skýrari stefnumörkun og skýrar áherslur varðandi landshlutann. Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði endurnýjaður.
 
Gestir
Dagný Hulda framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands -
Gunnsteinn Ómarsson -
Gunnar Þorgeirsson formaður Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga -
2. 1801075 - Viðburðir: Hafnardagar
Hafnardagar verða haldnir í kjölfar Unglingalandsmótsins með öðru sniði en vanalega.
3. 1801076 - Viðburðir: Unglingalandsmót
Markaðs- og menningarnefnd veitir markaðs- og menningarfulltrúa fullt umboð til að sinna þeim verkefnum sem til falla vegna unglingalandsmóts.
4. 1801077 - Viðburðir: Leiksýningin Gísli á uppsölum
Tekið fyrir erindið varðandi leiksýninguna Gísli á uppsölum og felur markaðs- og menningarnefndarfulltrúa að finna hentuga dagsetningu og sjá um auglýsingar.
5. 1801078 - Menningarmál: Sýning á Selvogsbrautinni
Markaðs- og menningarnefnd ræddi hugmyndir að sýningu á Selvogsbraut og felur Markaðs- og menningarfulltrúa að vinna að hugmyndinni.





Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?