Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 296

Haldinn í ráðhúsi,
08.02.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2017-2018.
Lagt fram yfirlit yfir stöðu bókhalds sveitarfélagsins pr. 31.12. 2017 eins og það stendur miðað við 6. febrúar 2018.
Uppgjöri er ekki lokið en líkur á að rekstur þess verði með ágætum á árinu og niðurstöður betri en gildandi áætlun gerir ráð fyrir og munar þar mestu að tekjur hafa verið hærri en áætlað var.
Þá er rekstur málaflokka í öllum meginatriðum í samræmi við áætlanir.

Til kynningar.
2. 1802021 - Byggingarmál: Gatnagerðargjöld einbýlishúsalóða í Búðahverfi í Þorlákshöfn
Lögð fram tillaga þess efnis að framlengja afslátt af gatnagerðargjöldum á lóðum í Búðahverfi sem gilti á árinu 2017 út maí mánuð 2018.
Aðrir afslættir af gatnagerðargjöldum féllu niður frá og með 31. desember 2017.

Samþykkt samhljóða.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
3. 1601033 - Skotíþróttafélag Suðurlands: Lóðarleigusamningur.
Skotíþróttafélag Suðurlands óskar eftir framlengingu á lóðarleigusamningi sem félagið hefur við sveitarfélagið um lóð úr landi jarðarinnar Þorlákshöfn nánar tiltekið austan Þorlákshafnarvegar og ofan Eyrabakkavegar samkvæmt lóðarleigusamningi dags. 14. mars. 2002.

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við félagið um endurnýjun samningsins sem síðan yrði lagður fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.
Fundargerðir til kynningar
4. 1602036 - Æskulýðsmál: Fundargerðir framkvæmdanefndar ULM 2018.
Fundargerð framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ frá 31. janúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
5. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð stjórnar SASS frá 11 og 12. janúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
6. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
7. 1602011 - Heilbrigðismál: Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 25. janúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
8. 1601020 - Hreinlætismál: Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 30. janúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Mál til kynningar
9. 1801005 - Brú lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
Lagt fram yfirlit frá framkvæmdastjóra SASS um skuld SASS og tengdra stofnana í tengslum við uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Auk SASS er hér um að ræða Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Menningarráð Suðurlands.
Heildarskuld framangreindra stofnana við sjóðinn er ríflega 77 m.kr. og er hlutdeild Sveitarfélagsins Ölfuss í þeirri tölu 5.253.463.

Samþykkt samhljóða að greiða umrædda upphæð eða ríflega 5 miljonir kr. til SASS sem sér svo um endanlegt uppgjör við Brú lífeyrissjóð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?