Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 297

Haldinn í ráðhúsi,
08.03.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigurlaug Berglind Gröndal áheyrnarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Péturssson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2017-2018.
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins ásamt yfirliti yfir stöðu verklegara framkvæmda miðað við 31. janúar 2018.
Þá var einnig lagt fram yfirlit yfir stöðu bókhalds sveitarfélagsins pr. 31.12.2017.
Uppgjör ársins liggur að mestu leyti fyrir og niðurstöður ársins mjög ásættanlegar.

Bæjarstjóri og bæjarritari gerðu grein fyrir yfirlitunum og helstu niðurstöðum þeirra.

Til kynningar.
2. 1802033 - Fasteignaskattur: Beiðni Golfklúbbs Hveragerðis um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Golfklúbbur Hveragerðis óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum klúbbsins fyrir árin 2017 og 2018.

Samþykkt samhljóða að hafna erindinu því það fellur ekki að reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignagjalda til félaga og félagasamtaka.
3. 1802060 - Fjármál: Almennt efni um fjármál. Styrktarsjóður EBÍ 2018.
Lagt fram bréf Styrktarsjóðs EBÍ dags. 21. febrúar s.l. þar sem auglýst er eftir umsóknum úr styrktarsjóði félagsins fyrir árið 2018.
Umsóknarfrestur er til aprílloka.

Til kynningar.

4. 1803008 - Lánasjóður sveitarfélaga: Aðalfundur 2018
Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga 23. mars. n.k.
Samþykkt samhljóða að fulltrúi sveitarfélagins á fundinum verði Guðni Pétursson bæjarritari.
5. 1803009 - Starfsmannamál: Skipulags- og byggingarsvið
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að gera samning um starfslok við Sigurð Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúa.
Í samstarfi við Capacent verður staða byggingarfulltrúa auglýst á næstu dögum.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
6. 1803001 - Byggingarmál: Erindi vegna breytinga á mannvirkjalögum
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar s.l. varðandi frumvarp um breytingar á mannvirkjalögum.

Samþykkt samhljóða að taka undir umsögn sambandsins um málið.
Fundargerðir til kynningar
7. 1703033 - Menningarmál: Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga
Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga frá 27. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
8. 1506123 - Skóla- og velferðarmál: Fundargerðir NOS.
Fundargerð NOS frá 22. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?