Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 91

Haldinn í ráðhúsi,
15.03.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Anna Björg Níelsdóttir formaður,
Grétar Geir Halldórsson varaformaður,
Ágúst Örn Grétarsson aðalmaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1802056 - Uppgræðslusjóður Ölfuss: Umsóknir 2018.
Umsóknir í Uppgræðslustjóð.
Auglýst var eftir verkefnum sem Uppgræðslusjóður Ölfuss tæki til skoðunar að styrkja. Uppgræðslusjóði er heimilt að veita landeigendum, Sveitarfélaginu Ölfusi, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands tyrki til landbótaverkefna. Hlutfall styrkja getur numið allt að 2/3 af áætluðum heildarkostnaði, þ.e. kostnaði við vinnu, tæki og kaup á aðföngum til verksins, en þó aldrei meira en sem nemur 10% þess fjár sem til úthlutunar er hverju sinni.
All komu níu umsóknir til Uppgræðslusjóðs Ölfuss að upphæð 6.134.000,-. Til úthlutunar er 3.726.000,-

1. Uppgræðslusjóður Ölfuss: Umsóknir 2018. - 1802056
Umsóknir í Uppgræðslustjóð.
Auglýst var eftir verkefnum sem Uppgræðslusjóður Ölfuss tæki til skoðunar að styrkja. Uppgræðslusjóði er heimilt að veita landeigendum, Sveitarfélaginu Ölfusi, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands tyrki til landbótaverkefna. Hlutfall styrkja getur numið allt að 2/3 af áætluðum heildarkostnaði, þ.e. kostnaði við vinnu, tæki og kaup á aðföngum til verksins, en þó aldrei meira en sem nemur 10% þess fjár sem til úthlutunar er hverju sinni.
All komu átta umsóknir til Uppgræðslusjóðs Ölfuss að upphæð 6.134.000,-. Til úthlutunar er 3.726.000,-

1.Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss, í skógarreit félagsins.
Kostnaður 830.000,-
Sótt um 600.000,-
Fjármögnun og eigið framlag 230.000,- 28%

Afgreiðsla: Veitt 300.000,-


2.Landgræðsla ríkisins,vestan við Hengill.
Kostnaður 1.882.000,-
Sótt um 1.000.000,-
Eigið framlag, mótframlag og aðrir styrkir 882.000,- 47%

Afgreiðsla: Veitt 744.000,-

3.Landgræðsla ríkisins, vestan Gamla vegar norðan við Þorlákshöfn.
Kostnaður 630.000,-
Sótt um 422.000,-
Eigið framlag 208.000,- 33%

Afgreiðsla: Veitt 250.000,-


4.Landgræðsla ríkisins, gróðurstyrking milli vega.
Kostnaður 630.000,-
Sótt um 422.000,-
Eigið framlag 208.000,- 33%

Afgreiðsla: Veitt 250.000,-


5.Landgræðsla ríkisins, Kamburinn austan Þorlákshafnar, innan við hann að þjóðvegi.
Kostnaður 1.790.000,-
Sótt um 1.190.000,-
Eigið framlag 600.000,- 33%

Afgreiðsla: Veitt 744.000,-


6.Gólfklúbbur Þorlákshafnar, uppblástur við golfvöllinn, kamburinn og nærsvæðið við golfklúbbinn.
Kostnaður 710.000,-
Sótt um 400.000,-
Eigið framlag 310.000,- 44%
Afgreiðsla: Veitt 250.000,-


7.Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Uppgræðsla, gróðursetning og áburðargjöf í skógarreit félagsins, Þorlákshafnarsandur inna 69 ha svæðis.
Kostnaður 2.210.000,-
Sótt um 1.500,000,-
Eigið framlag 630.000,-

Afgreiðsla: Veitt 588.000,-


8.Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Uppgræðsla, gróðursetning og áburðargjöf í skógarreit félagsins. Þorlákshafnarsandur innan 69 ha svæðis
Kostnaður 830.000,-
Sótt um 600.000,-
Eigið framlag 60.000,-

Afgreiðsla: Veitt 300.000,-


9.Hestamannafélagið Háfeti.Uppgræðsla beitarhólf norðan við hesthúsahverfið.

Kostnaður 1.190.000,-
Sótt um 590.000,-
Eigið framlag 600.000,- 50,5%

Afgreiðsla: Veitt 300.000,-


2. 1803005 - Stöðuleyfi, Kléberg 3
Stöðuleyfi fyrir gám.
Byggingarfulltrúi heimilaði stöðuleyfi fyrir gám innan lóðar að Klébergi 3 í allt að 12 mánuði, meðan á byggingarframkvæmdum við bílgeymslu stendur yfir.
Afgreiðsla: Samþykkt stöðuleyfi til 12 mánaða.
3. 1803010 - Skipulag, uppskipti á landi Liti og Stóri Saurbær og Þúfa
Uppskipting á landi úr Litla- og Stóra Saurbæ og Þúfu.
Litli- og Stóri Saurbær og Þúfa eiga land sem liggur innan Ölfuss og Hveragerðis. Með uppskiptunum er verið að greina sér það land sem er innan Ölfuss.

Afgreiðsla: Landskiptin samþykkt.
4. 1803002 - Skipulagsmál: Aðalskipulag.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfs
Kynning á iðnaði og annarri landfrekri starfsemi.

Afgreiðsla: Ekki gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.
5. 1803003 - Skipulagsmál:
Aðalskipulag. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkuar
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar. Kynning á breyttri afmörkun á landnotkun.

Afgreiðsla: Ekki er gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.
6. 1708016 - Lóðarumsókn Ísleifsbúð 16-20
Ísleifsbúð 16-20
Ísleifsbúð 16-20 sem úthlutað var til Lúðvíks Matthíassonar. Teikningar liggja fyrir. Lúðvík óskar eftir að fá teikningar samþykktar og hefja framkvæmdir fyrir 17. apríl 2018. Verði framkvæmdir ekki hafnar fyrir 17. apríl 2018 kemur lóðin inn sem laus lóð.
Afgreiðsla: Rætt um úthlutunarreglur lóða. Lóðarhafi skal halda sér við þau tímamörk sem getið er um á úthlutunarblaðinu með lóðarveitingunni og 14. gr. reglugerðar um gatnagerðargjöld.
7. 1803006 - Umsókn um lóð, Ísleifsbúð 16-20
Umsókn um lóðina Ísleifsbúð 16-20
Fyrirtækið Karki ehf sækir um Ísleifsbúð 16-20.

Afgreiðsla: Lóðin Ísleifsbúð 16-20 er ekki laus til úthlutunar á þessum fundi og umsókninni því hafnað.
8. 1803011 - Umsókn um lóð Pálsbúð 14 ÓAK ehf
Umsókn um lóð
ÓAK ehf, kt. 481215-3820, sækir um lóðina Pálsbúð 14 og til vara Pálsbúð 16.

Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta ÓAK ehf lóðinni Pálsbúð 14 að uppfylltum skilyrðum sem koma fram í úthlutunarbréfinu.
9. 1803012 - Umsókn um lóð, Pálsbúð 16 Ólöf Ásta
Umsókn um lóð
Ólöf Ásta Karlsdóttir, kt. 0904684489 sækir um Pálsbúð 16 og til vara um Pálsbúð 14.

Afgreiðsla: Samþykkt að veita Ólöfu Ástu Karlsdóttur Pálsbúð 16 að uppfylltum skilyrðum sem koma fram í úthlutunarbréfinu.
10. 1803013 - Umsókn um lóð Pálsbúð 14 og til vara nr. 16 Ólöf Ásta Karlsdóttir, kt.0904684489
Umsókn um Pálsbúð 14 og til vara Pálsbúð 16
Ólöf Ásta Karlsdóttir, kt. 0904684489, sækir um lóðina Pálsbúð 14 og til vara Pálsbúð 16.

Afgreiðsla: Ekki er hægt að verða við erindinu. Pálsbúð 14 og Pálsbúð 16 er þegar úthlutað.
11. 1802058 - byggingarleyfi Klettagljúfur 10
Klettagljúfur 10, sótt um breytingu á ytra útliti
Sótt um leyfi til að klæða bjálkahús að utan. Lekta, einangra og setja bárujárn sem klæðningu. Bjálkahús uppfylla ekki ákvæðum byggingarreglugerðar hvað einangrunagildi varðar, og þarf að einangra þau að innan eða utan.

Afgreiðsla: Erindið um að lekta upp húsið að utan, einangra og klæða er samþykkt.
12. 1803019 - Orka náttúrunnar, leyfi fyrir niðurrennsli
Framkvæmdaleyfi, niðurrennsli við Hverahlíð.
Orka Náttúrunnar fyrirhugar nú framkvæmdir í tilraunaskyni til að kanna nýja möguleika fyrir niðurrennsli Hellisheiðarvirkjunar. Niðurstöður vinnu við heildarskoðun Hengilsins, sem fólst í að vinna hugmyndalíkan fyrir jarðhitageyminn, leiddu í ljós að í stað einnar heitrar uppsprettu eins og haldið var áður er vinnanlegur jarðhiti í suðvestur-norðaustur sprungum með kaldari göngum inn á milli. Orka náttúrunnar hefur hug á því að kanna möguleika þessa köldu ganga til niðurrennslis, enda þekkt að kaldara berg tekur betur við niðurrennsli en það sem heitara er.

Á fundinn mættu fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar og kynntu fyrirhugaða framkvæmd að m.a. að tengja holu HE-55 í Hverahlíð við núverandi niðurrennslisveitu Hellisheiðarvirkjunar (Gráuhnúkalögn). Fyrirspurnin er um að leggja yfirborðslögn í tilraunaskyni til að flytja 100 L/s af afrennslisvatni í holu HE-55 en On reiknar með að tilraunin myndi standa yfir til ársloka 2019.

Lýsing á framkvæmd.
Gert er ráð fyrir að yfirborðslögnin muni liggja norðan Suðurlandsvegar frá núverandi niðurrennslislögn í nánd við Hamragilsveg og þaðan meðfram gamla vegslóðanum til austurs, fram hjá Skíðaskálanum og upp á brekkubrúnina. Þar er gert ráð fyrir að lögnin fari undir Suðurlandsveg og liggi með gömlum vegslóða til suðurs að holu HE-55 í Hverahlíð.

Á Hellisheiði er í gildi deiliskipulag ON fyrir Hverahlíðarvirkjun annarsvegar og Hellisheiðarvirkjun hinsvegar. Lagnaleiðin er ekki skilgreind í núverandi deiliskipulagi. Lagnaleiðin norðan Suðurlandsvegar er ekki á iðnaðarsvæði í aðalskipulagi.

Óskað er eftir áliti sveitarfélagsins hvort yfirborðslögn í tilraunaskyni til ársloka 2019 kalli á breytingu á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagi, eða hvort sveitarfélagið geti gefið framkvæmdaleyfi fyrir yfirborðslögn sem fengi að standa í þennan tilraunatíma.

Komi í ljós að HE-55 standi undir væntingum sem niðurrennslissvæði gerir On sér grein fyrir því að breyta þurfi aðal og deilisskipulagi til samræmis. Þá kæmi einnig til greina, ef varanleg lögn yrði sett í stað yfirborðslagnar í tilraunaskyni að hún yrði grafin niður og gengið frá henni í samræmi við svokallaðan Hellisheiðarfrágang, sem góð reynsla er komin á.

Afgreiðsla: Erindið var rætt og verður tekið fyrir með bæjarstjórn Ölfuss og skipulagsráðgjöfum sveitarfélagsins.
13. 1803004 - Deiliskipulagsbreyting Mýrarsel 16
Mýrarsel, kjarni við Hvammsveg
Fyrirspurn er um að stærðarákvörðun í deiliskipulagi um stærð mannvirki verði breytt, innan F1 og þá sérstakelga fyrir lóðina Mýrarsel 16.
Heimilt væri að vera með frístundahús allt að 260 m2 og gesta/gróðurhús/geymsla allt að 80 m2.

Afgreiðsla: Lóðarhafar leggi inn tillögu af breytingum á greinargerð með deiliskipulaginu um stærðarkröfur af byggingarmagni á lóðum innan F1.
14. 1803024 - Umhverfismál
Verkefnið ber heitið Umhverfis-Suðurland og er markmiðið að fara í sameiginlegt átak á Suðurlandi í umhverfismálum, jafnt í tiltekt og fræðslu til íbúa.
Erindi sent til sveitarfélaganna á Suðurlandi og snýst um áhersluverkefni á vegum SASS í tengslum við umhverfismál þar sem þátttöku sveitarfélaganna er óskað. Óskað er eftir að sveitarfélögin tilnefni hvert sinn fylltrúa í verkefnið.
Hugmyndin af verkefninu kom í ályktun Umhverfisnefndar sem samþykkt var á sl. ársþingi SASS. Ályktunin var eftirfarandi:
Ársþing SASS 2017 leggur til að farið verði í sameiginlegt sunnlenskt átak í almennri tiltekt og umhverfisþrifum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands áhersla verði lögð á skynsamlega flokkun og endurvinnslu og SASS hafi forgöngu um þetta mál fyrir hönd Sunnlendinga.

Verkefnið ber heitið Umhverfis-Suðurland og er markmiðið að fara í sameiginlegt átak á Suðurlandi í umhverfismálum, jafnt í tiltekt og fræðslu til íbúa. Viljum við að Suðurland verði leiðandi í umhverfismálum á landsvísu. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við auglýsingastofu sem mun samræmra útlit á verkefnið.

Verkefnið snýst að hluta til um að virkja íbúa á Suðurlandi til þátttöku í ýmsum viðburðum tengdum umhverfismálum og að Suðurland verði áberandi þátttakandi.

Til að Umhverfis-Suðurland verði að veruleika þurfum við samstillt átak okkar allra.

Fyrsti stóri viðuburðurinn er Strandhreinsunardagurinn 6. maí, þá viljum við gjarnan að öll sveitarfélögin sem eru með land að strönd taki virkan þátt. Þau sem ekki eru með land að strönd eru að sjálfsögðu velkomin að taka þátt eða gætu ákveðið að hreinsa t.d. í kringum vötnin í sveitunum. Eins og sjá má á www.hreinsumisland þar sem fært er inn á kort alla þá sem tekið hafa þátt í strandhreinsun þá verður flott þegar Sunnlendingar hafa tekið höndum saman og bætt punktum á kortið.

Nú þegar hefur verið sett saman listi yfir ýmsa daga og viðburði á árinu sem tengjast umhverfismálum á einn eða annan hátt, listinn er alls ekki tæmandi og stefnt er að því að vekja athygli á þeim öllum. Verkefnastjórn hefur þó pikkað út ákveðna daga og þemu fyrir árið 2018 sem er eftirfarandi:

Drög að dagskrá ársins 2018
Apríl þema plast
Sérstök áhersla á dag umhverfisins
Möguleiki á að vera með viðburð tengdum Degi umhverfisins?
Hægt að samnýta við upplýsingar frá Earth day þar sem þema ársins er plast
Maí - þema Strendur og plast/rusl í hafi
Sérstök áhersla á Strandhreinsunardaginn 6. maí
Sameiginlegt hreinsunarátak strandlengjunnar í landshlutanum
Hægt að styðjast við upplýsingar og efni á hreinsumisland.is
Maí/Júní þema Bætt ásýnd Suðurlands í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins (Suðurland í sparifötin)
Hvatningarátak til íbúa, fyrirtækja og sveitarfélaga
Hugmynd að samstarfi með fyrirtækjum að bjóða tilboð á efni til viðhalds á húsnæði og umhverfi og plöntum og öðru til fegrunar á umhverfi
Júlí og ágúst þema Almennt (sumarfrí)
Minna sveitarfélögin á bætta flokkun og umhverfismál á hátíðum
September - þema Plastlaus september ,að njóta umhverfisins

Markmið að útrýma plastpokum í verslunum á Suðurlandi sbr. Plastpokalaust Suðurland? http://www.sass.is/plastpokalaust-sudurland-2/
Október - þema Matarsóun
Áherslur á fræðslu, sjálfbærni, moltugerð og nýtingu á hráefni sem annars yrði hent
Hugmynd að vera með ráðstefnu um matarsóun og lífrænan úrgang
Nóvember - Þema Notað og Endurnýtt
Áherslur á fræðslu og viðburði sem tengjast endurnýtingu og viðhaldi
Áherslur á nýtnivikuna European week for waste reduction?
Desember - Þema Sóun
Áherslur á sóun, notagildi og ofkaup
Hugmynd: að vera með jólagjafalista? sem felur í sér heimatilbúnar gjafir og vörur sem hafa verið framleiddar í sátt við umhverfið.

Afgreiðsla: Erindið kynnt. Jákvætt tekið í að vera með í þessu átaki. Samþykkt að tilnefna umhverfisstjóra sveitarfélagsins sem tengilið vegna verkefnisins.
15. 1803029 - Reykjadalur, landsáætlun um uppbyggingu
Erindi til Sveitarfélagsins Ölfuss

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur nýverið kynnt drög að þingsályktun um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, ásamt verkefnaáætlun til þriggja ára. Drög að stefnumarkandi landsáætlun og verkefnaáætlun áranna 2018-2020 eru aðgengilegar á samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Afgreiðsla: Erindið kynnt. Samþykkt að skipulags- og byggingarfulltrúi og bæjarstjóri sé falið að hafa samband við tengilið umhverfis- og auðlindaráuuneytisins vegna verkefnisins.

16. 1803028 - Umsókn um lóð, Víkursandur 6 og 8
Lóðarumsókn.
Fyrirtækið K16 byggingarfélag kt. 7001061360, sækir um lóðirnar á iðnaðarsvæðinu vestan við bæinn, Víkursand nr. 6 og 8.

Afgreiðsla: Samþykkt að úthluta lóðunum í samræmi við deiliskipulag svæðisins og að uppfylltum skilyrðum um lóðarúthlutanir.



17. 1803020 - Framkvæmdaleyfi ljósleiðari
Gagnaveitan um framkvæmdaleyfi
Gagnaveita Reykjavíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir öðrum áfanga á lagningu ljósleiðrar sem liggur frá Hlíðarendavegi að Þorlákshöfn og Skötubót.

Í fyrsta áfanga sem afgreiddur var í janúar 2018, var veitt framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Hlíðarendavegi, með Gamla vegi og að þar sem Gamli vegur kemur að þjóðveginum.


Gagnaveita Reykjavíkur sækir nú um annan áfanga. Næsti áfangi er að fara undir þjóðveginn og inn á hafnarsvæðið sem er í deiliskipulagsferli og að veginum sem áður var innkeyrslan að Þorlákshöfn. Fara með þeim vegi að þeim stað þar sem Gleipnir er með lagnaskurð fyrir veitur. Fá leyfi hjá framkvæmdaaðilum að þeirri lögn og Gleipni að fara í lagnaskurðinum á móts við þar sem stefnan er á Unubakka. Fara síðan þá leið eftir Unubakka þar sem hitaveitan liggur og að Selvogsbraut og að tengikassa sem er fyrir framan Selvogsbraut 12. Þaðan er lagnaleið að tengistöð í gömlu símstöðinni.
Þar sem komið er að þjóðveginum frá Gamla vegi er einnig sótt um að fara með lagnaleið Landsnets, norður fyrir Hafnarskeið 65 og að tengikassa við Golfskálann.

Gagnaveita Reykjavíkur óskar eftir að fara sem beinastar leiðir um deiliskipulagssvæði hafnarinnar. Þegar kemur að því að gera lóðir og vegi þar sem lagnaleiðin er, mun Gagnaveita Reykjavíkur færa ljósleiðarann út fyrir lóðir og vegstæði á sinn kostnað.

Afgreiðsla: Erindið rætt. Samþykkt að heimila Gagnaveitu Reykjavíkur að leggja ljósleiðarann samkvæmt innsendum gögnum, enda beri þeir allan kostnað við að færa ljósleiðarann út fyrir lóðir og vegstæði samkvæmt deiliskipulagstillögunni.
18. 1803031 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018
Umhverfisverðlaunn Ölfuss 2018
Árlega eru veitt Umhverfisverðlaun Ölfuss og það gert í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum á sumardaginn fyrsta.

Farið yfir tillögur að hverjum skuli veita viðurkenninguna fyrir árið 2018.

Samþykkt að ganga frá tillögu að veitingunni á næsta fundi í apríl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?