Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 21

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
14.03.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágústa Ragnarsdóttir formaður,
Michal Rybinski varaformaður,
Hansína Björgvinsdóttir aðalmaður,
Ólafur Hannesson aðalmaður,
Svanlaug Ósk Ágústsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðfinnsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Lára Hrund Bjargardóttir áheyrnarfulltrúi,
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi,
 áheyrnarfulltrúi,
Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri.
Fundargerð ritaði: Ágústa Ragnarsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Á bóndadaginn var feðrum og öfum boðið í heimsókn. Fyrir konudag var svo mæðrum og ömmum boðið í heimsókn. Þessar heimsóknir eru liður í samstarfi á milli heimilis og skóla og auk þess að rækta hefðir eins og Þorrann og Góu. Mæting var góð.
24. janúar var foreldraviðtalsdagur í leikskólanum.
25. janúar var starfsdagur án nemenda.
Fyrsta vika febrúar er svokölluð Tannverndarvika á vegum Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Petra Vilhjálmsdóttir, tannlæknir í Þorlákshöfn, kom og ræddi við og fræddi nemendur um mikilvægi góðrar tannhirðu.
Stefán I. Þórhallsson, slagverkskennari í Tónlistarskóla Árnesinga, bauð börnunum á Goðheimum í tónlistarskólann til þess að fræðast um trommur og hlusta á nokkra slagverksnemendur spila. Börnunum fannst þetta spennandi en nokkuð hávaðasamt!
Dagur stærðfræðinnar var 2. febrúar og Dagur leikskólans þann 6. febrúar. Í tilefni þessara daga héldu nemendur listsýningu í sýningarými Bæjarbókasafnins „Undir stiganum?. Að auki gerðu kennarar sér glaðan dag á Degi leikskólans og fóru í heimsókn eftir vinnu í nýjan leikskóla í Hveragerði.
Bolludagur, sprengidagur og öskudagur: Haldið er upp á þessa þjóðlegu daga í leikskólanum.
Á bolludag voru rjómabollur að morgni og kjötbollur í hádegi. Á sprengidag var borðað á sig gat af saltkjöti og baunum. Auk þess komu félagar úr félagstarfi eldri borgara og lásu fyrir börnin á Goðheimum. Mikið spjall varð á milli barnana og þessara góðu gesta. Á öskudag voru allir í búningum, opið milli deilda, spiluð tónlist og gert gott partí! Zoltán kennari í tónlistarskólanum kom með nemendur í heimsókn í íþróttahúsið í lok íþróttatíma hjá leikskólabörnum og spiluðu nokkur lög.
Svartur litadagur var 2. mars í tilefni af mottumars.
Leikskólaliðanemi úr Borgarholtsskóla var í vinnustaðanámi í Bergheimum í febrúar og kemur einnig eitthvað til viðbótar í mars. Annar nemandi frá Borgarholtsskóla mun koma í heimsókn til að vinna að verkefni tengt sínu námi. Nemi við HÍ í tómstunda- og félagsmálafræði verður í vettvangsnámi á Goðheimum í mars. Þá eru þrír nemar frá Fræðsluneti Suðurlands væntanlegir í heimsókn og heimsókn frá leikskóla úr Hveragerði er líka á döfinni.
Kennarar hafa verið iðnir að sækja námskeið og fyrirlestra. Nokkrir fóru á svokallaða Lubba kynningu og aðrir sóttu ráðstefnu um transbörn. Hrafnhildur Karlsdóttir frá Skólaþjónustu Árnesþings kom og hitti deildarstjóra um ýmis málefni. Öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðamaður fóru á tveggja daga sérhæft námskeið hjá Vinnueftirlitinu ætlað starfsfólki í menntastofnunum. Skólastjórarar hafa farið á skólastjórafundi hjá Skólaþjónustu Árnesþings.


2. 1803021 - Leikskólinn Bergheimar: Skólanámsskrá.
Skólanámskrá Leikskólans Bergheima lögð fram til kynningar.
3. 1701010 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrslur skólastjóra 2017.
Árlegum starfsmannasamtölum stjórnenda við starfsfólk er lokið og verður unnið úr þeim fyrir sjálfsmat skólans.
Starfsdagur og foreldradagur voru með nokkuð hefðbundnu sniði í janúar. Foreldraviðtalsdagur gekk vel og var mæting góð. Undirbúningur viðtala gekk einnig vel og er mikið af nýju námsmati komið inn á hæfnikort nemenda. Flestir foreldrar fengu einnig yfirlit yfir lesferil barnsins síns.
29. janúar fór skólastjóri á fræðslufund um virkjun viðbragðsáætlana almannavarna.
31. janúar var íþróttadagur haldinn á öllum stigum. Mikil ánægja var með þetta uppbrot í skólastarfinu.
9. febrúar fóru stjórnendur á félagsfund í Skólastjórafélagi Suðurlands sem haldinn var í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.
Bolludagur, sprengidagur og öskudagur voru haldnir hátíðlegir með hefðbundnum hætti.
15. febrúar komu náms- og starfsráðgjafar úr Fjölbrautaskóla Suðurlands í heimsókn í 9. og 10. bekk og kynntu námið fyrir nemendum.
16. febrúar komu skólastjórnendur úr Bláskógabyggð í heimsókn til að kynna sér skólastarfið í GÞ. Síðar sama dag fór skólastjóri á samráðsfund skólastjórnenda í Árnesþingi í Hveragerði.
20. febrúar kom Sigga Dögg kynfræðingur í sína aðra heimsókn með fræðsluerindi fyrir starfsmenn og foreldra um kynhegðun ungra barna. Þetta verkefni var samvinnuverkefni leikskóla, grunnskóla og íþróttamiðstöðvarinnar og foreldrafélaga leikskólans og grunnskólans.
22. febrúar var undankeppni Stóru upplestarkeppninnar í 7. bekk haldin. Lesararnir sem valdir voru eru Ingunn Guðnadóttir, Silvía Rós Valdimarsdóttir og Ernest Brulinski. Elísabet Bjarney Davíðsdóttir er til vara. Lokakeppnin verður svo haldin 13. mars í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.
25. og 26. febrúar var vetrafrí í skólanum.
Á starfsmannafundi 6. mars kom Ragnhildur Sigurðardóttir með fyrirlestur um jákvæð samskipti.
Starfsmannakönnun Skólapúlsins fer fram í marsmánuði. Niðurstöður verða notaðar í sjálfsmat skólans.
8. mars fóru allir nemendur 10. bekkjar og nokkir starfsmenn í vettvangsheimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Dagana 7. ? 9. mars voru á dagskrá samræmd könnunarpróf í 9. bekk.


4. 1705014 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Starfsmannahald.
Kennari sem hafði óskað hafði eftir og fengið vilyrði fyrir launalausu leyfi frá og með 1. mars 2018 óskaði eftir því að halda 33,33% stöðugildi við skólann eftir 1. mars. Það var veitt.
5. 1711040 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Drög að skóladagatali 2018-2019.
Skóladagatal Grunnskólans í Þorlákshöfn fyrir skólaárið 2018-2019 lagt fram til kynningar.
6. 1803022 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrá Grunnskólans Í Þorlákshöfn.
Í mars sátu skólastjórnendur fræðslufund um ný persónuverndarlög og almenna persónuvernd. Samband íslenskra sveitarfélaga hafði milligöngu um fundinn og er ljóst að mikil vinna stjórnenda er framundan í þessum málum. Í framhaldi var undirrituð af skólastjóra GÞ og bæjarstjóra Ölfuss Yfirlýsing um upplýsingaöryggisstefnu nemendaskrár Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Stefnan lögð fram til kynningar sem og nýuppfært skjal um trúnaðar- og þagnarskyldu sem allir starfsmenn grunnskólans eiga að skrifa undir.

7. 1803023 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skjalavistunaráætlun.
Ný skjalavistunaráætlun Grunnskólans í Þorlákshöfn lögð fram til kynningar.
Áætlunin gildir frá 1. ágúst 2017 til 31. júlí 2022 og hefur verið samþykkt af Héraðsskjalasafni Árnesinga.

8. 1703014 - Leikskólinn Bergheimar: Ársskýrsla.
Ársskýrsla fyrir starfsárið 2017 lögð fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd samþykkti samhljóða ársskýrslu Leikskólans Bergheima fyrir starfsárið 2017.
Eftir formlegan fund fór fræðslunefnd og skoðaði endurbætur og stækkun á elsta hluta leikskólans. Þessi viðbót, sem tekin verður í gagnið nú í sumar, mun rúma tvær deildir og gera kleift að lækka inntökualdur niður í 18 mánaða. Þess má þó geta að nú hafa öll börn fædd í júní 2016 og eldri fengið pláss á leikskólanum. Eftir þetta verða allar deildir leikskólans undir sama þaki og allt húsnæði leikskólans nýlega byggt eða endurnýjað.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?