Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 28

Haldinn í ráðhúsi,
22.03.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson formaður,
Jón Páll Kristófersson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Þórarinn F. Gylfason aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1802054 - Lóðamál: Samningur um afnot af landi
Lagður fram samningur um afnot hafnarinnar af landi sveitarfélagsins fyrir tollgeymslusvæði sem þegar hefur verið staðfestur af bæjarstjórn.

Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
2. 1703031 - Þorlákshöfn: Tollverndar- og geymslusvæði
Lögð fram drög að samningi við Smyril Line um leigu á 3,7 ha. tollgeymslusvæði.

Hafnarstjórn samþykkir samninginn.

Lagður fram samningur við Suðurverk hf. um gerð malarplana við höfnina.

Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
3. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur
Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir 40 m.kr. skammtímafjármögnun hjá viðskiptabanka hafnarinnar, Landsbankanum v/framkvæmda við höfnina.
Fundargerðir til kynningar
4. 1601009 - Hafnasamband Íslands: Fundargerðir
Lögð fram fundargerð 401. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 26. febrúar 2018.
Mál til kynningar
5. 1803032 - Fjármál: Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2017.
Lagður fram ársreikningur Þorlákshafnar fyrir árið 2017. Heildartekjur ársins voru 173,2 m.kr. og heildarútgjöld 143,2 m.kr. Fjármunatekjur voru um 1,8 m.kr. og fjármunagjöld um 1,8 m.kr. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 30 m.kr.

Hafnarstjórn staðfestir ársreikninginn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?